EES er léleg evrópsk hreppapólitík

Bretar ætla ekki úr ESB inn í EES-samninginn þar sem Ísland og Noregur eru fyrir ásamt örríkinu með langa nafnið, Liechtenstein.

Ástæðan er sú að EES er hvorki né samningur. Hvorki full aðild að Evrópusambandinu né er samningurinn samboðinn fullvalda þjóð.

Verkefni Íslands er að losna undan EES-samningnum. Því fyrr, því betra.


mbl.is Búa sig undir Brexit án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkalífið er söluvara

Söfnun upplýsinga um hegðun fólks á netinu er arðbær. Í einkalífinu kemur fram hegðun sem hægt er að lesa í og meta hvort viðkomandi sé líklegur að kaupa bækur, snyrtivörur, bíla, flugfar og svo framvegis.

Netsporið upplýsir einnig um pólitískar hneigðir og hvaða samfélagsmálefni notandanum eru hugstæð.

Allt þetta má nota til að selja vörur, þjónustu og pólitík. Í staðinn fyrir glatað einkalíf fær einstaklingurinn ógrynni tilboða um lífsgæði. Er nokkur ástæða til að kvarta?


mbl.is „Þú missir stjórn á öllu sem þú deilir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband