Evrópskir Trump fordómar stađfestir

Stórútgáfan Der Spiegel í Ţýskalandi sendi stjörnublađamann sinn í smábćinn Fergus Falls í Minnesota í Bandaríkjunum. Meirihlutinn í Fergus Falls kaus Trump. Verkefni útsendara Spiegel var ađ bregđa ljósi á bćjarbúa í Trump-samfélagi. 

Blađamađurinn fékk heila 38 daga í verkefniđ og skilađi af sér ritgerđ fremur en blađagrein um kjósendur Trump. Der Spiegel birti ţađ sem pantađ var: ítarlega úttekt á heimskum og illa gerđum kjósendum Bandaríkjaforseta. Ţeir eru rasískir, fákunnandi, ósigldir, menningarsnauđir og dólgslegir. 

Ritstjórum Der Spiegel yfirsást eitt smáatriđi. Ritgerđin er uppspuni, falsfrétt, skáldskapur stjörnublađamannsins margverđlaunađa, Claas Relotius.

Lúpulegir senda ritstjórar Spiegel annan blađmann til ađ biđja bćjarbúa í Fergus Falls afsökunar. Blađamađurinn fćr ţrjá daga ađ hafa uppi á helstu heimildamönnum Relotius og leita eftir fyrirgefningu.

Bćjarbúar í Fergus Falls eru stórir í sniđum og taka ţýska útsendarann í sátt.

Blađamađur Spiegel biđst ekki afsökunar á ţeim fordómum sem voru ástćđa ţess ađ falsfréttamađurinn Claas Relotius var upphaflega gerđur út til ađ draga upp mynd af kjósendum Trump.

Fordómarnir eru nefnilega ekta.


mbl.is „Ég er aleinn í Hvíta húsinu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bylting ađ ofan í Evrópu

Gulvesta-mótmćlin í Frakklandi beindust ađ hluta gegn Evrópusambandinu. Rétta svariđ viđ mótmćlunum er ađ bylta Evrópu ađ ofan, međ ţví ađ gera ESB ađ einu Evrópuríki, segir einn helsti talsmađur frjálslyndra vinstrimanna á Evrópuţinginu.

Guy Verhofstadt, fyrrum forsćtisráđherra Belgíu, og forseti bandalags frjálslyndra á Evrópuţinginu, segir í grein ađ Stór-Evrópa, međ sameiginlegum herafla, einum fjárlögum og fullveđja ríkisvaldi geti mćtt kröfum íbúa álfunnar um hagsćld og innra sem ytra öryggi.

Á síđustu árum gengur stjórnmálaţróun í Evrópu í ţveröfuga átt viđ ţađ sem Verhofstadt óskar sér. Brexit og framgangur stjórnmálaflokka sem vilja minni ESB en ekki Stór-Evrópu er órćkur vitnisburđur um kulnađar glćđur hugsjónar um sameinađa heimsálfu.

Tillaga Verhofstadt veitir innsýn í vaxandi örvćntingu ráđandi afla í Evrópusmabandinu. Macron Frakklandsforseti átti ađ vera svariđ viđ hnignun ESB. Bandalag Macron og Merkel í Ţýskalndi skyldi veita forystu í umsköpun sambandsins. Gulvesta-mótmćlin lömuđu Macron og Merkel ćtlar ađ draga sig í hlé frá stjórnmálum.

Mótsögn ESB er ađ sambandiđ er of sterkt til ađ ţjóđríkin innan ţess geti svarađ kröfum kjósenda um endurbćtur á skipan efnahagsmála og í málefnum innflytjenda en of veikt til ađ móta sameiginlega stefnu í ţessum málaflokkum. Undir ţessum kringumstćđum yrđi bylting ađ ofan hreint og klárt valdarán.

 

 

 

 


Bloggfćrslur 25. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband