Þriðjudagur, 10. október 2017
Guardian viðurkennir að blanda sér í íslenska pólitík
Blaðamaður Guardian ætlaði að birta umfjöllun sína um 9 ára gömul viðskipti þingmannsins Bjarna Benediktssonar í nóvember. En eftir að íslenskir samstarfsmenn hans vildu flýta birtingu til að koma höggi á Bjarna segir blaðamaðurinn:
Það var strax augljóst að fréttin var orðin meira aðkallandi en áður.
Níu ára gömul frétt var orðin ,,meira aðkallandi" aðeins af einni ástæðu. Til að hafa áhrif á þingkosningarnar á Íslandi.
Gott að hafa þetta skjalfest.
![]() |
Segir ummæli Bjarna kolröng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. október 2017
Fótbolti, hrun og kosningahegðun
Stórir atburðir skilgreina stemninguna í þjóðfélaginu, sem aftur virkar á kosningahegðun fólks. Hrunið skildi Íslendinga eftir í svartsýni og þeir kusu yfir sig ríkisstjórn til samræmis, meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar.
Fótboltinn eykur aftur landanum bjartsýni. Ungir og gamlir fyllast stolti af árangri smáþjóðar í samkeppni við milljónaþjóðir.
Boðskapur vinstriflokkanna um að Íslendingar eigi að skríða ofan i svarthol skattpíningar og sætta sig við eignaupptöku góða fólksins lendir í mótbyr þegar þjóðin fær sjálfstraust.
Áfram Ísland.
![]() |
Sigri Íslands slegið upp erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. október 2017
Samfylkingin boðar eignaupptöku
Sumir eiga of mikið og það verður að lagfæra það, segir Ágúst Ólafur oddviti lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður á RÚV.
,,Eignaójöfnuður", eins og Ágúst kallar það, kemur til vegna þess að sumir spara og leggja fyrir og við það eignast þeir meira en hinir sem eyða og sólunda.
Ísland er eitt mesta jafnlaunaland í heimi. En fólk sem fær svipuð laun eignast mismikið um ævina, sumir fara illa með tekjur sínar en aðrir kunna að breyta tekjum í eignir.
Samfylkingin vill eignaupptöku til að breyta niðurstöðum sem fólk tekur um ráðstöfun tekna sinna.
Einu sinni var þetta kallað kommúnismi.
![]() |
Spáir VG, Pírötum og Samfylkingu í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 9. október 2017
Persónuofsóknir í skjóli meintrar leyndarhyggju
Tískuorðið í þessari kosningabaráttu er ,,leyndarhyggja". Undir yfirskini meintrar leyndarhyggju er ráðist á persónur. Sigmundur Davíð fær á sig þannig árásir og sömuleiðis Bjarni Benediktsson.
Fjölmiðlamenn reyna að réttlæta persónuárásir með ,,leyndarhyggju" sem rök, nú síðast leiðarahöfundur Fréttablaðsins.
Til skamms tíma var litið svo á að perónulagir hagir fólks og fjölskyldulíf væri einkamál. En núna skal ekkert fara leynt, allt upp á yfirborðið í nafni gegnsæis.
Þetta hlýtur líka að gilda um fjölmiðlamenn. Vitað er að innan raða þeirra eru alkahólistar, þeir hafa viðurkennt það opinberlega. Hvernig vitum við, lesendur og áhorfendur, að þekktir alkahólistar á meðal blaða- og fréttamanna séu allsgáðir í vinnunni?
Raðhjónabönd tíðkast meðal sumra fjölmiðlamanna. Er ekki rétt að þeir geri grein fyrir því opinberlega hvers vegna þeim helst ekki á maka? Hér er það spurningin um dómgreind og persónulega lesti sem rétt er að almenningur eigi aðgang að. Við eigum jú að taka það gott og gilt sem fjölmiðlar segja okkur og verðum að geta treyst þeim sem þar starfa.
Sumir fjölmiðlamenn eiga unglinga á glapstigum, sem stunda afbrot og fíkinefnaneyslu. Verður ekki að upplýsa þau mál? Hvernig geta ónýtir uppalendur fjallað um stjórnmálamenningu þjóðarinnar? Þeir sem fara með opinbert vald, og það segjast fjölmiðlar gera - kalla sig fjórða valdið - ,verða að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Við stefnum hraðbyri í þá átt að ræna fólk einkalífi og sjálfsagðri persónuvernd. Fjölmiðlar ganga þar harkalega fram. Og fjölmiðlafólk getur ekki undanskilið sig sjálft. Allra síst frétta- og blaðamenn á opinberum styrkjum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. október 2017
Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn: stöðugleiki eða óreiða
Þegar 19 dagar eru til kosninga stendur valið á milli ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða vinstristjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata.
Stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks yrði í þágu stöðuguleika, ábyrgra ríkisfjármála og málamiðlana.
Þriggja flokka vinstristjórn verður ný útgáfa ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009 til 2013 - bara á sterum: ófriður innanlands þar sem höfuðborginni er att gegn landsbyggðinni; umsátursástand um ríkissjóð; uppnám í stjórnskipun landsins og þjóðaratkvæði um misheppnuðustu utanríkispólitík Íslandssögunnar frá Gamla sáttmála - um inngöngu í Evrópusambandið.
![]() |
Baráttan verður snörp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. október 2017
Lítil tiltrú vinstriformanna á Íslandi
Vinstriflokkarnir ásamt Viðreisn telja stórkostlegan landflótta ungs fólks yfirvofandi nema við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, vill að vísu skattleggja fólk til fá það vera um kyrrt og opnar á þjóðaratkvæði um ESB.
Bjarni Benediktsson var eini formaðurinn sem andæfði vinstrispekinni um hagsæld í Evrópu og benti á það sem allir vita. Ungt fólk í ESB-ríkjum býr við atvinnuleysi sem mælist í tugum prósenta.
Allt kjörtímabilið 2009-2013 klifuðu Samfylking og Vinstri grænir á að Ísland væri ónýtt. Núna í góðærinu er það enn ónýtt, samkvæmt vinstriflokkunum. Þá klæjar í fingurna að komast til valda og framfylgja stefnunni um ónýta Ísland.
![]() |
Ræddu húsnæðisvanda ungs fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. október 2017
Samfylkingin er ESB-flokkur - áfram og endalaust
Árið 2009 sótti Samfylkingin, með velvilja Vinstri grænna, um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í mörg ár var ESB-umræðan aðalmál íslenskra stjórnmála.
Niðurstaðan var að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna dró tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu um áramótin 2012/2013.
ESB-umsóknin var einfaldlega misheppnuð. Umræða um umsóknina leiddi í ljós að ekki var grundvöllur fyrir ESB-aðild meðal þjóðarinnar.
En nú vill Samfylkingin enn og aftur gera okkur að aðildarríki Evrópusambandsins. Samfylkingarfólk ætlar aldrei að læra.
![]() |
Tími krónunnar er liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 8. október 2017
Um hvítt lýðræði II
Blogg um lýðræði í ólíkum menningarheimum, þ.e. afrískum, múslímskum og vestrænum, fær nokkra umræðu auk þess sem 723 smella á hnappinn ,,líkar þetta" á blogginu.
Bloggpistillinn er af sumum kallaður rasískur, líklega vegna fyrirsagnarinnar ,,Er til negralýðræði? Múslímalýðræði?" og upphafssetningarinnar: ,,Lýðræðið er hvítt."
Það er ekki rasismi að vekja athygli sögulegum staðreyndum, t.d. að lýðræðið verður til í vestrænum menningarheimi. Ekki frekar er það rasismi að ræða ýmislegt annað sem varð til á vesturlöndum s.s. femínisma, kommúnisma og kjarnorkusprengjuna. Þetta eru einfaldlega sögulega fyrirbæri sem eðlilegt er að ræða og túlka.
Ástæðan fyrir því að orðalagið ,,lýðræðið er hvítt" var notað er að bandarískur blökkumaður, Ta-Nehisi Coates, gerir það gott um þessar mundir með þeirri kenningu að Donald Trump sé fyrsti hvíti forseti Bandaríkjanna. En, óvart, hafa allir 45 forsetar Bandaríkjanna verið hvítir utan einn - Barack Obama. Kenning Ta-Nehisi Coates er að Trump sé ,,hvítari" en aðrir forsetar sökum þess að kjör hans var afneitun á forsetatíð Obama. Vandinn við þessa kenningu byrjar strax þegar haft er í huga á mótframbjóðandi Trump var ekki karlkyns blökkumaður heldur hvít kona, Hillary Clinton.
Nærtækara er að líta svo á að Bandaríkjamenn hafi afneitað hugmyndinni um konu sem forseta en að kynþáttahyggja hafi ráðið ferðinni. Hvítar konur eru jafnmargar og hvítir karlar. En engin þeirra hefur orðið forseti Bandaríkjanna. Blökkumenn eru aftur innan við 15 prósent íbúa Bandaríkjanna. Sem þýðir að Obama fékk kjör út á atkvæði hvítra. Ef hvítir karlmenn eru í einhverju samsæri þá er það gegn hvítum konum.
Lýðræðið og forsetar Bandaríkjanna eiga þann sameiginlega snertiflöt að kosningakerfið sem beitt er við forsetakjör er kennt við lýðræði. Barack Obama fékk lýðræðislegt umboð bandarísku þjóðarinnar í tvennum kosningum.
Lýðræði féll ekki af himnum ofan, það er mannanna verk. Um lýðræði er sagt að það sé ekki besta aðferðin við að velja valdhafa heldur sú skásta. Í lýðræði eru valdhafarnir kosnir af valdastólum en ekki skotnir.
Lýðræði verður til á vesturlöndum, þróast skrykkjótt fá Forn-Grikkjum til samtímans. Aðrir menningarheimar, t.d. sá afríski eða múslímski, bjóða ekki upp á neitt sambærilegt fyrirkomulag til að velja valdhafa. Ef Barack Obama væri hvítur maður í Afríku yrði hann seint kjörinn æðsti valdhafinn í afrísku ríki; ef hann væri kristinn í múslímaríki eru meiri líkur að hann yrði skotinn á færi en að hann sigraði í lýðræðislegu kjöri.
Kenning Ta-Nehisi Coates sniðgengur mikilvægasta atriðið í umræðunni um forsetaembætti Bandaríkjanna. Fyrirkomulagið, lýðræðið, skilar litblindri niðurstöðu. Obama varð forseti 2008 og aftur 2012 - en Trump árið 2016.
Ta-Nehisi Coates slær í gegn með kenningu sína sökum þess að eftirspurn er eftir ásökunum um að hvítt kynþáttahatur sé vaxandi og að Trump sé boðberi fyrirlitningar hvíta mannsins öðrum kynþáttum. Kenningin er röng. Hvíti maðurinn bjó til fyrirkomulag, lýðræði, sem skilar litblindri niðurstöðu eins og kjör Obama er skýrasta dæmið um. Ef hvíti maðurinn væri jafn djöfullegur og af er látið myndi hann ekki smíða fyrirkomulag er hleypti nokkrum öðrum að valdastólunum en þeim sem eru með réttan húðlit.
Í tvöföldum skilningi er lýðræðið hvítt. Það er hvítt að uppruna, hvítir vestrænir menn eru meginhöfundar þess. Það er hvítt í sakleysi sínu - skilar ekki fyrirframgefinni niðurstöðu.
Í lokorðum pistilsins, sem er tilefni þessarar neðanmálsgreinar, segir:
Vestrænn almenningur af öllum litbrigðum stendur frammi fyrir tveim valkostum. Í fyrsta lagi að láta sér annt um lýðræðið eða sverta lýðræðið svo það breytist í annað tveggja einræði eða varanlegt stríðsástand allra gegn öllum eins og Hobbes - hvítur - orðaði það í upphafi nýaldar.
Fólk af öllu tagi myndar það sem við köllum vestrænan almenning. Vestræn mannréttindi tryggja þeim öllum rétt að tjá sig og greiða atkvæði í almennum kosningum. En lýðræðið á í vök að verjast. Ekki síst vegna ásakana um að það skili ,,rangri" niðurstöðu. Lýðræðið er ekki samsæri hvítra manna gegn minnihlutahópum. Slíkar ásakanir standast ekki skoðun.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 8. október 2017
Samfélagsmiðlar og fjölmiðlar - skoðanir og staðreyndir
Samfélagsmiðlar eru vettvangur skoðanaskipta, það er eðli þeirra. Hver og einn á aðgang að samfélagsmiðlum og getur sagt sína skoðun á öllu milli himins og jarðar.
Fjölmiðlar eru mun eldri en samfélagsmiðlar og eiga samkvæmt viðurkenndum reglum blaðamennsku að flytja fréttir byggðar á staðreyndum en birta skoðanir með afmörkuðum hætti, t.d. á leiðarasíðum dagblaða og álitsgjafaeintali í sjónvarpi og útvarpi.
Siðareglur blaðamanna eru til að tryggja vönduð vinnubrögð. Stofnun sem beitir sér fyrir siðlegri blaðamennsku er Ethical Journalism Network. Aiden White forstöðumaður þar á bæ dregur saman 5 kjarnaatriði blaðamennsku, byggð á um 400 siðareglum. Kjarnaatriðin eru þessi
1. Nákvæmni, byggja fréttir á staðreyndum og fara rétt með.
2. Sjálfstæði, vera ekki málpípa.
3. Óhlutdrægni, segja frá báðum (öllum) hliðum máls.
4. Mannúð, upplýsa en ekki meiða.
5. Ábyrgð, leiðrétta og viðurkenna mistök.
Fjölmiðlar eru í samkeppni við samfélagsmiðla um athygli. Þess vegna hafa fjölmiðlar í auknum mæli látið viðurkenndar reglur um blaðamennsku lönd og leið.
Hér á Íslandi er beinlínis gert ráð fyrir að fjölmiðill eins og RÚV þverbrjóti siðareglur til að þjónusta tiltekna hagsmuni. Vinstrimenn líta svo á að RÚV sé pólitískt verkfæri þeirra. Og RÚV reynir að koma til móts við skjólstæðinga sína með hlutdrægum fréttum, núna síðast af Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum.
Samfélagsmiðlavæðing fjölmiðla er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Vestur í Bandaríkjunum er þessi þróun komin vel á veg, samanber fyrirlestur Abbie Boudreau sem rekur breytingu á fjölmiðlum síðustu 15 árin.
En það sem er sérstakt á Íslandi er að RÚV, sem er í opinberri eigu, og á samkvæmt lögum og starfsreglum að stunda vandaða fréttamennsku er leiðandi í samfélagsvæðingu fjölmiðla. RÚV brýtur reglur um nákvæmi, um sjálfstæði og um óhlutdrægni. Ekki annað slagið heldur reglulega. Og þegar RÚV er gagnrýnt sýnir stofnunin enga ábyrgð og neitar að viðurkenna mistök sín.
RÚV setur sig á háan hest og vill setja á dagskrá umræðu um siðferði í stjórnmálum á meðan RÚV er háborg siðlausrar blaða- og fréttamennsku hér á landi. Ósvífni RÚV þekkir engin takmörk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 7. október 2017
Vinstriöfgar í stjórnarskrármálinu
Sjálfstæðisflokkurinn bjargaði stjórnarskránni dagana fyrir þingslit þegar vinstriflokkarnir gerðu enn eina atlöguna að henni. Vinstriflokkarnir vildu setja í lög undanþáguákvæði sem gerði næsta þingi mögulegt að breyta stjórnarskránni án þingkosninga.
Egill Helgason tekur saman öfgahyggju innan vinstriflokkanna í stjórnarskrármálinu þar sem sértrúarsjónarmið eru ríkjandi.
Stjórnarskráin er grunnur stjórnskipunar lýðveldisins. Sjálfstæðisflokkurinn er besta tryggingin fyrir stöðugu stjórnarfari.
Dægurmál | Breytt 8.10.2017 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)