Samfylkingin boðar eignaupptöku

Sumir eiga of mikið og það verður að lagfæra það, segir Ágúst Ólafur oddviti lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður á RÚV.

,,Eignaójöfnuður", eins og Ágúst kallar það, kemur til vegna þess að sumir spara og leggja fyrir og við það eignast þeir meira en hinir sem eyða og sólunda.

Ísland er eitt mesta jafnlaunaland í heimi. En fólk sem fær svipuð laun eignast mismikið um ævina, sumir fara illa með tekjur sínar en aðrir kunna að breyta tekjum í eignir.

Samfylkingin vill eignaupptöku til að breyta niðurstöðum sem fólk tekur um ráðstöfun tekna sinna. 

Einu sinni var þetta kallað kommúnismi.


mbl.is Spáir VG, Pírötum og Samfylkingu í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ágúst má eiga það að hann er heiðarlegur í því að opinbera markmið Samfylkingarinnar. Það er tilbreyting frá moðreyk og leynimakki flokksfélaga hans. Er viss um að það fara önot um ýmsa flokksmenn, sem kjósa heldur kafbátastefnu sína.

Kannski hann verði ávirtur fyrir að gefa of mikið upp og vera helst til gagnsær fyrir þeirra smekk. Kemur í ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2017 kl. 17:02

2 Smámynd: Hrossabrestur

Þetta er ekkert skrýtið, vinstra liðið er upp til hópa fólk sem kann ekki með peninga að fara og heldur að peningar séu bara til að eyða þeim og á þá oftast ekki til, en finnst voða gaman þegar það kemst í aðstöðu til að eyða pengingum annara. 

Hrossabrestur, 9.10.2017 kl. 21:07

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ágúst gæti byrjað á því að afhenda ríkinu eignir sjálfs sín og fjölskyldu sinnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2017 kl. 23:46

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Lifi kommúnisminn og hinn Rauði her!" fannst mér alltaf hressilegt slagorð.

Wilhelm Emilsson, 10.10.2017 kl. 04:05

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kommúnismi:

"Allt þitt er okkar, en mitt á ég sjálfur"

Benedikt V. Warén, 10.10.2017 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband