Sannfæring þriggja þingmanna VG 16. júlí 2009

Þrír þingmenn VG greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, eins og þeir vinna drengskaparheit að þeir skuli gera, þá hefði ESB-umsóknin aldrei verið samþykkt.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB-umsóknina

Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB

Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Ef þessir þingmenn VG, þar af tveir ráðherrar, hefðu greitt atkvæði samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni, eins og þeim bar að gera að viðlögðum drengskap, þá hefði tillaga Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fallið, 31 hefði sagt nei, 30 já og 2 setið hjá. 


mbl.is Mikill þrýstingur á þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Aðildarumsókn = mútur og myrkraverk .............Hefur verið lengi ljóst !

rhansen, 8.4.2014 kl. 15:55

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eru ekki Ögmundur Jónasson (Geysi "trúverðugi") og Katrín Jakobsdóttir (ESB-drottning), að auglýsa VG núna, með alls kyns "englaryki" inn í umræðuna. Til  að rugla áhrifagjarna, sykursjúka og margsvikna skattgreiðandi kjósendur?

Og þau skötuhjúin virðast ekki einu sinni skammast sín fyrir svikin, heldur skamma aðra fyrir svik? Hvað meina þau eiginlega? 

Þau forystuskötuhjú gleymdu að biðja kjósendur og þjóðina afsökunar á stærsta kosningasvikaloforði, frá pólitísku ríkisskattasjóðs-innheimtusjálfstæði Íslands, síðan sú ríkisinnheimta á fátæka og kerfissvikna varð lögleg á Íslandi. Og það með siðspilltri dómara-lögfræðiaðstoð?

Það er lágmark, að viðurkenna lögfræði/dómarahönnuð og fyrirfram meðvituð svik, og biðjast afsökunar, áður en sömu aðilar fara að auglýsa/selja eigin umhyggju, fyrir framfærsluþrælunum sínum. Skýringar óskast frá baktjalda-forystuteymi Vinstri Grænna, sem seldu siðferði og samvisku sína fyrir völd. Gildir reyndar um allar baktjalda-flokksforystur.

Steingrímur hefur beðist afsökunar, og ber að virða það. Honum var hent út, þegar búið var að nota hann. Eða hvað? Hann sagði eitt sinn, að hann þakkaði fyrir að komast lifandi frá þessu öllu saman. Hvað meinti Steingrímur með því?

Munum að minnsti parturinn af mafíustjórnsýslu-spillingunni er sjáanlegur ofansjávar, svipað og ísjakarnir bráðnandi, og undirheima-mafíu-eiturlyfjaútgerðin banka/lífeyrissjóðs-fjármagnaða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2014 kl. 16:17

3 Smámynd: Elle_

Anna Sigríður, Steingrímur bað ekki afsökunar á neinu marktæku.  Hann ber ekki að virða.  Maðurinn snýr öllu á hvolf.

Elle_, 8.4.2014 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband