Baráttan um söguþráðinn í pólitíkinni

Pólitík snýst að stóru hluta um söguþráðinn. Pólitískur söguþráður er að tengja óskylda hluti í samfellu. Á síðasta kjörtímabili reyndu vinstriflokkarnir að spinna þann söguþráð innviðir stjórnkerfisins væru ónýtir á Íslandi, þess vegna yrði Ísland að fá nýja stjórnarskrá og ganga í ESB.

Vinstrimenn misstu tökin á söguþræðinum með því að þráðurinn um ónýta Ísland hitti þá sjálfa fyrir. Afleiðingin var stórtap í þingkosningunum 2013.

Í Ísraelsmáli borgarstjórnar vinstriflokkanna töpuðu vinstrimenn söguþræðinum þegar í upphafi, skrifar verseraður blaðamaður úr þeirra röðum, Atli Þór Fanndal

Atli Þór vill pólitískt höfuð Dags og félaga á fati með þessum rökum:,,Lúserar eru bara ekki aðlaðandi."

Ráðlegging Atla Þórs er að Dagur og vinstrimenn hefðu betur haldið til streitu viðskiptabanni Reykjavíkur á Ísrael. Í herfræðilegu samhengi er það sambærilegt að Bretar hefðu barist til síðasta manns í Dunkirk.

Til að spinna söguþráð þarf eftirlifendur úr síðustu pólitísku orustu.

 


mbl.is Stjórnmál ekki grínþáttur eða uppistand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurkapp Guðjóns að dæma í máli Jóns Ásgeirs

Hvers vegna leggur Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari slíkt ofurkapp á að sitja í sæti dómara yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum?

Slíkt ofurkapp að einn tiltekinn dómari dæmi í einu tilteknu dómsmáli er ekki traustvekjandi. Þvert á móti virðast persónulegar en ekki málefnalegar ástæður ráða ferðinni.

Til dómstóla á að ríkja traust.


mbl.is Guðjón víkur ekki sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun til að lögmæta gyðingahatur hnekkt

Með afturköllun borgarstjórnar á tillögu um viðskiptabann á Ísrael var hnekkt tilraun vinstrimanna að gera gyðingahatur lögmætt. Engin rök standa til þess að velja Ísrael sérstaklega til að herja á vegna deilna sem þeir eiga við nágranna sína.

Einfaldur samanburður, líkt og Hans Haraldsson gerir, sýnir svo ekki verður um villst að hvatirnar að baki tillögunni voru ekki virðing fyrir mannréttindum eða mannelska heldur hrátt hatur á fólki sem evrópsk hefð er fyrir að hata.

Í skjóli umræðuleysis eiga hatursfullir einstaklingar greiða leið að stjórnkerfum hér á landi. Einkum þegar um er að ræða einfeldninga eins og þá sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Umræðan afhjúpaði viðrinishátt vinstrimeirihlutans í Reykjavík.


mbl.is Samþykktu að draga tillöguna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launastefna lýðveldisins, verkefni verkalýðshreyfingar

Eftir hrun var friður á vinnumarkaði. Launamenn könnuðust við alvarlega stöðu þjóðarbúsins og sömdu um hóflegar launahækkanir.

Rökrétt framhald af skynseminni sem réð ríkjum eftir hrun væri að móta almenna launastefnu sem tæki mið af heildarhagsmunum.

Með því að verkalýðshreyfingin var ráðandi aðili í stærstu fyrirtækjum landsins, í krafti lífeyrissjóða, voru allar forsendur að móta launastefnu á almennum markaði sem gætu verið fyrirmynd að samningum opinberra starfsmanna.

Illu heilli lét verkalýðshreyfingin tækifærið sér úr greipum ganga og kjarasamningar fóru i gamalkunnan farveg.

Það ætti ekki að vera óyfirstíganlegt að móta almenna launastefnu sem yrði viðmið fyrir kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin á almenna markaðnum yrði að láta af þeim ósið og semja um lágmarkslaun en taka upp raunlaunastefnu, sem gildir í opinbera geiranum. 

 


mbl.is Gengur ekki upp að breikka bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðir Merkel og gagnrýnin

Spiegel nefnir Merkel kanslara ,,móður Merkel" á forsíðu með tilvísun í dýrlinginn móður Teresu sem hjálpaði útskúfuðum. Jákvæðni Merkel gagnvart flóttamönnum skilaði Þjóðverjum jákvæðri umfjöllun - sem þeir kunna vel að meta í ljósi sögunnar.

Forseta Króatíu þykir lítið til móður Merkel koma og biður um að kanslarinn lagi ringulreiðina vegna flóttamanna.

 


mbl.is Kynþáttahatrið sameinar þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenfyrirlitning og strákar sem kynlífsleikföng

Í bókinni Bóksalinn frá Kabúl lýsir Åsne Seierstad hvernig kvenfyrirlitning og barnaníð helst í hendur meðal múslíma í Afganistan. Konur eru geymdar inn á heimilum en bardagamenn taka sér unga stráka til að svala fýsnum sínum.

Samkvæmt frétt New York Times heitir barnaníðið sérstöku nafni, ,,bacha bazi", eða strákaleikur.

Menning sem elur af sér iðju af þessu tagi mun seint aðlagast vestrænum lífsgildum.


mbl.is Hunsa barnaníð bandamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórn er skemmda eplið í stjórnmálamenningunni

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur lítur á pólitík sem tækifæri til að þröngva sértrúarsjónarmiðum upp á almenning. Meirihlutinn lítur ekki á sig sem þjónandi yfirvald heldur handhafa sannleikans.

Á tímum Jóns Gnarr var sértrúarhyggjan falin undir kímni en birtist okkur núna grímulaus.

Gyðingahatrið í tillögu um viðskiptabann á Ísrael var til umræðu í borgarkerfinu í eitt ár, segir Björk Vilhelmsdóttir.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill fá okkur til að trúa því að tillagan hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til Bjarkar.

Tillaga löðrandi í gyðingahatri var sem sagt að velkjast í borgarkerfinu í eitt ár án þess að nokkur lét svo lítið að benda á að hugarfarið að baki væri ekki beinlínis viðfelldið, svo vægt sé til orða tekið.

Skemmda eplið í stjórnmálamenningunni mun halda áfram að eyðileggja út frá sér.


mbl.is Hvorki vanhugsað né mannréttindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímskt umsátur um Evrópu

,,Evrópa stendur frammi fyrir sjálfsmorði," segir í samantekt Die Welt á umfjöllun evrópskra fjölmiðla um flóttamannavandann. Eftir samúðarbylgjuna sem fylgdi fyrsta fréttasnúningnum á flóttamönnum gætir vaxandi tortryggni í Evrópu.

Fréttir um fölsuð sýrlensk vegabréf þar sem fólk frá ríkjum þar sem ekki ríkir stríðsástand, t.d. Albaníu, reynir að fá hæli sem bátaflóttamenn gera ekki annað en að auka á tortryggnina.

Bylgja flóttamanna sem skellur á Evrópu er múslímsk. Í Vestur-Evrópu eru fyrir fjölmenn samfélög múslíma sem illa gengur að láta samlagast vestrænum siðum. Austur-Evrópuþjóðir streitast gegn því að samfélög múslíma skjóti þar rótum enda veit það ekki á friðsæld.

Evrópsk stjórnmál munu draga dám af umræðunni og verða harðari og öfgafyllri en um langa hríð.


mbl.is Mikill minnihluti frá Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaða samfylkingarkynslóðin

Fyrrum formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík segir sömu pólitíkina ráða í Samfylkingu og fyrir hrun og sömu einstaklingana sitja í þingsætum flokksins - varamennirnir séu líka gamlingjar á flokksvísu.

Kynslóðin sem vísað er til er sú sem fékk einstakt tækifæri eftir hrun til að setja mark sitt á lýveldissöguna. Með 30 prósent fylgi vorið 2009 og forsætisráðherra í ríkisstjórn vinstriflokka var Samfylking í dauðafæri að breyta íslenskum stjórnmálum varanlega. Niðurstaðan í þingkosningum fjórum árum síðir segir allt sem segja þarf: með 12,9 prósent fylgi henti þjóðin Samfylkingunni út í hafsauga.

Eftir tvö ár í stjórnarandstöðu er fylgishrun Samfylkingar margstaðfest. Flokkurinn kemst hvorki lönd né strönd og flokksstjórnarfundurinn um helgina breytir engu þar um. Hvergi bólaði á nýskapandi hugsun né vilja til að endurmeta pólitíkina sem leiddi Samfylkinguna út í eyðimörkina.

Misheppnaða samfylkingarkynslóðin er sama kynslóðin og stofnaði flokkinn. Líklega var aldrei von. Eins skiptið þegar flokkurinn fékk fylgi sem að kvað var þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun. Síðast þegar viðlíka áfall reið yfir þjóðina var í móðuharðindunum í lok 18. aldar þegar Ísland vær nærri úrskurðað óbyggilegt.

Samkvæmt því er næsti sjens Samfylkingar í kringum árið 2200.


mbl.is Samfylkingin föst í gömlu frösunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingar; nasistar eða hippar?

Víkingar og samnefnd öld, frá um það bil 800 til 1100, gjalda fyrir það að nær allar samtímaheimildir um þá eru skrifaðar af kristnum munkum. Þeir kristnu gáfu víkingum ekki góða umsögn.

New York Times fjallar um endurreisn víkingamenningar í Noregi og vandræðin við að setja kjöt á beinagrind heimilda sem forfeður okkar skilja eftir sig.

Niðurstaða, með eðlilegum fyrirvara, er að víkingar voru hvorki rasískir fasistar né góðlegir hippar heldur eitthvað þar á milli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband