Fyrir 100 þús. kr. verður maður Sýrlendingur

Allir vilja hjálpa Sýrlendingum enda þeir fengið mesta umfjöllun fjölmiðla. Af því leiðir er eftirsótt af flóttamönnum að vera Sýrlendingur. Það kostar aðeins 750 evrur að verða sér úti um falsað sýrlenskt vegabréf, eða liðlega 100 þúsund íslenskar krónur.

Hollenskur blaðamaður sagði að hægt væri að fá sýrlenskt vegabréf á innan við 40 klukkustundum. Hann notaði mynd af Rutte forsætisráðherra Hollands og fékk falsað vegabréf út á þá mynd og 750 evrur.

Die Welt segir frá þessari einföldu aðferð til að fá fjölmiðlavænan flóttamannaprófíl.

 


mbl.is Brestir í sameinaðri Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírötum er illa við íslenskt samfélag

Píratar hafa horn í síðu samfélagsins. Þeir leggja sig í framkróka að mála sem dekksta mynd af Íslandi. Tvö ný dæmi undirstrika viðhorf leiðandi Pírata til samfélagsins sam hefur fóstrað þau.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata talar um ,,vald sem viðbjóð" og vísar í vald þingmanna til að setja lög í landinu. Það þarf all nokkra ímyndun til að hugsa um alþingi sem viðbjóð. Upphaflega var alþingi vettvangur til úrlausn sameiginlegra mála þeirra sem byggja þetta land, þar voru lögin rétt, fitjað upp á nýmælum og dæmt. Eftir endurreisn alþingis á 19. öld varð það í nokkrum skrefum að þjóðþingi Íslendinga, sem hvorttveggja í senn er málstofa þjóðarinnar og handhafi löggjafavaldsins, - sem er í þágu þjóðarinnar. Að tala um ,,viðbjóð" í þessu samhengi er lítilsvirðing gagnvart þjóðinni ef ekki hrein hatursorðræða.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á sæti í framkvæmdaráði Pírata. Hún stígur á stokk og hraunar yfir skólakerfið, sem hún telur að hafi brugðist sér. Af orðum Þórhildar Sunnu má ráða að skólar á Íslandi séu ekki börnum bjóðandi. Alþjóðlegar kannanir sýna á hinn bóginn að íslenskum börnum líður öðrum börnum betur í skóla.

Orðræða Pírata er ný útgáfa af möntru Samfylkingar og Vg frá síðasta kjörtímabili um ,,ónýta Ísland."

   

 


Helmingur hælisleitenda frá Albanínu

Í Albanínu ríkir friður en þaðan kemur helmingur allra hælisleitenda til Íslands, samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneytinu.

Önnur ríki, þar sem engin stríðsátök standa yfir, en eiga samt fulltrúa í röðum hælisleitenda eru Hvíta-Rússland, Makedónía, Kósóvó og Palestína. Innan við fimmtungur hælisleitenda kemur frá Sýrlandi.

Samkvæmt þessum tölum er meginþorri hælisleitenda hér á landi fólk í leit að betri lífskjörum.


mbl.is 192 hafa sótt um hæli hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband