Bandarísk hermennska í 70% ríkja heims

Bandaríkin eru með hernaðarviðveru í 135 ríkjum í heiminum, en það eru um 70 prósent af öllum ríkjum jarðarkringlunnar. Tölfræðin birtist í grein í dag í Nation, þar sem fjallað er um hernaðaríhlutun Bandaríkjanna.

Viðfangsefni greinarinnar er starfsemi sérsveita, Special Operations Command (SOCOM), sem Bandaríkin beita fyrir sér án þess að hafa hátt um það.

Hernaðarviðvera þarf ekki að þýða vopnaskak sérsveitanna, en felur alltaf í sér hernaðarviðbúnað í einu formi eð öðru.

Bandaríkin eru réttnefnd heimslögga. Önnur spurning er hversu áhrifarík þessi alheimslögga er.

 


Samherji kaupir umfjöllun

Á fésbók birtist texti í þágu Samherja sem almannatengslafyrirtækið KOM kaupir. Textinn auglýsir Samherja sem fórnarlamb í deilum við Seðlabanka. Í Viðskiptablaðinu, en þaðan eiga eigendur KOM rætur sínar, er grein sem rekur raunir Samherja.

Þessi aðferð, að kaupa sér stöðu á fjölmiðlamarkaði í deilum við yfirvöld, er ættuð úr smiðju Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Hann og Þorsteinn Már forstjóri Samherja voru viðskiptafélagar í Glitni og e.t.v. fleiri útrásarævintýrum.

Samherjamenn una því ekki að vera teknir til rannsóknar. Þeir vilja vera ríki í ríkinu, hafnir yfir lög og rétt. Í Samherjalandi eru sumir jafnari en aðrir, rétt eins og á tímum útrásar. Við vitum öll hvernig fór fyrir þeirri sjóferð.

Úrásin kenndi okkur klíkuauðvald er vond tegund auðvalds. Útrásin kenndi okkur líka að veikar stofnanir eru ávísun á alræði auðmanna. Við afþökkum Samherjaland.


Bölvun Íraks-stríðsins

Beint samhengi er á milli flóttamannavanda mið-austurlanda, uppgangs Ríki íslams og lamaðs öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna annars vegar og hins vegar Íraks-stríðsins 2003.

Bandaríkin og Bretland höfðu forystu um að steypa Saddam Hussein einræðisherra af stóli. Yfirskinið var að Hussein ætti gereyðingarvopn - sem aldrei fundust.

Eftir fall Hussein gekk í garð borgarastyrjöld, sem leysti úr læðingi öfgaöfl eins og Ríki íslam. Borgarastyrjöldin í Írak smitaði út frá sér og Sýrland varð fórnarlamb.

Bandaríkin vilja gjarnan taka Hussein á Assad Sýrlandsforseta í öryggisráðinu og fá alþjóðlega samþykkt fyrir aðgerðum. Bölvun Íraks-stríðsins hvílir eins og mara á alþjóðasamfélaginu, og vestrænum almenningi, og Bandaríkin komast hvorki lönd né strönd.

Bandaríkin eru nógu öflug að steypa ríkisstjórnum af stóli en of veik til að setja saman lífvænleg samfélög eftir fall einræðisherra. Þá skortir Bandaríkin dómgreind til að skilja hvenær stórveldi ætti að halda að sér höndunum fremur en að grípa til aðgerða.

 


mbl.is Trúverðugleikinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband