Víkingar; nasistar eða hippar?

Víkingar og samnefnd öld, frá um það bil 800 til 1100, gjalda fyrir það að nær allar samtímaheimildir um þá eru skrifaðar af kristnum munkum. Þeir kristnu gáfu víkingum ekki góða umsögn.

New York Times fjallar um endurreisn víkingamenningar í Noregi og vandræðin við að setja kjöt á beinagrind heimilda sem forfeður okkar skilja eftir sig.

Niðurstaða, með eðlilegum fyrirvara, er að víkingar voru hvorki rasískir fasistar né góðlegir hippar heldur eitthvað þar á milli.


Dagur gerir Ísland að kjánalandi

Með Jóni Gnarr hvarf afsökunin fyrir lélegri stjórnsýslu og fáránlegum tiktúrum í æðstu stjórn höfuðborgarinnar.

Viðskiptabann á Ísrael til að þóknast Hamas-vináttu fráfarandi borgarfulltrúa er stjórnsýsla sem ekki á að sjást.

Dagur hlýtur að axla ábyrgð á þessum mistökum.


mbl.is Vill alla flóttamenn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll: Samfylkingin verkfæri blogghersins

Bloggherinn sem myndar stemningu í samfélaginu í kringum meint dráp á hundinum Lúkas og önnur þjóðþrifamál er bandamaður Samfylkingar, segir Árni Páll Árnason formaður. Hann nefndi ekki bloggherinn á nafn en öllum má vera ljóst hvað hann á við með þessum orðum:

Ný stjórnmál þurfa nýja umgjörð og við eigum að gera tilraun til að skapa hana á grunni Samfylkingarinnar. Hér, eins og alls staðar annars staðar, spretta upp hreyfingar fólks til að berjast fyrir samfélagsumbótum. Flóttamenn. Makríllinn. Druslugangan. Reynslan frá hruni. Það skortir ekkert á vilja fólks til að leggja gott af mörkum. En hér, eins og um alla Evrópu, er fólk líka að átta sig á þeirri hættu að sjálfsprottnar hreyfingar verði til af miklu afli, en skorti úthaldið til að koma breytingum í höfn. Þær geti orðið eins og glæsileg flugeldasýning: Heillandi en endist alltof stutt til að knýja fram raunverulegar breytingar. Aftur og aftur höfum við séð sköpunarkraftinn, vonina og orkuna sem myndast þegar fólk hópast saman, en svo vantar tækið til að koma málum áfram. Afleiðingin verður vonbrigði og sundrung, vonleysi, biturleiki og uppgjöf.

Samfylkingin stendur ekki fyrir neitt annað en andóf og flugeldasýningar. Makríllinn, sem formaðurinn nefndi, er tákn um vel heppnaða aðgerð Samfylkingar, að lama störf alþingis sem ekki gat sett lög um makrílveiðar vegna málþófs Árna Páls og félaga.

Bloggherinn er annað orð yfir stjórnmál móðursýkinnar. Og það er ekkert nýtt að liðsmenn Samfylkingar gefi sig móðursýkinni á vald. Varaformaður flokksins notar orðbragð á alþingi sem fæstum dettur í hug að eigi þar heima. Borgarstjóri Samfylkingar gaf sig dómgreindarleysinu á vald þegar hann samþykkti viðskiptabann á Ísrael.

Nálgun Árna Páls er þessi: snúum veikleika okkar upp í stefnumál, förum alla leið með bloggherinn að bandamanni. Veðjum á að þjóðin kaupi flugeldastjórnmálin okkar.

Verði Samfylkingunni að góðu.


mbl.is Tími til að borga reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband