Samfylkingin hækkar skatta í skjóli ófriðar

Hækkun grunnlífeyris og viðtaka 500 flóttamanna mun kosta hærri skatta. Nema að skorið verði niður á móti útgjaldaaukanum.

Samfylkingin er eyðsluflokkur. Til að fela skattahækkanir efnir flokkurinn til samfélagsófriðar, samanber síðasta kjörtímabil þegar landsbyggð og þéttbýli var att saman af hálfu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.

Ófriðsamur eyðsluflokkur á ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni. Samfylkingin mælist með tíu prósent fylgi.


mbl.is Grunnlífeyrir hækki í 300 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og Rússar skipta með sér Úkraínu

Ríkisstjórnin í Kiev, sem nýtur stuðnings Nató-ríkja og ESB. leggur fram frumvarp um að austurhéruð landsins, sem eru undir stjórn uppreisnarmanna, fá aukna sjálfsstjórn.

Uppreisnarmenn njóta stuðnings Rússa, sem felur í sér að helstu stórveldi meginlands Evrópu, ESB og Rússland, takast á um forræðið yfir Úkraínu.

Fréttir í dag, sjá til dæmis Guardian og BBC, gefa til kynna að stjórnin í Kiev sé búin að lofa bakhjörlum sínum, Bandaríkjunum og ESB, að breyta stjórnarskránni til að koma til móts við uppreisnarmenn.

Þjóðernissinnar í Kiev telja stjórnarskrárbreytinguna upphafið að því að Úkraína klofnar í austur- og vesturhluta.

 


Flóttamenn í Hrísey, Núp og Bolungarvík

Baugsskáldið býður sumarbústað í Hrísey, Séð- og heyrt hjón í Reykjavík bjóða íbúð í Bolungarvík og núna er það Núpur í Dýrafirði sem leggur til gömlu heimavistina.

Flóttamenn eiga sem sagt að búa á stöðum sem Íslendingar flýja.

Við erum virkilega rausnarleg.


mbl.is Bjóða Núp fyrir flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, bænir og morð

Í eitt ár var Abu Abdullah eftirlýstasti maðurinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Abu Abdullah skipulagði 15 sjálfsmorðsárásir þar sem um 100 manns dóu, sum börn. Hann tilheyrir Ríki íslams og segist vilja búa í landi með sharía-lögin sem hornstein.

Abu Abdullah segir í viðtali, sem birtist í Guardian að undirbúningur tilræðanna var alltaf sá sami. Hann og sjálfsmorðskandídatinn báðust fyrir áður en Abduallah ók morðingjanum á vettvang.

Spurður hvort hann sjá ekki eftir að drepa saklausa, þar á meðal börn, svarar Abu Abdullah:

Flestir þeirra sem tilræðinu var beint að voru lögmæt skotmörk. Aðrir sem dóu fá góða viðtöku hjá guði.

Og það er auðvitað huggun harmi gegn að guð þeirra félaga í Ríki íslam taki vel á móti blessuðum börnunum sem þurft að deyja svo að guðs ríki megi skjóta rótum hér á jörð.


mbl.is Eyðilögðu hluta Bel hofsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarliðar á popúlistavagni vinstrimanna

Stjórnarliðarnir Unnur Brá Konráðsdóttir, Elín Hirst og Eygló Harðardóttir kynntu undir yfirboðum um að Ísland reddaði flóttamannavandamáli heimsins á einni helgi.

Eygló talað fjálglega um að fá stuðning almennings við móttöku flóttamanna. Óðara vildu einhverjir gefa börnum flóttafólks leikföng. Baugsskáldið Hallgrímur Helgason sýndi sérstaka manngæsku með því að bjóðast til að lána sumarbústað sinn Hrísey fyrir vegalausa. Skáldið tímdi vitanlega ekki íbúðinni í Reykjavík - best að hola flóttamönnum sem lengt frá öldurhúsum miðborgarinnar þar sem heimsmálin eru leyst yfir glasi.

Í útlöndum er talað um vanda flóttafólks af alvöru. Valdamesti stjórnmálamaður Evrópu um árabil, Angela Merkel, kanslari Þýskalands stendur ekki frammi fyrir stærra vandamáli í langan tíma.

Látum vera þótt pólitískir lukkuriddarar á vinstri væng stjórnmála komi með tillögur um að Ísland taki við fimm þúsund flóttamönnum. Örvænting vinstriflokka lætur ekki að sér hæða.

En við sem kusum Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk og tölum máli ríkisstjórnarinnar eigum betra skilið en að stjórnarliðar hoppi á popúlistavagn vinstrimanna. 

 


mbl.is Ekki leyst fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Íslands á úkraínskum flóttamönnum

Vegna hernaðar Nató-ríkja og ESB í Úkraínu eru í vesturhluta landsins um 1,4 milljónir flóttamanna, samkvæmt Die Welt.Í austurhluta landsins eru 1,5 til 3 milljónir flóttamanna.

Ísland styður stríðsrekstur Nató-ríkja og ESB í Úkraínu með því að taka þátt í viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þar með berum við ábyrgð á úkraínskum flóttamönnum. Á hinn bóginn berum við ekki neina sambærilega ábyrgð á flóttamönnum frá Mið-Austurlöndum.

Við hljótum að axla þessa ábyrgð og bjóða úkraínska flóttamenn velkomna til Íslands.


mbl.is „Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valið er á milli kristni og afmenningar

Biblían og útlegging á texta hennar í gegnum tíðina er samofin menningu okkar. Án skilnings á þessum boðskap yrðum við í menningarlegu tómarúmi.

Kristni er ekki spurning um trú heldur menningu. Af þessu leiðir að trúarsannfæring er aukaatriði í umræðunni um hvort kristni skuli veigamikill þáttur í skólastarfi eða ekki.

Aðeins afmenningarflokkar á vinstri væng stjórnmálanna láta sér til hugar koma að ryðja kristni úr grunnskólum landsins.

 


mbl.is Verða ekki skilin til hlítar án þekkingar á kristnum fræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland leysir ekki alþjóðlegan vanda - fremur gæði en magn

Flóttamenn í heiminum hlaupa á milljónum, ef ekki tugmilljónum. Ríkjasamböndum eins og Evrópusambandið standa ráðþrota frammi fyrir straumi flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Í öðrum heimshlutum standa stór ríki, Bandaríkin og Ástralía til dæmis, frammi fyrir erfiðleikum vegna flóttamanna.

Ísland mun ekki leysa þennan alþjóðlega vanda, alveg saman hvort við tökum við 50 flóttamönnum eða 500 þúsund. Alveg óháð því hve mörgum flóttamönnum Ísland tekur við verður vandinn óleystur.

Við ættum að taka við fáum flóttamönnum en kappkosta að gera það vel.

Við þekkjum af reynslu nágrannaþjóða að of stríður straumur innflytjenda skapar þjóðfélagslega togstreitu sem endar með ófriði. Gerum hvorki okkur né flóttamönnum þann bjarnargreiða að hrúga þeim inn í landið til að geta barið okkur á brjóst eins og farísearnir forðum, sem þóttust betri en aðrir.


mbl.is „Getum tekið á móti mun fleiri en 50“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höftin og sérstakur saksóknari

Höftin beindust að stórnotendum gjaldeyris. Þau virkuðu vegna þess að samhliða þeim var friður á vinnumarkaði. Almenningur sætti sig við aukna vinnu en lægri kaupmátt vegna falls krónunnar.

Ein meginástæðan fyrir samstöðunni er að embætti sérstaks saksóknara var sett á laggirnar til að rannsókna útrásarglæpi og koma lögum yfir höfuðpaura hrunsins.

Án sakamálauppgjörs hefði stuðningur almennings við höft verið minni. Réttlæti var forsenda fyrir fórnfýsi almennings.

 


mbl.is Höftin virkuðu fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marteinn Lúther mestur byltingarmanna

Vinstriútgáfan Guardían teflir fram lista yfir tíu ,,bestu" byltingarmennina í sögunni. Þar er að finna m.a. Trotsky, Zapata, Rósu Lúxembúrg, Robespierre og Che Guevara. Allt er þetta frambærilegt byltingarfólk.

Maður sem toppar þau öll er samt sem áður Marteinn Lúther sem undir lok miðalda skoraði kaþólsku kirkjuna á hólm með þeim afleiðingum að Evrópa skiptist í tvennt.

Byltingarfólk Guardian gerði sig gildandi í ár eða áratugi; Marteinn múnkur í árhundruð.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband