Játning vinstrimanns: velferð veldur vesaldómi

Hugsunin á bakvið almannatryggingar, þegar kerfið var leitt í lög á síðustu öld, var að styðja fólk með skerta starfsorku. Velferðin vindur upp á sig og er orðin að hvatningu til sjúkleika. Fullfrískt fólk leiðist út í vesaldóm vegna þess að velferðin borgar fyrir uppgjöf.

Segir Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar um leið og hún tilkynnir að hún sé hætt í pólitík.

Það má velta fyrir sér hvort forsendan fyrir játningu Bjarkar sé einmitt sú að hún ætlar að hætta í pólitík.


mbl.is Björk hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslur og óþarfir stjórnmálaflokkar

Stjórnmálaflokkar eru á framfæri almennings með þeim rökum að þeir setji saman pólitíska valkosti sem þjóðin tekur afstöðu til í kosningum. Á milli kosninga er ætlast til þess að stjórnmálaflokkar standi fyrir pólitískri umræðu er endurskoði pólitíska stefnu í ljósi reynslu og nýrra hugmynda.

Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða teknar upp um helstu mál vera stjórnmálaflokkar óþarfir. Þjóðin mun skipa sér í fylkingar m.t.t. þess máls sem fer til atkvæða hverju sinni. Samfellan hverfur í pólitískri umræðu sem stjórnmálaflokkar tryggja við núverandi fyrirkomulag.

Fyrirsjáanlega verður stjórnmálaumræðan brotakenndari og æsingaumræðan eykst ef við hverfum frá núverandi fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis yfir í kerfi með reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum.


Hryðjuverkamenn í röðum flóttamanna

Í Frakklandi er leitað að hryðjuverkamanni meðal flóttamanna sem bíða eftir því að komast til Bretlands. Samkvæmt Telegraph er maðurinn liðsmaður Ríki íslams og er skilgreindur sem hryðjuverkaógn.

Fjöldin allur af múslímum í Vestur-Evrópu fer til Sýrlands og Írak undanfarið til að stríða í þágu spámannsins. Aftenposten tekur saman tölur yfir múslíma með vestræn vegabréf að berjast undir merkjum Ríkis íslam og nefnir töluna 20 þúsund.

Múslímar með vestræn vegabréf eru staðkunnugir í uppeldislöndum sínum og þekking á staðháttum er ein forsenda fyrir árangursríkum hryðjuverkum.

Flóð flóttamanna frá Sýrlandi til vesturlanda auk staðkunnáttu hryðjuverkamanna auðveldar skipulagningu og framkvæmd hryðjuverka.


mbl.is Ríki íslams að búa til efnavopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband