Evrópa á leið í pólitíska ísöld - Íslandi óviðkomandi

Eftir falla kommúnismans fyrir 25 árum stóðu vonir til að þýða yrði milli stærstu þjóða Evrópu. Sú von brást þegar Rússar voru einangraðir frá friðsamlegri þróun með því að ríki Varsjárbandalagsins voru tínd upp í Nató.

Tilvist Nató, eftir að Varsjárbandalagið leið undir lok, var yfirlýsing stóru Vestur-Evrópuríkjanna og Bandaríkjanna að öryggismál álfunnar skyldu ákveðin einhliða. Til skamms tíma gekk það snurðulaust fyrir sig, eða þangað til kom á Úkraínu.

Þá settu Rússar Nató-ríkjunum stólinn fyrir dyrnar. Úkraína verður um fyrirsjáanlega framtíð vettvangur togstreitu stórveldanna. Engin leið er fyrir Nató-ríkin að sigra í þessari deilu. Rússar geta á hvaða tíma sem er sett þrýsting á veikburða Nató-ríki, t.d. Eystrasaltslöndin, og sent rússneska hermenn að berjast í Úkraínu.

Stríðsástandið í Úkraínu mun leiða til erfiðari samskipta þjóða í Austur-Evrópu þar sem sífellt vofir yfir að átökin fari úr böndunum. Þegar flóttamenn frá stríðshrjáðri Úkraínu taka að streyma vestur mun vandinn magnast. 

Ísland á ekki að láta teyma sig út í pólitíska ísöld á meginlandi Evrópu.

 


mbl.is Ítrekaði stuðning við þvingunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnisminn hrundi á landamærum; ESB líka

Kommúnisminn hrundi þegar ekki var hægt að stöðva för fólks vestur yfir Berlínarmúrinn. Sumir fóru beint yfir múrinn en aðrir í gegnum Ungverjaland eða Tékkóslóvakíu. Þegar landamæri kommúnistaríkjanna hrundu fór yfirbyggingin sömu leið.

Evrópusambandið stendur frammi fyrir ónýtu Schengen-landamærasamstarfi sökum þess að aðildarríki ESB geta ekki komið sér saman um stefnu í málefnum flóttamanna frá Mið-Austurlöndum og Afríku.

Þjóðríkin munu eitt af öðru taka upp vörslu landamæra sinna. Þar með er einn af fjórfrelsið í hættu, sem er hornsteinn Evrópusambandsins. Eftir að settar eru hömlur á fólksflutninga gætu skorður verið reistar við flæði vöru, þjónustu og fjármagns milli ESB-ríkja.


mbl.is Schengen að liðast í sundur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll: Samfylkingin er í rúst

Fyrsta skrefið í endurreisn einhvers er að viðurkenna vandann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar játar í viðtali við RÚV að flokkurinn þarf endurreisnar við. Það er vonum seinna.

Samfylkingin varð að rúst við síðustu kosningar, fékk þá 12,9 prósent fylgi en hafði verið með tæp 30 prósent í kosningunum 2009.

Eitt mál umfram önnur keyrði Samfylkinguna fram af bjargbrúninni, það er ESB-umsóknin misheppnaða. Í stað þess að viðurkenna þá stöðu strax eftir kosningar, t.d. með því að gefa út yfirlýsingu um að ESB-aðild Íslands væri ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð, þá þumbaðist Árni Páll við og hélt dauðahaldi í ónýtasta mál allra mála íslenskrar stjórnmálasögu.

Evrópusambandið er í varanlegu upplausnarástandi sökum þess að núverandi stofnanir sambandsins standa ekki undir umfangi þess. Landamæraeftirlitið virkar ekki og evru-samstarfið virkar ekki. ESB mun þurfa áratugi að rétta sig af. Líklegra er þó að sambandið liðist í sundur á þeim tíma. Á meðan því stendur er óðs mann sæði að gefa aðild gaum. Allir með lágmarkslæsi í pólitík sjá þetta.

Ef Árni Páll kynni eitthvað fyrir sér í pólitík og væri sæmilega hugaður hefði hann átt strax eftir síðustu kosningar að viðurkenna vanda Samfylkingar og losna við líkið í lestinni, ESB-umsóknina.

En Árni Páll kann lítið í pólitík og er bleyða. Hann tók fremur þann kostinn að æða út á Austurvöll með Birgittu Jónsdóttur pírata og krefjast þess að ónýta ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 héldi gildi sínu í Brussel.

Birgitta kemst upp með slíka hegðun vegna þess að hún er í forsvari fyrir viðurkennt og stimplað uppreisnarlið. Samfylkingin var ekki stofnuð sem byltingarflokkur heldur samtök ráðsettra vinstrimanna sem fengið höfðu nóg af innbyrðis hjaðningavígum á 20. öld. 

Árni Páll mun ekki leiða endurreisn Samfylkingar. Formaðurinn er búinn að játa sig sigraðan.

 


mbl.is „Þetta er ekkert rothögg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband