Árni Páll skilur ekki gjaldmiðla

Rikasta fólkið í Grikklandi heldur dauðahaldi í evruna enda auðvelt að flytja auðæfi úr landi þegar gjaldmiðillinn er alþjóðlegur. Evran veldur fátækt í Grikklandi. Annað hver undir þrítugu er atvinnulaus vegna evrunnar. Og vegna evrunnar eru þjóðarskuldir Grikkja 200 prósent af landsframleiðslu.

Hér heima segir formaður Samfylkingar: ,,krónan er ónýt." En það einmitt með krónuna sem Ísland komst hratt og vel frá kreppunni sem Árni Páll og Samfylking kölluðu yfir okkur 2008. Hér er full atvinnu og Ísland skuldar eitthvað um 60 prósent af þjóðarframleiðslu. Árna Páli finnst það ómögulegt ástand.

Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman skrifar pistil um gjaldmiðla og ber saman dollara fjögurra engilsaxneskra þjóða. Hans niðurstað er að gjaldmiðlar smáþjóða standist vel samanburð við lögeyri stórþjóða og að gengisaðlögun sé mikilvægt tæki efnahagsbúskapar fullvalda þjóða.

Ekkert af þessu skilur Árni Páll Árnason. Líklega er það einmitt þess vegna sem hann er formaður Samfylkingar.


mbl.is „Þetta snýst ekki um mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin klúðra ítrekað utanríkismálum

Afskipti Bandaríkjanna af Afganistan og Írak leiddu til aukins ofbeldis, sem ekki sér fyrir endann á. Í Sýrlandi ætlaðuðu Bandaríkin að steypa stjórn Assad en tókst ekki.

Mistök Bandaríkjanna í Írak og Sýrlandi gáfu öfgasamtökunum Ríki íslams færi á að eflast og leggja undir sig stór landssvæði og flæma milljónir burt frá heimilum sínum. Þær milljónir banka nú á dyr Evrópu.

Í Úkraínu stuðluðu Bandaríkin, ástam ESB, að falli Viktor F. Yanukovych forseta landsins í febrúar 2014. Fall hans markaði endalok Úkraínu sem þjóðríkis. Landið er klofið í vestur- og austurhluta og mun ekki gróa um heilt í fyrirsjáanlegri framtíð.

Í stað þess að Bandaríkin stuðli að friði og öryggi í heiminum er stórveldið ítrekað sekt um skammsýni í utanríkismálum.


mbl.is Óttast aðkomu Rússa í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband