60 manna ársfundur Bjartar Framtíðar

Ef taldir eru fjölskyldumeðlimir kjörinna fulltrúa Bjartar framtíðar á þingi og sveitarstjórnum fást líklega í kringum 60 - sami fjöldi og sótti ársfund flokksins.

Á huggulegum fjölskyldufundi er sjálfsagt að móta stefnu í málefnum lands og þjóðar.

Allur almenningur lætur sér fátt um finnast um fjölskyldufundi Bjartar framtíðar.


mbl.is Vilja fleiri flóttamenn hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV þvingar borgarstjóra til að gefa pólitískt rétt svar

RÚV er orðin að áróðursmiðstöð þeirra sem vilja að Ísland taki við nokkur hundruð flóttamönnum, jafnvel þúsundum. Í hádegisfréttum RÚV var borgarstjóri með rökbrellu þvingaður til að gefa pólitískt rétt svar við spurningu sama fréttamans og tók ráðherra til bæna í gær.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vildi síður nefna tölu á fjölda flóttamanna. Fréttmaðurinn beitti þá rökbrellunni um þvingað val, en sú brella er þekktust í spurningunni ,,ertu hættur að berja eiginkonuna?" Hvernig sem svarað er þá er barsmiðum játað.

Orðrétt eru samskipti fréttamanns og boragarstjóra þessi:

Fréttamaður:,,Gæti borgin jafnvel tekið á móti nokkur hundruð flóttamönnum?"

Borgarstjóri: ,,Já, ég held það..."

Fréttamaðurinn fer býsna nærri að leggja borgarstjóra orð í munn og leyfir sér síðan að birta frétt með eftirfarandi uppslætti: ,,Borgin gæti tekið á móti nokkur hundruð". Öllum sem heyrðu fréttina skildist að borgarstjóra vildi síður nefna tölur og láta ríkisstjórnina um að ákveða fjölda flóttamanna sem skuli veitt viðtöku. En það hentar ekki RÚV.

RÚV reynir með brellum og afflutningi orða viðmælenda sinna að fá niðurstöðu sem RÚV er fyrirfram búin að gefa sér.

Vinnubrögð RÚV eru fyrir neðan allar hellur.


Sókrates, Samherji og meginstofnanir samfélagsins

Forn-gríski heimspekingurinn Sókrates var dæmdur að ósekju til dauða í Aþenu. Vinir hans gerðu flóttaáætlun. Sókrates hafnaði flótta með þeim rökum að þótt hann væri saklaus af ákærum komst dómstóll 500 Aþenumanna að niðurstöðu. Það væri ekki Sókratesar að vefengja æðsta dómstól borgarinnar sem ól hann og skóp aðstæður fyrir gjöfult líf. Sókrates drakk eiturbikar Aþenumanna af virðingu fyrir heildarhagsmunum.

Seðlabanki Íslands er ásamt alþingi, stjórnarráði og dómstólum meginstofnun samfélagsins. Eftir hrun voru sett á gjaldeyrishöft í þágu almannahagsmuna. Gjaldeyrishöftin urðu ekki til alsköpuð í einu vetfangi heldur þurfti nokkrar tilraunir. Meginmarkmiðið var skýrt. Almenningur skyldi finna sem minnst fyrir höftunum en stórnotendur gjaldeyris skyldu bera hitann og þungann af þeim. Þetta er sanngjarnt sjónarmið og í þágu heildarhagsmuna.

Seðlabankinn beindi sjónum sínum að nokkrum grunsamlegum atvikum um meðferð gjaldeyris, m.a. að einu öflugasta fyrirtæki landsins, Samherja. Mál Samherja fór í rannsókn hjá embætti sérstaks saksóknara, sem þýðir að aðili óháður Seðlabankanum mat málsatvik þannig að þau réttlættu framhald málsins. Nú hefur réttmæt málsmeðferð í lýðræðisríki leitt til þeirrar niðurstöðu að mál gegn Samherja og stjórnendum skuli felld niður.

Eigendur og talsmenn Samherja eiga nú um tvo kosti að velja. Að fagna niðurstöðunni og halda áfram að gera það sem þeir gera best, að veiða fisk og selja. Í öðru lagi geta Samherjamenn troðið illsakir við meginstofnanir samfélagsins með þeim rökum að sakir á hendur þeim voru rangar.

Meginstofnanir samfélagsins sjá til þess að undirkerfin samfélagsins virki. Eitt mikilvægt undirkerfi er fiskveiðistjórnunarkerfið. Það var sett á þegar Samherji sleit barnsskónum sem lítil útgerð á Akureyri um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Samherji er orðið að einu stærsta fyrirtæki landsins, þökk sé þeirri staðreynd að meginstofnanir samfélagsins eru starfi sínu vaxnar og undirkerfin tikka eins og til er ætlast.

Við hrunið riðuðu meginstofnanir samfélagsins til falls. Æstur múgur gekk um götur og torg og heimtaði uppstokkun á helstu stofnunum samfélagsins og svo sannarlega vildi múgurinn fiskveiðistjórnarnarkerfið feigt.

Meginstofnanir samfélagsins stóðu af sér atlöguna í kjölfar hrunsins. Ekki síst vegna þess að þær sýndu almenningi með verkum sínum að stofnanir starfa í þágu almannaheilla en ekki þröngra sérhagsmuna.

Áður en eigendur og stjórnendur Samherja gera upp við sig hvort þeir ætla una sáttir við málalok í vegna gjaldeyrishaftanna eða efna til ófriðar ættu þeir að íhuga fordæmi Sókratesar. Enginn biður Þorstein Má og Samherjamenn að drekka eiturbikar enda var hann þeim aldrei réttur; þeir eru sýkn saka. Í fullri vinsemd eru Samherjamenn beðnir að fallast á það sjónarmið að ábyrgir aðilar ættu ekki nema í lengstu lög að leggja til atlögu meginstofnanir samfélagsins með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika þeirra.

 

 


mbl.is Sakamál vegna Samherja fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarhjálp þangað sem neyðin er stærst

Neyð flóttamanna í mið-austurlöndum verður ekki leyst með því að veita takmörkuðum fjölda þeirra hælisvist á vesturlöndum. Varanleg lausn á þessum vanda fæst aðeins í heimkynnum þeirra.

Alþjóðleg samtök, Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn, svo dæmi séu tekin, sinna margháttaðri aðstoð við flóttamenn.

Neyðaraðstoð er lausn á skammtímavanda. Til lengri tima þarf stefna vesturlanda gagnvart þessum heimshluta að breytast og taka mið af aðstæðum en ekki innfluttum vestrænum hugmyndum umm hvernig stjórnskipun skuli háttað.

Ísland ætti að einbeita sér að veita neyðaraðstoð þar sem neyðin er stærst, í mið-austurlöndum.


mbl.is Myndir ráði ekki stefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband