Samfylkingin útrýmdi jafnaðarmönnum

Jafnaðarmenn voru einu sinni stór pólitískur hópur sem gerði sig gildandi í fleiri en einum stjórnmálaflokki. Með 9% er Samfylking ekki jafnaðarmannaflokkur. Dótturflokkurinn, Björt framtíð, er það ekki heldur. Tæplega gera Vinstri grænir tilkall til jafnaðarmennsku og þótt svo væri það klénn jafnaðarmannaflokkur sem hangir í 12 prósent fylgi.

Píratar eru vitanlega ekki jafnaðarmenn.

Samfylkingin, sem stofnuð var um aldamót til að sameina jafnaðarmenn, er búin að útrýma þeim. Á 15 árum er búið að slátra pólitískri hefð á Íslandi.

Maður tárast af minna tilefni.


mbl.is Minnsta fylgi Samfylkingarinnar í 17 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen-samstarfið í hættu

Auk þeirra 350 þúsund flóttamanna sem koma í ár yfir Miðjarðarhaf eru 1,4 milljón á vergangi í Vestur-Úkraínu vegna deilna Nató-ríkja og Rússa um forræðið þar í landi. Þessir flóttamenn munu leita í auknum mæli til Vestur-Evrópu.

Í gær var haft eftir Angelu Merkel kanslara Þýskalands að ef ekki tekst að jafna flóttamönnum niður á hvert og eitt ESB-ríki, í samræmi við kvóta, sem Brussel gæfi út, þá yrði hvert ríki fyrir sig að taka upp landamæraeftirlit.

Þar með væri Schengen-samstarfið í uppnámi, en það kveður á um frjálsa för innan Schengen-ríkja, og er Ísland aðili að þessu samstarfi.

Fyrir Ísland er einfalt að taka upp landamæraeftirlit, en nokkru flóknara fyrir ríki meginlands Evrópu.


mbl.is 350 þúsund flóttamenn á átta mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ blekkir með tölum

Á almennum vinnumarkaði er launaskrið sem fer hraðara eftir því sem atvinnuleysið er minna. Í dag er sama og ekkert atvinnuleysi og þar með eru umsamdir kauptaxtar aðeins viðmið, launaskrið kemur sem viðbót.

Á opinbera markaðnum er sama og ekkert launaskrið. Opinberir starfsmenn eru með þau laun sem launataxtar segja.

Þegar forseti ASí slær fram tölum um ólíka hækkun kauptaxta á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hins vegar þeim opinbera þá er hann að bera saman epli og appelsínur.

 


mbl.is Hækkanir frá 18 til 45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband