Vinstrimenn í leit ađ foringja - Ögmundur Corbyn

Vinstrimenn á Íslandi eru án foringja sem getur vísađ ţeim veginn úr ófćrunni. Sigur Jeremy Corbyn, í Bretlandi, vekur athygli á foringjafćđ vinstrimanna á Fróni.

Tillaga ţingmanna vinstriflokkanna, plús Birgittu pírata, um ađ auka vćgi persónukjörs viđ ţingkosningar er hvorki líkleg til ađ bćta málefnastöđu ţeirra né ađ leiđa fram nýjan foringja.

Svo áfram sé haldiđ međ ţann breska ţá haldast málefni og foringjar í hendur. Corbyn er holdtekja róttćkrar vinstristefnu sem var ýtt út á jađar Verkamannaflokksins ţegar Tony Blair varđ leiđtogi flokksins. 

Íslensk uppskrift ađ Corbyn er jađarpólitíkus Vinstri grćnna, Ögmundur Jónasson. Gamall í hettunni eins og Corbyn og úti á kanti í eigin flokki. 

 

 

 


mbl.is Vilja persónukjör í kosningum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran, flóttamenn og Ţýskaland

Ţjóđverjar sitja á háum hesti í efnahagsmálum evru-svćđisins og geta skipađ öđrum ţjóđum ađ herđa sultarólina međ ađhaldsađgerđum. Ţjóđverjar taka á móti flestum flóttamönum af öllum ESB-ríkjum.

Í krafti gestrisninnar eru Ţjóđverjar í ţeirri stöđu ađ krefja ađrar ESB-ţjóđir um viđtöku fleiri flóttamanna.

Annađ tveggja gerist; ađ ESB-ţjóđir láti gott heita og hlýđi ţýskum eđ hitt ađ ţćr segi sem svo ađ ţar sem Ţjóđverjar grćđi mest á evrunni sé réttast ađ ţeir sjái um flóttamannavanda álfunnar.


mbl.is Hert eftirlit í Austurríki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flóttamannastefna Svía - víti til ađ varast

Kanadamenn eru frjálslyndir í flóttamannamálum en viđurkenna ađ Svíar séu ţeim fremri ađ taka á móti og halda uppi flóttamönnum. Í grein í The Globe and Mail er fariđ yfir reynslu Svía af frjálslyndinu. Ein ađalheimildin er Svíi af kúrdískum uppruna, Tino Sanandaji, sem er hagfrćđimenntađur.

,,Flóttamenn utan Evrópulanda ađlagast ekki vel", segir Sanandaji, ,,48 prósent af innflytjendum á starfsaldri eru án vinnu. Jafnvel eftir 15 ár í Svíţjóđ er atvinnuţátttaka ţeirra ađeins um 60 prósent."

Ađrar tölur frá Svíaríki, skv. Sanadaji: 42 prósent langtímaatvinnulausra eru innflytjendur; 58 prósent af velferđargreiđslum fara til innflytjenda; 45 prósent af börnum međ lélega útkomu í prófum eru börn innflytjenda. Innflytjendur ţéna minna en 40 prósent Svía. Meirihluti ţeirra sem ákćrđir eru fyrir morđ, nauđganir og rán eru ýmist fyrstu- eđa annarar kynslóđar innflytjendur.

Ţegar haft er í huga ađ innflytjendur eru 16 prósent sćnsku ţjóđarinnar eru tölurnar sláandi.

Lćrdómurinn af reynslu Svía er sá ađ ađstođ viđ ţá sem eiga um sárt ađ binda vegna stríđsátaka er best ađ sinna nćrri heimahögum viđkomandi. Stórfelldur innflutningur á flóttamönnum býr til ţjóđfélagsleg vandamál.

 


mbl.is Vegabréf, takk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband