Bretar bjóđa heim múslímum, drepa sína eigin í útlöndum

Bretar bjóđa múslíma velkoma til landsins í sömu andrá og breski herinn drepur breska múslíma í Sýrlandi. Ţrír breskir liđsmenn Ríki íslam féllu í Sýrlandi, tveir fyrir breska hernum en sá ţriđji var drepinn af bandaríska hernum.

Liđsmenn Ríki íslam eru herskáir múslímar. Ţó nokkrir koma frá Vestur-Evrópu. Einn ţeirra ţriggja sem féllu ól međ sér draum um ađ verđa fyrsti breski forsćtisráđherrann af asískum uppruna.

Bretland tekur viđ múslímum, fćđir og klćđir og gefur ţeim fćri á siđmenntuđu lífi. Sumir endurgjalda greiđann međ ţví ađ taka upp vopn gegn vestrćnum gildum undir merkjum Ríkis íslam. Kannski eru ţađ nágrannar eđa skólabrćđur í breska hernum sem fá ţađ verkefni ađ taka múslímska samlanda af lífi án dóms og laga.

Siđmenning okkar er komin ađ ţolmörkum.

 


mbl.is Bretar taka viđ 20.000 sýrlenskum flóttamönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

17% fall norsku krónunnar - Fylkisflokkurinn eldist illa

Norska króna er 17% ódýrari í íslenskum krónum í dag en fyrir ári. Norska krónan fellur til ađ laga sig ađ lćgra olíuverđi, en olía er meginútflutningur frćnda okkar.

Engin umrćđa er í Noregi um ađ krónan sé ónýt eđa ađ Noregur ţurfi inn í Evrópusambandiđ til ađ fá ,,alvöru" gjaldmiđil.

Og yngsta frétt á heimasíđu Fylkisflokksins er orđin ársgömul.

 


Ríkjasmíđi í Sýrlandi og breytt Evrópa

Stríđiđ í Sýrslandi byrjađi veturinn 2011, hluti af arabíska vorinu, lýđrćđisvakningu sem náđi til margra landa í ţessum heimshluta. Assad forseti gerir allt sem hann getur til ađ halda völdum og andstćđingar hans eru margklofnir. Ţeir hćttulegustu eru Riki íslams sem stefnir ađ kalífaríki ţar sem Sýrland og Írak eru nú.

Rússland og Kína styđja Assad forseta. Bandaríkin studdu í öndverđu hófsama uppreisnarmenn en ţeir hafa tínt tölunni í stríđi ţar sem öfgarnar ráđa. Íran styđur einnig Assad forseta. 

Í sumar var haft eftir Obama Bandaríkjaforseta ađ líkur á samkomulagi um nýtt Sýrland hafi aukist međ ţví ađ Rússar og Kínverjar skynjuđu ađ dagar Assad forseta vćru senn taldir. Rússnesk uppbygging í Sýrlandi síđustu vikur bendir til hins gagnstćđa.

Ađalritari Sameinuđu ţjóđanna Ban Ki-moon viđurkennir ađ öryggisráđiđ, ţar sem voldugustu ríkin sitja, hafi brugđist Sýrlandi. Játning ađalritarans er liđur í viđbrögđum alţjóđasamfélagins viđ holskeflu flóttamanna frá Sýrlandi.

Arabar eru meginhluti Sýrlendinga. Flestir ţeirra eru súnní múslímar, einn af hverjum tíu er kristinn og álíka tilheyrir trúflokki alavíta. Assad forseti og nánustu samverkamenn hans eru alavítar. Ef ţeir hverfa frá völdum verđur til valdatómarúm sem verđur ađ fylla til ađ Sýrlandi sé stjórnađ.

Vestrćn nálgun á málefni Sýrlands er ađ smíđa ţurfi nýtt ríki utan um ţá hópa sem landiđ byggja. Fćstir ţessara hópa finna til samkenndar međ sýrlensku ţjóđerni. Ríkjasmíđin verđur torsótt og tímafrek. Međ flóđbylgju sýrlenskra flóttamanna yfir höfđi sér er tíminn knappur á vesturlöndum.

Nýtt Sýrland verđur ekki smíđađ viđ samningaborđiđ á nćstunni. Stríđsátök verđa á dagskrá og heldur mun flóttamannastraumurinn aukast í bráđ fremur en ađ dragi úr honum.

Flóttamenn frá Sýrlandi munu breyta Evrópu, ekki vegna ţess ađ ţeir eru svo margir, heldur af hinu ađ flćđi ţeirra inn í ríki Evrópusambandsins sýnir ađ landamćri ESB virka ekki.

Ţegar ţađ rennur upp fyrir íbúum ESB-ríkja ađ flóttamannavandinn mun ađeins aukast verđur ađ breyta ESB verulega.


Tćknilegt sakleysi og sakleysi er sitthvađ

Tćknilegt sakleysi í sakamálum felur í sér ađ rannsókn leiđir í ljós ađ ćtlađ brot mun ekki leiđa til sakfellingar. Ástćđur fyrir tćknilegu sakleysi geta veriđ margvíslegar, s.s. skortur á refsiheimildum, ónógar sannanir, óskýr lög og reglugerđir.

Í fáum orđum: mađur getur veriđ sekur eins og syndin en tćknilega saklaus.

Málsvörn forstjóra Samherja í gjaldeyrismálinu er í fyrsta lagi ađ hann sé saklaus eins og nýfallin mjöll og í öđru lagi ađ Seđlabankinn láti stjórnast af einhverju öđru en faglegum sjónarmiđum.

Fréttatilkynning Seđlabanka útskýrir málefnalega tćknilegt sakleysi Samherja og forsvarsmanna félagsins.

Seinni liđurinn í málsvörn Samherja, um meintan illvilja Seđlabanka, fćr illa stađist ţar sem embćtti sérstaks saksóknara tók kćru Seđlabanka til efnislegrar međferđar sem leiddi til niđurstöđu um tćknilegt sakleysi. Ef málefnalegar ástćđur vćru ekki ađ baki kćru hefđi ekki fariđ fram rannsókn.

Viđskiptafélagi Ţorsteins Más frá tímum útrásar, Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur viđ Baug, heldur ávallt fram barnslegu sakleysi ţegar á hann eru bornar sakir og kennir illvilja um opinberar ákćrur. Jón Ásgeir er međ fjölmiđla í sinni ţjónustu til ađ undirstrika sakleysi sitt.

Ţorsteinn Már ćtti ađ finna sér betri fyrirmynd en Jón Ásgeir.

 

 


mbl.is Tilraun til ađ breiđa yfir mistök
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband