Schengen búið að vera, ESB líka

Schengen heita sameiginleg landamæri Evrópusambandsins. Schengen á að tryggja eitt af fjórfrelsunum, þ.e frjálsa för fólks.

Voldugasta ríki ESB, Þýskaland, ákveður að afnema Schengen ,,tímabundið" með þeim rökum að flóttamenn séu óviðráðanlegt vandamál án þýskrar gæslu landamæranna.

Tímabundið afnám Schengen voldugasta ESB-ríkisins er fordæmi sem ekki verður kveðið í kútinn í bráð. Aðrar þjóðir munu fylgja í kjölfarið.

Stórveldi taka sér mislangan tíma að leysast upp í frumeindir sínar. Rómverjar tóku sér 250 ár eða þar um bil; Sovétríkin í kringum tíu. Hvað ætli ESB þurfi langan tíma?


mbl.is Flóttafólk stöðvað á landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsjónir og raunsæi í pólitík og lífsviðhorfum

Þverpólitísk leið að flokka stjórnmálaviðhorf fólks er að spyrja hvort það hallist fremur eða hugsjónum eða raunsæi. Hugsjónafólk er bæði til hægri og vinstri í pólitík. Raunsæismenn sækja á miðjuna.

Á hægri vængnum eru frjálshyggjumenn sem gera sölu áfengis í matvörubúðum að kennisetningu. Á vinstri kantinum eru róttæklingar sem vilja afnema þjóðkirkjuna.

Raunsæisfólk í pólitík lætur ekki misúreltar kennisetningar villa sér sýn. Það spyr um greiningu á stöðu mála og leitar að raunhæfum lausnum. Raunsæismenn eru hallir undir reynslurök sem sýna hvað virkar og hvað ekki. Að upplagi er raunsæisfólk íhaldssamt.

Á alþjóðlegum vettvangi takast á hugsjónir og raunsæi. John J. Mearsheimer er bandarískur stjórnspekingur sem sýnir skýrt og skilmerkilega hvernig hugsjónamenn á bandaríkjaþingi og stjórnsýslunni keyrðu keyrðu landið útí ófæru Úkraínu-deilunnar. Á síðustu öld útskýrði David Halberstam mistök Bandaríkjamann í Víetnam út frá hugsjónablindu. Bókin The Best and the Brightest er sígild greining á ófærum hugsjónafólksins.

Íslenskir hugsjónamenn frá dögum kalda stríðsins tóku fjörkipp þegar vesturlönd lögðu sig fram um að mála Pútín Rússlandsforseta sem fasískan arftaka kommúnismans. Núna verða vesturlönd að endurskoða Pútín, vegna þess að hann er bjargvættur þeirra í Sýrlandi.

Flóttamannaumræðan undanfarið vekur löngun hjá hugsjónafólki að bjarga heiminum. Í gær var viðtal í RÚV við konu sem vildi taka til Íslands milljón fóttamenn. RÚV kyndir undir því sem Guðbergur kallar samúðarhræsni og er mörgu hugsjónafólki töm.

Raunsæisfólk, sem ræðir flóttamannavandann, er gjarnan ásakað um kaldlyndi ef ekki verri hvatir. Kalt og yfirvegað mat á aðstæðum er samrýmanlegt skynsamlegri niðurstöðu, bæði í málefnum flóttamanna og öðrum úrlausnarefnum. Öfgar hugsjónafólksins er heimska - og hún og skynsemi eru andstæður.


Þýskaland í bandalag við Pútín vegna flóttamanna

Þungaviktarmaður í stjórnarflokki Merkel kanslara Þýskalands, Horst Seehofer, segir Pútín Rússlandsforseta lykilinn að lausn flóttamannavandans. Flestir flóttamenn koma frá Sýrlandi sem er að liðast í sundur vegna borgarastríðs.

Pútin er stuðningsmaður Assad Sýrlandsforseta sem vesturveldin vilja úr embætti. Þá reyna vesturveldin að einangra Rússa vegna deilunnar um forræðið yfir Úkraínu.

Útspil Seehofer sýnir örvæntingu þýskra stjórnmálamanna vegna holskeflu flóttamanna. Schengen-kerfið er ónýtt en það er einn horsteinn ESB-samstarfsins.Ytri landamæri ESB eru berskjölduð fyrir áhlaupi. Ef ekki tekst að stemma stigu við flóttamannastraumnum munu innviðir bresta í Þýskalandi. Slíkt ástand er Þjóðverjum óbærilegt og þýska stjórnin mun finna fyrir þeirri óánægju.

Pútín getur verið sáttur. Hann er á leiðinni úr kuldanum. Þegar á herðir á valda vesturlönd ekki hlutverki alheimslöggunnar.


mbl.is München komin að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband