Borgarstjórn er skemmda eplið í stjórnmálamenningunni

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur lítur á pólitík sem tækifæri til að þröngva sértrúarsjónarmiðum upp á almenning. Meirihlutinn lítur ekki á sig sem þjónandi yfirvald heldur handhafa sannleikans.

Á tímum Jóns Gnarr var sértrúarhyggjan falin undir kímni en birtist okkur núna grímulaus.

Gyðingahatrið í tillögu um viðskiptabann á Ísrael var til umræðu í borgarkerfinu í eitt ár, segir Björk Vilhelmsdóttir.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill fá okkur til að trúa því að tillagan hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til Bjarkar.

Tillaga löðrandi í gyðingahatri var sem sagt að velkjast í borgarkerfinu í eitt ár án þess að nokkur lét svo lítið að benda á að hugarfarið að baki væri ekki beinlínis viðfelldið, svo vægt sé til orða tekið.

Skemmda eplið í stjórnmálamenningunni mun halda áfram að eyðileggja út frá sér.


mbl.is Hvorki vanhugsað né mannréttindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímskt umsátur um Evrópu

,,Evrópa stendur frammi fyrir sjálfsmorði," segir í samantekt Die Welt á umfjöllun evrópskra fjölmiðla um flóttamannavandann. Eftir samúðarbylgjuna sem fylgdi fyrsta fréttasnúningnum á flóttamönnum gætir vaxandi tortryggni í Evrópu.

Fréttir um fölsuð sýrlensk vegabréf þar sem fólk frá ríkjum þar sem ekki ríkir stríðsástand, t.d. Albaníu, reynir að fá hæli sem bátaflóttamenn gera ekki annað en að auka á tortryggnina.

Bylgja flóttamanna sem skellur á Evrópu er múslímsk. Í Vestur-Evrópu eru fyrir fjölmenn samfélög múslíma sem illa gengur að láta samlagast vestrænum siðum. Austur-Evrópuþjóðir streitast gegn því að samfélög múslíma skjóti þar rótum enda veit það ekki á friðsæld.

Evrópsk stjórnmál munu draga dám af umræðunni og verða harðari og öfgafyllri en um langa hríð.


mbl.is Mikill minnihluti frá Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaða samfylkingarkynslóðin

Fyrrum formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík segir sömu pólitíkina ráða í Samfylkingu og fyrir hrun og sömu einstaklingana sitja í þingsætum flokksins - varamennirnir séu líka gamlingjar á flokksvísu.

Kynslóðin sem vísað er til er sú sem fékk einstakt tækifæri eftir hrun til að setja mark sitt á lýveldissöguna. Með 30 prósent fylgi vorið 2009 og forsætisráðherra í ríkisstjórn vinstriflokka var Samfylking í dauðafæri að breyta íslenskum stjórnmálum varanlega. Niðurstaðan í þingkosningum fjórum árum síðir segir allt sem segja þarf: með 12,9 prósent fylgi henti þjóðin Samfylkingunni út í hafsauga.

Eftir tvö ár í stjórnarandstöðu er fylgishrun Samfylkingar margstaðfest. Flokkurinn kemst hvorki lönd né strönd og flokksstjórnarfundurinn um helgina breytir engu þar um. Hvergi bólaði á nýskapandi hugsun né vilja til að endurmeta pólitíkina sem leiddi Samfylkinguna út í eyðimörkina.

Misheppnaða samfylkingarkynslóðin er sama kynslóðin og stofnaði flokkinn. Líklega var aldrei von. Eins skiptið þegar flokkurinn fékk fylgi sem að kvað var þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun. Síðast þegar viðlíka áfall reið yfir þjóðina var í móðuharðindunum í lok 18. aldar þegar Ísland vær nærri úrskurðað óbyggilegt.

Samkvæmt því er næsti sjens Samfylkingar í kringum árið 2200.


mbl.is Samfylkingin föst í gömlu frösunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband