Sýrland, Úkraína og stöðutaka stórvelda

Stöðutaka Rússa í Sýrlandi síðstu vikur er öðrum þræði svar við tilraunir Nató-ríkja að ná forræði yfir Úkraínu. Pútín færði víglínuna frá bakgarði Rússa til mið-austurlanda þar sem vesturveldin eru í viðkvæmri stöðu.

Stefna Bandaríkjanna í mið-austurlöndum er rúin trausti enda litið á innrásina í Írak 2003 sem klúður er skóp samtökum á borð við Ríki íslams tækifæri til að láta að sér kveða. Bandaríkin eru klunnar, reyna að þjálfa svokallaða hófsama múslíma sem byrja á því að gefast upp og afhenda hryðjuverkamönnum vopn og búnað.

Fyrir utan Ísrael er Saudi-Arabía helsti bandamaður Bandaríkjanna í þessu heimshluta. Fréttir  um að sótt sé að Salman konungi vita ekki á gott fyrir bandaríska hagsmuni.

Væntanlega forsetaskipti í Bandaríkjunum mun torvelda stefnumótun stórveldisins næstu misserin.

Óöldin í mið-austurlöndum er heldur að rísa en hníga. Stöðutaka stórvelda á þessum slóðum eykur ekki friðarlíkurnar.

 


mbl.is Sundrung á meðal leiðtoga heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldið sigrar í Evrópu

Fái þjóðir val kjósa þær fullveldi. Stjórnarfyrirkomulag með fullveldi í öndvegi svarar best kröfum þjóða um að ráða eigin málum. Katalanar kusu fullveldi um helgina og vilja sjálfstæði frá Spáni, eftir misgóða sambúð frá 1714.

Eins og aðrar þjóðir, sem eiga yfirþyrmandi nágranna, t.d. Írland, Skotland og Finnland, kjósa Katalanar aðild að Evrópusambandinu til að halda nágrönnum sínum í skefjum.

Smáþjóðir tryggja fullveldið sitt með ýmsum hætti.


mbl.is Sjálfstæðissinnar með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturlönd tapa í Sýrlandi

Rússar eru með öll trompin á hendi í Sýrlands-deilunni. Í bandalagi við Íran styðja Rússar Assad forseta til að berja niður óaldarflokkinn sem kenndur er við Ríki íslam.

Vesturlönd vildu ríkisstjórnarskipti í Sýrlandi og finna hófsama múslíma til að stjórna landinu. Hófsamir múslímar eru á hinn bóginn vandfundnir.

Írakar eru hluti af bandalaginu með Rússum gegn Ríki íslam. Eins og Íranar eru Írakar flestir sítar og tilheyrir Assad-fjölskyldan sama meið múslíma. Piltarnir í Ríki íslam eru á hinn bóginn súnní-múslímar eins og t.d. Saudi-Arabar.

Trúardeilur eru einn grunnþáttur Sýrlands-deilunnar. Vesturlönd voru heldur sein að fatta það og standa núna eins og illa gerður hlutur með sýrlenska flóttamenn við dyrastafinn og enga bandamenn í Sýrlandi.


mbl.is Vill samstarf gegn Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband