Landsbankinn Isavia-væddur

Ráðagerð um að skrá Landsbankann á markað og selja allt að 30% hlut jafngildir Isavia-væðingu þjóðarbankans.

Isavia-væðing felur í sér tilboð um spillingu. Við getum verið viss um að tilboðinu verði tekið og að færri fá en vilja.

Íslenskir einkabankar settu Ísland nærri á hausinn fyrir sjö árum. Við ættum ekki að endurtaka þann leik.


mbl.is Von á aðhaldsaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða fólkið fær þrefalda yfirhalningu

Veruleikinn leiðréttir góða fólkið; Ísland er ekki með mannskap til að taka á móti nema fáeinum tugum flóttamanna. Góða fólkið vill taka á móti þúsundum.

Brynjar Nielsson setur í samhengi valkvæða elsku góða fólksins á mannréttindum.

Svavar Alfreð Jónsson tekur saman vinsældakapphlaup góða fólksins.


Píratar eru valkostur, ekki vinstriflokkarnir

Almenningur leggur Pírötum lið í skoðanakönnunum sem gerir þá á pappírunum valkost við hefðbundna stjórnmálaflokka. Vinstriflokkarnir ættu undir eðlilegum kringumstæðum að vera mótspyrna við hægristjórn.

Ástæðan fyrir því að vinstriflokkarnir eru ekki kostur í huga kjósenda er tvíþættur. Í fyrsta lagi er mistókst ríkisstjórn þeirra á síðasta kjörtímabili að móta heildstæða stefnu sem kenna mætti við vinstripólitík. Það mistókst að bræða saman tvær hefðir vinstristjórnmála á Íslandi, sem á seinni hluta síðustu aldar áttu heima í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi.

í öðru lagi blasir við skilgreiningarvandi flokksins sem átti að vera kjölfestan á vinstri vængnum. Samfylkingin hefur ekki gert upp við sig hvort hún sé markaðssinnaður miðhægriflokkur ESB-sinna eða jafnaðarmannaflokkur. Samfylkingin var stofnuð sem höfuðból en lætur eins og hún sé hjáleiga.

Vinstri grænir ánetjuðust ESB-stefnu Samfylkingar og skáru þar með af sér alla vaxtarmöguleika í þéttbýli og gereyddu fylginu á landsbyggðinni. Björt framtíð, sem átti að vera vinalega ásjóna vinstrimanna, er andlitslaus fuglahræða á einskinsmannslandi.

Píratar eru valkostur vegna þess að þeir markaðssetja sig sem stjórnmálaafl án fortíðar með framtíðina sem óskrifað blað. Það nægir almenningi sem veit i hjarta sínu að enginn raunverulegur valkostur er við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.


mbl.is Verðum að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband