Ábyrgðin á Hitler

Stalín kallaði sósialdemókrata ,,sósíalfasista" og gerði sitt til að koma í veg fyrir samstöðu kommúnista og krata gegn valdatöku Hitlers í Þýskalandi, sem fór fram á lýðræðislegum forsendum.

Bretland skammaðist sín fyrir aðildina að Versalasamningnum eftir fyrra stríð þar sem Þýsklandi var einu kennt um upphaf fyrri heimsstyrjaldar -  hrein sögufölsun. Afleiðing var friðþæginarstefna gagnvart Hitler sem kom honum á bragðið að krefjst landvinninga.

Bretar og Frakkar útilokuðu Sovétríkin sem bandamann gegn Hitler. Stalín taldi sig kaupa tíma með griðasáttmmálanum viku fyrir upphaf seinna stríðs í Evrópu.

Ábyrgðin á vexti og viðgangi Hitlers og nasista er nokkuð víða. Mest þó hjá Þjóðverjum sjálfum.


mbl.is Að hluta Pólverjum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, kynlíf og heimspeki

Trúariðkun á það sameiginlegt kynlífi að séu athafnirnar hlutlægt skráðar og þeim lýst kemur iðjan fremur hallærislega fyrir sjónir og lítt áhugaverð. Engu að síður stundar fólk hvorttveggja trú og kynlíf af nokkrum móð og talsverðri innlifun nú um stundir sem löngum áður.

Fastur dálkahöfundur Guardian gerir þennan samanburð í pistli þar sem hann reynir að útskýra tilhöfðun trúarinnar. Trú er eins og kynlíf, fáránlegt en virkar, skrifar Jonathan Freedland, sem sjálfur stundar gyðingdóm án þess að gera mikið með yfirnáttúrulega þáttinn, þetta með guð og spámennina í beinu sambandi við æðri máttarvöld.

Kenning Freedland er að trú auki samheldni og sé félagslegur þáttur sem samfélagið geti illa verið án þrátt fyrir skringilegheit trúarsiða. Svo líkingunni sé haldið til haga; trú er meira en tilbeiðsla, kynlíf meira en kirtlastarfsemi.

Trú er valkvæð í okkar heimshluta. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett að tileinka sér hverja þá trú sem vera skal. Rök gegn trú, sem byggja á ófrelsi, eiga ekki lengur við í vestrænni menningu. Annað gildir um mið-austurlönd. 

Gagnrýnni hugsun er oft teflt fram sem valkosti við trúarbrögð. Páll heitinn Skúlason heimspekingur setti fram undir þeim formerkjum eftirfarandi lögmál: það er rangt að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum.

Páll kannaðist við að hnífskörp skynsemin er ein og sér of takmörkuð til að seðja mennskuna. Hann greindi, með aðstoð Charles Sanders Peirce, þrjár leiðir sem við notum samhliða gagnrýnni hugsun að komast að sannindum um heiminn.

Páll nefnir þessar þrjár leiðir þrjóskuleiðina, kennivaldsleiðina og fordómaleiðina og ættu nafngiftirnar að gefa hugboð um hvað er átt við.

Heimspeki og trú geta það sem köld vísindi eru ófær um, orðið ,,þjónustuliður í samskiptum manns og náttúru" eins og Páll Skúlason sagði snemma á ferli sínum. Kynlíf er, samkvæmt skilgreiningu, einnig ,,þjónustuliður" manns og náttúru.


mbl.is Slysið „æðra mannlegri stjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín verður fyrirmynd Þjóðverja

Þjóðverjar draga fram rauða dregilinn fyrir Pútin Rússlandsforseta. Die Welt segir Pútin stofuhæfan á ný eftir að Bandaríkin og Evrópusambandið reyndu að gera Rússa að hornkerlingu vegna Úkraínudeilunnar.

Ástæðan fyrir stóraukinni velvild Þjóðverja til Pútín er holskefla múslímskra flóttamanna sem skellur á meginlandi Evrópu frá mið-austurlöndum, einkum Sýrlandi. Bandaríkin eru að stórum hluta ábyrg fyrir borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og Írak,  sem er afleiðing af innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003.

Aukinn hernaðarviðvera Rússa í Sýrlandi gefur evrópskum stjórnmálamönnum von um stöðugleika í þessum heimshluta sem gæti dregið úr flóttamannastraumnum til Evrópu.

Eftir því sem vegur Pútín vex í Evrópu gætir meiri tortryggni gagnvart Bandaríkjunum. Ekki aðeins klúðruðu Bandaríkin mið-austurlöndum heldur líka Úkraínu-málinu. Bandaríkin keyrðu áfram þá þróun að Úkraína yrði Nató-land sem fyrst - en rákust þar á rússneskan vegg. Í framhaldi var búið til lítt ígrundað viðskiptabann á Rússa, sem smáríki eins og Ísland bera hitann og þungann af.

Næstu nágrannar Rússa í Evrópu, til dæmis Eystrassaltsríkin, eru ekki alltof kát með vaxandi pólitískan styrk Pútíns og Rússa. Greinendur með þann bakgrunn leggja áherslu á hve hættulegt það er bandarískum og evrópskum hagsmunum að Rússar styrkist.

Tilraunir til að setja ,,rétt" sjónarhorn á fyrirætlanir Rússa í Sýrlandi leiða til skrítinna fyrirsagna, eins og Rússar gætu hjálpað Ríki íslams ætlunarverk sitt, að stofna kalífadæmi, með því að styðja Assad Sýrlandsforseta, sem er svarinn andstæðingur Ríkis íslam.

Í stóra samhenginu er lykillinn að öflugri Pútín veik og sjálfri sér sundurþykk Evrópa annars vegar og hins vegar ráðleysi Bandaríkjanna í alþjóðamálum.


mbl.is Hafa farið eftirlitsflug yfir Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband