Hádegismóar, Bessastaðir og fullveldisflokkurinn

Í leiðara tekur Morgunblaðið undir varnaðarorð forseta Íslands um að ekki skuli breyta stjórnarskránni sem skrifuð er í anda borgaralegs lýðræðis á 19. öld og hefur fylgt þjóðinni frá fullveldi.

Morgunblaðið og Ólafur Ragnar túlka sjónarmið þess hluta þjóðarinnar sem vill ekki breyta lýðveldinu í leikvöll vinstrimanna til að henda á milli sín stjórnskipun landsins. Hafi einhver vafi leikið á því að vinstrimenn ala á sundrungu og ófriði hvarf sá efi síðasta kjörtímabil þegar vinstriflokkarnir kyntu undir innanlandsátökum.

Fullveldisflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Ef stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman um brýnustu mál lýðveldisins verður að gera fullveldisflokkinn að formlegum stjórnmálaflokki.


mbl.is Varar við breytingum á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmannasiðferði: ég er góður, þú vondur

Þorsteinn Már Baldursson forstjóri og aðaleigandi Samherja fer töluvert nærri því að viðurkenna ,,mistök" í stóra gjaldeyrismálinu þar sem stórfelld notkun gjaldeyris fór ekki fram samkvæmt bókinni. Í fréttabréfi fyrirtækisins skrifar Þorsteinn Már

Ég hef ítrekað lýst yfir samstarfsvilja okkar til að upplýsa málið og hef aldrei útilokað að einhvers staðar kynnu að hafa átt sér stað mistök. Hins vegar hef ég alltaf sagt að við höfum unnið eftir bestu vitund.

Nú mál vel trúa því upp á Samherjamenn að þeir starfi samkvæmt bestu vitund í þágu hagsmuna fyrirtækisins og hafi meira af óvilja en ásettu ráði gert ,,mistök."

Það vekur þó grunsemdir að Samherjamenn vilja ekki una  öðrum þess að starfa samkvæmt bestu vitund. Þorsteinn Már sakar starfsmenn Seðlabanka um óeðlilegar hvatir og krefst þess að einhver verði látinn taka pokann sinn fyrir að fetta fingur út í ,,mistök" Samherja.

Sérfræði Þorsteins Más um hvatalíf manna hlýtur að byggja á innsæi í eigin hugarheim.

 


mbl.is Þorsteinn: Tímabært að axla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband