Samfylkingin hótar - Ólafur Ragnar er vörnin

Samfylkingin og vinstrimenn hótuðu þjóðinni ESB-aðild, sömu aðilar hótuðu okkur Icesave-fjötrum. Núna hótar Samfylkingin og vinstraliðið að ganga i skrokk á stjórnarskránni með það fyrir augum að útvatna hana og setja stjórnskipun lýðveldisins í uppnám.

Linkuleg viðhorf sumra stjórnarþingmanna til hótana vinstriflokkanna vekja ugg um að ekki reynist hald í meirihluta þingsins í vörn gegn atlögu að stjórnarskránni.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er traust vörn gegn upplausnarliðinu. Tryggjum endurkjör hans á næsta ári.


mbl.is Stjórnmálaflokkar á síðasta séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er RÚV á fjárlögum?

RÚV er ekki rekið í þágu þjóðarinnar heldur starfsmanna. Þetta gildir sérstaklega um rekstur fréttastofu.

Fréttatímar ganga út á að þjóna kenjum og tiktúrum fréttamanna sem eru að jafnaði nærri pólitískum viðhorfum vinstrimanna. Nýlegt dæmi um tiktúrufréttir RÚV eru viðtal við borgarstjóra þar sem fréttamaður leggur nánast borgarstjóra orð í munn og viðtal við ráðherra þar sem reynt var að stilla honum upp við vegg fordóma fréttamanns.

Fréttastofa RÚV er algjörlega óþörf og ætti að leggja niður. Við gætum notað sparnaðinn til að taka vel á móti flóttamönnum.


mbl.is Framlög til RÚV lækka um 173 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vond stjórnmál og málskot

Stjórnmál á Íslandi eitruðust við hrunið. Í aðdraganda hrunsins voru stjórnmálamenn og heilir stjórnmálaflokkar falir auðmanninum með hæsta boð. Eftir hrun skolaðist út sumt af spillta liðinu, minnst þó hjá þeim flokki sem duglegastur var að selja sig.

Valdaflokkar eftir hrun, Vinstri grænir og Samfylking, tölu ranglega að bylting hefði skilað þeim stjórnarráðinu. Ekkert er fjarri sanni. Kosningasigur vinstriflokkanna 2009 var niðurstaða lýðræðislegra kosninga. Múgæsing á Austurvelli er ekki bylting, hvort heldur múgurinn sé innan eða utan dyra þinghússins.

Ranghugmynd vinstrimanna að um byltingu leiddi þá út í gerræðisstjórnmál þar sem hnefaréttur meirihlutans skyldi ráða. Og það var eins við manninn mælt; um mitt kjörtímabil var vinstristjórnin ekki lengur með meirirhluta á alþingi. Viljinn til byltingar risti ekki dýpra.

Það er ekki tilviljun að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. missti meirihlutann um sama leyti og Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslur fóru fram. Neyðarréttur þjóðarinnar var virkjaður af forseta Íslands til að stemma stigu við gerræði ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin varð að gjalti og gerði ósköp fátt seinni hluta kjörtímabilsins annað en að bíða örlaga sinna.

Málskot, hvort heldur hjá tilteknu hlutfalli þjóðar eða þings, mun ekki verja okkur fyrir vondum stjórnmálum.

Umræðan um málskot er hluti af byltingarhugarfarinu eftir hrun. Við erum með stjórnarskrá sem virkar og fyrirkomulag á neyðarrétti forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar er staðfest með reynslu.

Breytum ekki því sem virkar. Höldum stjórnarskránni óbreyttri.


mbl.is Málskotsréttur sé hjá alþingismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband