Tilraun til að lögmæta gyðingahatur hnekkt

Með afturköllun borgarstjórnar á tillögu um viðskiptabann á Ísrael var hnekkt tilraun vinstrimanna að gera gyðingahatur lögmætt. Engin rök standa til þess að velja Ísrael sérstaklega til að herja á vegna deilna sem þeir eiga við nágranna sína.

Einfaldur samanburður, líkt og Hans Haraldsson gerir, sýnir svo ekki verður um villst að hvatirnar að baki tillögunni voru ekki virðing fyrir mannréttindum eða mannelska heldur hrátt hatur á fólki sem evrópsk hefð er fyrir að hata.

Í skjóli umræðuleysis eiga hatursfullir einstaklingar greiða leið að stjórnkerfum hér á landi. Einkum þegar um er að ræða einfeldninga eins og þá sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Umræðan afhjúpaði viðrinishátt vinstrimeirihlutans í Reykjavík.


mbl.is Samþykktu að draga tillöguna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf einbeittan vilja til að sjá gyðingahatur í þessu blessaða máli. Það eru ekki bara gyðingar í Ísrael en líklega eru þeir um 75% íbúanna.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 09:01

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Mjög einbeittan vilja Sigurður Helgi. En svona samfylkingarmenn eins og Páll eru annars vegar, þá er von á ÖLLU

Jónas Ómar Snorrason, 23.9.2015 kl. 11:57

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta gyðingahatursútspil sem notað er gegn þeir sem berjast gegn stríðsglæpum Ísraela er ekkert annað en smjörklípa rökþrota manna sem hafa vondan málstað að verja. Með því að ata gagnraýnendur auri er gerð tilarun til að draga úr trúverðugleika þeirra þegar erfitt er að svara gagnrýni þeirra vegna þess hversu málstaðurinn er slæmur.

 

Það að styðja frelsisbaráttu Palestínumanna og berjast gegn stríðsglæpum Ísraela hefur ekkiert með gyðingahatur að gera enda alls ekki allir Ísraelar gyðingar og það búa alls ekki allir gyðingar í  Ísrael Það er meira að segja þannig að stór hluti gyðinga i heiminum hefur skömm á framferði Ísraela og ljóst að megir þeirra fögnuðu ákvörðun borgastjórnar Reykjavíkur og finnst slæmt að hún skuli hafa verið dregin til baka.

 

Hvað það varðar að taka Ísrael út verður að hafa það í huga að þar fer ríki sem fremur, gróf mannréttindabrot, fremur alvarlega stríðsglæpi og er með aðskilnaðastefnu en þrátt fyrir það hefur það verið í skjóli fyrir aðgerðum alþjóðasamfélagsins vegna þess að Bandaríkjamenn beita alltaf neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að taka á þessum glæpum þeirra. Þetta gerir það að verkum að SÞ geta ekki tekið á Ísrael með viðeigandi hætti og þá þurfa þjóðir heimsins að gera það á öðrum vettvangi.

 

Og svo má hafa í huga að það eru ekki aðrar þjóðir sem loka vel á aðra milljón manna inni í stóru fangelsi og koma í veg fyrir að nauðsynjavörur berist þangað í því magni sem þarf þar með talið mat og stundi þar að auki reglulega grimmileg fjöldamorð á óbreyttum borgurum auk þess að eyðileggja heimili hundraða þúsunda manna og eyðileggja innviði samfélagsins með því að sprengja skóla, sjúkrahús og rafveitur. Þetta er ekki stríð, þetta er slátrun á óbreyttum borgurum af hendi aðila með algera yfirburði hernaðarlega. Að væna þá um gyðingahatur sem berjasg gegn slíku og reyna þannig að skýla stríðsglæpamönnum fyrir gagrnýni er ekki bara lágkúra að verstu sort heldur er með þessu verið að auðvelda stríðstlæpamönnum og fjölamorðingjum að halda glæpum sínum áfram. Með slíku er því verið að valda saklausu fólki þjáningum og dauða. Það segir meira um þá sem hegða smér með slíkum hætti heldur en þá sem verða fyrir því skítkasti.

Sigurður M Grétarsson, 24.9.2015 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband