Hjónaband, lög og trú - Salómonsdómur Brynjars

Að því marki sem yfirlýsing um hjónaband er löggjörningur fer skráning þess fram hjá Þjóðskrá. Prestar eru þar aðeins milliliður.

Að því marki sem hjónavígsla er trúarathöfn kemur hún hvorki Þjóðskrá við, - né innanríkisráðherra.

Allir hlutaðeigandi í deilunni um vígslu samkynhneigða hljóta að fagna Salómonsdómi Brynjars Níelssonar. Niðurstaðan er þessi:

a. Prestar ákveða sjálfir hvort þeir samþykkja að taka að sér hjónavígslu eða ekki - enda fyrst og fremst trúarathöfn.

b. Prestar bjóða hjónaefnum þá þjónustu að tilkynna hjónaband til Þjóðskrár. Þessi þjónusta er valkvæð, sbr. a.

c. Innanríkisráherra skiptir sér ekki af samvisku opinberra starfsmanna.

 


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærið skilar sér til almennings

Stórbættur hagur þjóðarinnar skilar sér inn á öll heimili með því að kaup hækkar og sterkari gengi krónunnar skilar sér í lægra vöruverði, nema þar sem verslunin er í stöðu til að stela af neytendum með fákeppni.

Almenningur greiðir niður skuldir, endurnýjar bílaflotann og stækkar við sig í húsnæði.

Stjórnvöld verða að sjá til þessa að hagkerfið ofhitni ekki og stíga á bremsuna í ríkisútgjöldum - og tala Seðlabankann upp í vaxtahækkun.


mbl.is Staða barnafjölskyldna batnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-frelsi til þrælahalds

Óheftur innflutningur á vinnuafli frá ESB-ríkjum, í skjóli EES-samnings, leiðir til nútíma þrælahalds, segir forystumaður í verkalýðshreyfingunni.

ESB-frelsi grefur undan lífskjörum iðnarmanna og verkafólks á Íslandi. Það er einfaldlega staðreynd málsins sem þarf að horfast í augu við.

Frelsi til að stunda þrælahald og grafa undan lífskjörum fólks hér á landi er ekki ýkja eftirsóknarvert. Svona frómt frá sagt.


mbl.is Mannréttindabrot í garðinum heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband