Krónusamsæri forstjóranna

Íslenskir forstjórar komast upp með það trekk í trekk að skenkja sjálfum sér ósjálfbær laun. Launaskrið forstjóranna fer niður í millistjórnendur.

Þegar, seint og um síðir, launaskriðið nær til almennra starfsmanna stökkva forstjórarnir til og heimta gengisfellingu krónunnar. Forstjórakórinn syngur einum rómi þar sem tóninn er sleginn í höfuðstöðvum þeirra í Borgartúni.

Forstjórarnir læra ekki sína lexíu fyrr en fyrirtækin þeirra fara á hausinn vegna ósjálfbærrar launastefnu.

Í stað gengisfellingar eigum við að fara gjaldþrotaleiðina. 


mbl.is „Aldrei aftur haftalaus króna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Corbyn og Árni Páll

Andstæðingar nýkjörins formanns breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, eiga að bíða eftir úrskurði almennings, um að flokksinn sé ekki hægt að kjósa, og í framhaldi að velta Corbyn úr sessi.

Þetta skrifar náinn samstarfsmaður Tony Blair fyrrverandi formanns Verkamannaflokksins, Peter Mandelson, í minnisblaði sem gengur manna á meðal í flokknum og Guardian birtir.

Ólíkt hafast þeir að í Verkamannaflokknum breska og Sammfylkingunni íslensku. Kjósendur eru fyrir löngu búnir að afskrifa flokkinn undir forystu Árna Páls. Með fylgi undir tíu prósentum hjakkar Samfylking í sama farinu, útjöskuð, lífvana og ókjósanleg.


Bloggfærslur 25. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband