Birgitta: þjóðaratkvæðagreiðslur fækka kjósendum

Birgitta Jónsdóttir stjóri Pírata viðurkennir að þjóðaratkvæðagreiðslur fækki kjósendum, þeir einfaldlega sitji heima. Jafnvel í stórum og afdrifaríkum málum eins og stjórnarskrá lýðveldisins mun fólk unnvörpum ónýta kosningaréttinn.

Birgitta viðurkenndi þetta í ræðu í eldhúsdagsumræðum á alþingi þegar hún hélt fram þeirri kröfu að atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá skyldi fara fram samhliða forsetakjöri. Orðrétt sagði Birgitta 

Í fyrsta lagi eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forsetanum um að kosningar um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar - það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings.

Þegar fyrir liggur játning frá helsta talsmanni þjóðaratkvæðagreiðslna, að almenningar muni upp til hópa ekki greiða atkvæði, þá er ábyrgðarhluti að taka undir þetta nýmæli.

Almenningur hefur ekki áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslum aðeins fámenn elíta. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eltast ekki við elítukenjar.

 

 


mbl.is Beint lýðræði þegar það hentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kein problem verður stórt vandamál

Merkel kanslari Þýskalands opnaði fyrir straum flóttamanna inn í Þýskaland þegar hún 25. ágúst afnam Dyflinnarregluna sem segir að flóttamaður utan ESB og Schengen skuli fá afgreiðslu í því landi sem hann kemur fyrst til.

Flóttamenn skildu orð Merkel þannig að Þýskaland stæði þeim opið. Tveim vikum síðar er landamærum Þýskalands lokað.

Merkel sigraði fyrstu umræðuna um flóttamenn; Þýskaland var orðið að landi mannúðar og örlætis. En aðeins í tvær vikur. Hrollkaldur veruleikinn er kominn til skjalanna.

Núna eiga önnur ESB-ríki, og raunar EES-ríki sömuleiðis, að taka sinn skerf af flóttamönnum. Að örum kosti neita Þjóðverjar að borga til ESB.

Mannúð og örlæti er ekki ókeypis í Evrópusambandinu, þótt sumir virðast halda annað. 


mbl.is Vilja skerða fjárframlög til ófúsra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuherinn eykur ekki friðarlíkur

Evrópuher er framtíðarmarkmið ráðandi afla í Evrópusambandinu. ESB fékk árið 2000 samþykkta heimild fyrir 60 þúsund manna hraðlið til að senda á vandræðastaði í heiminum. 

Vængstíft hraðlið, sem ekki má etja í bardaga, er ekki nóg fyrir ESB, heldur er uppi stöðug krafa um varanlegan Evrópuher sem er þess albúinn að hefja stríðsátök.

Miðað við hvernig stefnumótun ESB er háttað er herlið í höndum Brussel-valdsins eins og eldspýtustokkur í höndum barns - það er aðeins spurning um tíma hvenær verður stórslys.


mbl.is Cameron styðji Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband