Stétt með stétt andspænis ófriði Samfylkingar

Sjálfstæðisflokkurinn varð móðurflokkur íslenskra stjórnmála undir slagorðin stétt með stétt. Sjálfstæðisflokkurinn er höfuðsmiður velferðarkerfisins á Íslandi og gerði þar betur en norrænir jafnaðarmannaflokkar sem leyfðu atvinnuleysi nærri tíu prósentum að grassera í áravís.

Vinstripólitík á Íslandi var lengi til muna róttækari en á Norðurlöndunum. Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag voru sterkari en Alþýðuflokkur.

Ástæðan fyrir því að Alþýðuflokkurinn var vanmáttugur hér á landi er að Sjálfstæðisflokkurinn sá um það hlutverk að byggja upp atvinnulíf byggt á jöfnuði.

Einar Kárason óskar sér sterkari Samfylkingar. Gengi ósk hans eftir yrði verra að búa á Íslandi þar sem þéttbýli væri att gegn dreifbýli; háskólafólki gegn ófaglærðum; ungum gegn öldnum; fullveldissinnum gegn ESB-sinnum.


Lágt atvinnuleysi hækkar launin

Innan við 3% atvinnuleysi þýðir að atvinnurekendur verða að yfirbjóða launataxta, oft hressilega, til að fá fólk i vinnu. Við þetta lágt atvinnuleysi er  óþarfi að hækka launataxta - laun hækka nánast sjálfkrafa.

Verkefni ríkisstjórnarinnar undir þessum kringumstæðum er að halda sjó og gera ekkert til að hvetja aðila vinnumarkaðarins til að semja um óraunhæfar kauphækkanir.

Um 5-7% taxtahækkun á almenna markaðnum er raunhæf, það þýðir með launaskriði 8-12% launahækkun.

Ef verkalýðshreyfingin ætlar sér meira er til muna farsælla að búa við verkföll í nokkra mánuði fremur en verðbólgusamninga.

Þokkalega góð verkfallsgusa dregur úr spennu á vinnumarkaði, sem er við það að ofhitna.

 

 

 

 


mbl.is Spáir 2,7% atvinnuleysi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurborg hvetur til skattahagræðis

Vinstrimenn í Reykjavíkurborg líta svo á að opinber fyrirtæki eins og Orkuveitan eigi að ganga undan með fordæmi og stofna til ,,skattahagræðis" í skattaskjólum.

Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir vekja athygli á þessari nýstárlegu tilraun vinstrimeirihlutans í skattamálum og leggjast gegn þessu nýmæli.

Fordæmi opinberra fyrirtækja verður vitanlega almennum fyrirtækjum og almenningi hvatning til að leita allra ráða að komast hjá því að greiða skatta - í skattaskjólum ef ekki vill betur.

 


Ekki-málefni á alþingi, autt á Austurvelli

Stjórnarandstaðan býður ekki upp á málefnalega valkosti við stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Þess í stað fitja vinstrimenn upp á hverju ekki-málefninu á fætur öðru í þeirri von að hitta á þann taugapunkt þjóðarsálarinnar sem eykur geðshræringu og fær fólk til að rjúka upp til handa og fóta.

Með masi um að ráðherrar sé ekki nógu duglegir að svara þingmönnum grefur stjórnarandstaðan undan virðingu fyrir þjóðarsamkomunni.

Og það er autt á Austurvelli.


mbl.is Svarað einni fyrirspurn af sex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holuborgin afleiðing lífstílsstjórnmála

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík lætur inniviðina grotna niður. Í tvö kjörtímabil er gatnakerfi höfuðborgarinnar afgangsstærð vinstrimanna með þeim afleiðingum að göturnar stórskemma bíla fólks.

Áherslur vinstrimanna eru á sviði lífsstílsstjórnmála s.s. að meina börnum að kynnast kirkjulegu starfi og íbúakosningum þar sem innan við 5% íbúanna kjósa um hvort leikvöllur skuli málaður grænn eða rauður.

Undirstöðuþættir samfélagsins, til dæmis samgöngur, mæta afgangi í vinstristjórnsýslunni með fyrirsjáanlegum afleiðingum.


mbl.is Verstu holur höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta á móti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012

Í bloggfærslu Addý Steinarrs kemur fram að Birgitta Jónsdóttir var á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina árið 2012.

Árið 2012 var Birgitta í því hlutverki að framlengja líf vinstristjórnar Jóhönnu Sig.

Núna skiptir höfuðmáli að þjóðaratkvæði verði haldið um ESB-umsóknina, segir Birgitta.

Má ekki biðja um aðeins meiri samkvæmni?


mbl.is Þingmál deyi ekki við lok þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði án fullveldis er platlýðræði

Grikkir töldu að nýafstaðnar þingkosningar fælu í sér að horfið yrði frá efnahagsstefnu sem bjó til 30 til 40 prósent atvinnuleysi, efnahagssamdrátt sjö eða átta ár í röð með tilheyrandi hörmungum fyrir grísku þjóðina.

En Grikkir eru ekki fullvalda þjóð í sama skilningi og t.d. Íslendingar. Þjóðargjaldmiðill Grikkja, evran, er utan valdsviðs grísku ríkisstjórnarinnar og þar með grísku þjóðarinnar.

Lýðræði án fullveldis leysir enga kreppu.


mbl.is Enn einar dyrnar lokast Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og ónýtu vinstriflokkarnir

Píratar ráða umræðunni í krafti skoðanakannana sem sýna þá fylgismesta framboðið. Pírater er á hinn bóginn ekki með neina heilstæða pólitík. Þeir eru fylgjandi netfrelsi og tala fyrir upplýsingatækni en segja mest lítið um menntamál, atvinnuþróun, heilbrigðiskerfið og sjávarútveginn.

Helstu tillögur Pírata eru þjóðaratkvæðagreiðslur. En þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki pólitík heldur afsökun fyrir skorti á pólitískri stefnu.

Forræði Pírata í umræðunni auglýsir ónýta málefnastöðu vinstriflokkanna. Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð bjóða ekki upp á neina pólitíska dagskrá. Á meðan svo er eiga Píratar svið stjórnarandstöðunnar.

Ríkisstjórnin má vel við una. 


mbl.is Bendlaði Pírata við glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærið grænkar stjórnmálin

Góðærið á Íslandi með fullri atvinnu og hagvexti skapar grænum stjórnmálum skjól til að vaxa. Vinstriflokkarnir hafna olíuvinnslu á Drekasvæðinu sem var tromp í þeirra málflutningi fyrir skemmstu.

Grænu tækifærisstjórnmálin henta ágætlega í stjórnarandstöðu þegar sýna þarf á sér hugsjónahliðina.

Afneitun Vinstri grænna á olíuvinnslu á Drekasvæðinu endist kannski fram yfir einar kosningar, svon líkt og afneitun þeirra á inngöngu í Evrópusambandið.


mbl.is VG vill líka hverfa frá olíuáformum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking og Vg vilja fórna landhelginni

Samfylking og Vg vilja fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin og Vinstri grænir falla frá fyrri fyrirvörum um aðild að Evrópusambandinu með því að leggja til á alþingi að þjóðaratkvæði fari fram um framhald ESB-ferlisins. Tillagan er þessi:

 „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
    â    Já.
    â    Nei.“

ESB-ferlið stöðvaðist á síðasta kjörtímabili þegar Evrópusambandið stóð fast á þeirri kröfu að fiskimiðin í kringum Ísland yrðu færð undir stjórn ESB.

Með tillögu sinni ganga Samfylking og Vg skrefinu lengra í þjónkun við ESB en flokkarnir gerðu á síðasta kjörtímabili. Og fannst þó mörgum nóg um.


mbl.is „Herra forseti, ég skil ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband