Samfylking og Vg vilja fórna landhelginni

Samfylking og Vg vilja fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin og Vinstri grænir falla frá fyrri fyrirvörum um aðild að Evrópusambandinu með því að leggja til á alþingi að þjóðaratkvæði fari fram um framhald ESB-ferlisins. Tillagan er þessi:

 „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
    â    Já.
    â    Nei.“

ESB-ferlið stöðvaðist á síðasta kjörtímabili þegar Evrópusambandið stóð fast á þeirri kröfu að fiskimiðin í kringum Ísland yrðu færð undir stjórn ESB.

Með tillögu sinni ganga Samfylking og Vg skrefinu lengra í þjónkun við ESB en flokkarnir gerðu á síðasta kjörtímabili. Og fannst þó mörgum nóg um.


mbl.is „Herra forseti, ég skil ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki hægt að loka köflum sem fela í sér framsal nema með stjórnarskrárbreytingu. Það er ekki hægt að opna kafla sem fela í sér framsal fyrr en við föllum alfarið frá samningsmarkmiðum sem sett eru.

Það er ekki hægt að krefja ríkistjorn um að halda áfram viðræðum þvert á stjórnarsáttmala og sannfæringu.

ef menn vilja taka upp þráðinn og kíkja í pakka og umturna öllu stjórnkerfinu fyrir það, þá geta þeir beðið þar til þeir komast að völdum. Það er þeirra að spyrja þjóðina.

Það mætti spyrja hvort fólk vilji draga umsoknina til baka, en það er einmitt það sem málið snýst um nú.

Eina spurningin sem raunverulega er í boði er að spyrja hvort við viljum ganga í evrópusambandið.

Það má svo minna á að samkvæmt ákvörðun síðustu stjórnar þá eru þetta ekki bindandi kosningar, svo þeim er í sjálfsvald sett hvort þeir taka mark á niðurstöðu.

Þessir postular lýðræðisins hafa það svo innbyggt í frumvarpið sitt að málið verði ekki rætt lengur en í þrjá tíma.

Hér eru öll heimsmet í lýðskrumi slegin.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2015 kl. 19:51

2 Smámynd: Jón Bjarni

Væri það góð samningatækni nafni að kjósa um það hvort við ætlum að fara þangað inn eða ekki.. áður en við setjumt niður til að semja við ESB?

Jón Bjarni, 24.3.2015 kl. 20:08

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er laukrétt athugað hjá Páli Vilhjálmssyni, að Vinstri hreyfingin grænt framboð og hinir þrír eru að leggja til með tillögu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu að fella burt skilyrði Alþingis frá 2009, því að öðru vísi verður ESB ekki dregið að samningaborðinu, og það verður reyndar ekki fyrr en 2019.  Það er algerlega óboðlegt að semja um stjórnarskrárbrot.  Rétt röð verður að vera á hlutunum.  Þá má benda á, að það verður að byrja frá grunni 2019, því að Utanríkisráðherra er búinn að lýsa því yfir í bréfinu fræga, að allar gjörðir samningateymisins á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa verið felldar úr gildi, sem er diplómatísk núllstilling viðræðna.  Allir kaflar eru opnir aftur.  Stjórnarandstöðuleiðtogarnir eru gjörsamlega úti að aka og vita ekki sitt rjúkandi ráð.

Bjarni Jónsson, 24.3.2015 kl. 22:21

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Fyllilega sammála þessarri skilgreiningu, hrópin um þjóðaratkvæðagreiðslu núna er spurning um að opna sjávarútvegskaflann með loforði til ESB um að undirkasta sig alræði ESB í sjávarútvegsmálum. Þegar búið er að sýna fram á að það er stjórnarskrárbrot að semja við erlend ríki um afsal fullveldis, finnst mér að þjóðin eigi að taka af sér silkihanzkana og stöðva þessa niðurrifsstarfsemi og skemmdarverk. Það er lágmarkskrafa, að lýðræðislega kjörnir embættismenn okkar fái starfsfrið við að vinna störf sín.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.3.2015 kl. 23:44

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svona umræða er einfaldlega ekki boðleg, en hvað sér maður ekki á þessari síðu. frown

Jón Ingi Cæsarsson, 25.3.2015 kl. 16:39

6 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Betra væri að fá leigu fyrir kvótann hjá ESB en gefa hann til siðspilltra samviskulausra aulabárða.
Blankheit landsins má skrifa alfarið á þá, þeir veðsettu eign þjóðarinnar og kerfið hrundi, nú er ekki hægt að taka hann til baka því þá fara bankarnir aftur á hausinn.
Á meðan sveltur þjóðin...

Jón Páll Garðarsson, 26.3.2015 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband