Lýðræði verður barefli í ESB

Grikkir töldu sig geta kosið sig frá hörðum efnahagslegum veruleika með því að kjósa til valda Syriza, sem er marxískt vinstribandalag.

Eitthvað gengur Grikkjum illa að sannfæra lánadrottna sína í öðrum ESB-ríkjum að þingkosningar í Grikklandi skuli leiða til stefnubreytingar í Brussel, Berlín og París gagnvart skuldseigum Suður-Evrópuríkjum.

Og nú er það þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Grikklandi yfirgefi evruna sem er næsta stig hótunar gagnvart ráðandi öflum í ESB.

Lýðræði í ESB-ríkjum, einkum þeim minni og vanmáttugri, er orðið að barefli í milliríkjasamskiptum og haldlaust sem slíkt. Grikkland er í reynd orðið léttvægt sveitarfélag í Stór-Evrópu og með álíka vægi gagnvart Brussel og Þórshöfn gagnvart alþingi.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Juncker vill Evrópuher

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, Jean-Claude Junceker, segir nauðsyn á Evrópuher. ,,Slíkur her," er haft eftir Juncker í Welt, ,,myndi sýna að okkur sé alvara að verja þau gildi sem Evrópusambandið stendur fyrir."

Framkvæmastjórinn segir öryggis- og varnarhagsmuni Evrópusambandsins í húfi. Evrópher myndi sýna umheiminum að ESB tæki ábyrgð sína alvarlega.

Evrópusambandið stendur fyrir deilum við Rússland um áhrifasvæði í Austur-Evrópu. Blóðugir bardagar standa yfir í Úkraínu milli stjórnarhersins, sem ESB styður, og uppreisnarmanna sem Rússar styðja.

Orð framkvæmdastjóra ESB um nauðsyn á hervæðingu sambandsins sýnir svo ekki verður um villst að eina leið ESB til að þrífast er að verða Stór-Evrópuríki með sameiginlega mynt, sameiginlegt ríkisvald og sameiginlegan her.


Brauðmolahagfræði ESB

Brauðmolahagfræði er að vonast eftir því að molar af borðum þeirra ríku hrjóti niður til þeirra fátæku - þegar þeir ríku eru orðnir saddir. Til skamms tíma var hagkerfi Bandaríkjanna eitt um þessa hagfræði sem birtist hvað skýrast með peningaprentun. Núna apar ESB eftir.

Peningaprentun er annað nafn á magnbundinni íhlutun í á peningamarkað. Hún gengur út á að bjóða ókeypis peninga, þ.e. lána peninga á lágum eða engum vöxtum, í þeirri von að atvinnulíf í kreppu taki við sér.

Það sem við peningaprentun er að þeir ríku nota peningana til að auðgast á hlutabréfamarkaði. Neðar í fæðukeðjunni verða ef til vill til einhver störf og þannig birtast brauðmolarnir þeim efnaminni - með minnkandi atvinnuleysi.

Evrópusambandið þóttist yfir Bandaríkin hafin í hagspeki og ekki nota aðferðir sem breikkuðu bilið milli ríkra og fátækra. Með því að ræsa prentvélarnar er ESB komið á kaf í brauðmolahagfræðina.


mbl.is Prentvélar ræstar við fögnuð fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband