Reykjavíkurborg hvetur til skattahagræðis

Vinstrimenn í Reykjavíkurborg líta svo á að opinber fyrirtæki eins og Orkuveitan eigi að ganga undan með fordæmi og stofna til ,,skattahagræðis" í skattaskjólum.

Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir vekja athygli á þessari nýstárlegu tilraun vinstrimeirihlutans í skattamálum og leggjast gegn þessu nýmæli.

Fordæmi opinberra fyrirtækja verður vitanlega almennum fyrirtækjum og almenningi hvatning til að leita allra ráða að komast hjá því að greiða skatta - í skattaskjólum ef ekki vill betur.

 


Ekki-málefni á alþingi, autt á Austurvelli

Stjórnarandstaðan býður ekki upp á málefnalega valkosti við stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Þess í stað fitja vinstrimenn upp á hverju ekki-málefninu á fætur öðru í þeirri von að hitta á þann taugapunkt þjóðarsálarinnar sem eykur geðshræringu og fær fólk til að rjúka upp til handa og fóta.

Með masi um að ráðherrar sé ekki nógu duglegir að svara þingmönnum grefur stjórnarandstaðan undan virðingu fyrir þjóðarsamkomunni.

Og það er autt á Austurvelli.


mbl.is Svarað einni fyrirspurn af sex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holuborgin afleiðing lífstílsstjórnmála

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík lætur inniviðina grotna niður. Í tvö kjörtímabil er gatnakerfi höfuðborgarinnar afgangsstærð vinstrimanna með þeim afleiðingum að göturnar stórskemma bíla fólks.

Áherslur vinstrimanna eru á sviði lífsstílsstjórnmála s.s. að meina börnum að kynnast kirkjulegu starfi og íbúakosningum þar sem innan við 5% íbúanna kjósa um hvort leikvöllur skuli málaður grænn eða rauður.

Undirstöðuþættir samfélagsins, til dæmis samgöngur, mæta afgangi í vinstristjórnsýslunni með fyrirsjáanlegum afleiðingum.


mbl.is Verstu holur höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband