Frekar huglaus en heimskur, Einar Kárason

Einar Kárason rithöfundur segir andstæðinga ESB-aðildar Íslands huglausa. Rök Einars eru eftirfarandi:

Ég vil ekki gera lítið úr andstæðingum Evrópusambandsins, en mér finnst að viðhorf þeirra beri keim af hugleysi. Að þeir þori ekki að klára samningaviðræðurnar og þannig þurfa að horfast í augu við það hvaða kostir gætu boðist okkur,...

Einar veit ekki hvernig ESB veitir ríkjum inngöngu og ímyndar sér að það sé á grunni samningaviðræðna. Svo er ekki. ESB tekur aðeins á móti ríkjum sem eru búin að aðlaga lög sín og regluverk að laga- og reglugerðasafni ESB, sem kallast acquis. Þetta heitir aðlögun og er útskýrð af ESB með þessum orðum:

Candidate countries* have to accept the acquis before they can join the EU and make EU law part of their own national legislation. Adoption and implementation of the acquis are the basis of the accession negotiations*.

(Umsóknarríki verða að samþykkja lög og reglur ESB áður en þau verða aðilar og gera lög ESB að sinni þjóðarlöggjöf. Aðlögun og innleiðing laga- og reglugerða ESB er grundvöllur aðlögunarviðræðna.)

Það er ekki hægt að ,,klára samningaviðræður" nema að hafa áður innleitt í íslensk lög og reglugerðir laga- og regluverk ESB. Það er ekki hægt að sjá ,,hvaða kostir gætu boðist okkur" í óskuldbindandi samningaviðræðum. Þannig gerast ekki kaupin á eyrinni, Einar Kárason. 

 

 


Samfylking hættir að ræða ESB-mál

Landsfundur Samfylkingar um helgina er ekki með einn dagskrárlið fyrir umræðu um Evrópumál. Stefnumál flokksins eru rædd í sex málstofum í tvo daga. Ekki ein málstofa fjallar um utanríkismál, hvað þá ESB.

Málstofunar sex eru samkvæmt dagskrá:  1. sveitarstjórnarpóitík, 2. ungir jafnaðarmenn, 3. 60 plús, 4. húsnæðismál 5. kvennahreyfingin og 6. græna netið.

Þegar eini ESB-flokkur landsins nennir ekki lengur að ræða Evrópumál er dálítið bratt að krefjast þess að ESB-umsóknin gildi áfram. Er það ekki?


mbl.is Engar nýjar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldmiðlastríð og evru-skrímslið

Álitsgjafar í efnahagsmálum vara við gjaldmiðlastríði stórþjóða er leiða mun til heimskreppu. Seðlabankar stórvelda s.s. Bandaríkjanna, Japans, Bretlands og núna Evrópusambandsins og Kína beita óhefðbundnum aðferðum eins og peningaprentun til að örva hagvöxt.

Peningaprentun gjaldfellir eina mynt gagnvart annarri og skapar tímabundið samkeppnisforskot - þangað til aðrir gjaldfella sína mynt. 

Peningaprentun er orðinn spenntur bogi í alþjóðahagkerfinu sem er við að bresta, en enginn veit hvernig og hvenær.

Flestir veðja þó á að bresturinn verði á evru-svæðinu enda fær það viðurnefnið skrímslið hjá hagspekingum á borð við Thomas Piketty.

Það er svo eftir öðru að íslenskir ESB-sinnar líta á það sem höfuðkost við Evrópusambandið að með aðild yrði hagkerfið okkar skrímslavætt.


mbl.is Kínverjar vilja örva hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband