S-greining Styrmis og misheppnaðasta stéttin

Styrmir Gunnarsson skrifar pólitíska greiningu í helgarblaðinu um stöðuna á Íslandi og beinir einkum sjónum sínum að S-flokkunum, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Kjarninn í greiningunni er þessi

Að nokkru leyti má segja að vandi flokkanna sé áþekkur. Hvorugur flokkanna höfðar beint til »hins þögla meirihluta« meðal íslenzkra kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er enn hallur undir sjónarmið sérhagsmunahópa innan atvinnulífsins. Sú var tíðin fyrir mörgum áratugum að sjávarútvegur og verzlun tókust á innan flokks en þá var þar öflugur hópur verkalýðsmanna, sem skapaði ákveðið jafnvægi á milli. Nú sést of lítið til síðastnefnda hópsins en auðvitað fór þetta svo allt úr böndum í byrjun nýrrar aldar, þegar peningarnir tóku völdin í íslenzku þjóðfélagi.

 Samfylkingin hefur aldrei náð að mynda tengsl við rætur þeirra flokka, sem stóðu að myndun hennar, þ.e. við verkalýðshreyfinguna, þótt einstaka forystumenn í þeirri hreyfingu hafi verið hallir undir hana. Hún hefur í þess staðið orðið flokkur þeirrar pólitísku yfirstéttar, sem hefur búið um sig í háskólasamfélaginu.

Stéttin sem átti að taka við þegar útgerð og verslun sigldu sig í kaf með Sjálfstæðisflokknum er stétt háskólamanna með lögheimili í Samfylkingunni og varnarþing í Vinstri grænum.

Stétt háskólamannanna, sem hefði átt að taka völdin til langs tíma á Íslandi eftir kosningarnar 2009, sýndi sig vera misheppnaðasta valdastétt Íslandssögunnar sem fokkaði svo kirfilega upp sínum málum að hún ber ekki sitt barr næstu áratugi.

Tvenn stærstu mistök háskólamannanna var yfirgengilega bernsk pólitík um að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu annars vegar og hins vegar algert hugleysi gagnvart erlendum kröfuhöfum í Icesae-málinu.

Þegar stjórnmálaafl sýnir sig hvorttveggja heimskt og huglaust eru dagar þess taldir. Eins og kom á daginn í kosningunum vorið 2013 þegar Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi og Vg 10,9 prósent.

Til samans höfðu þessir flokkar meirihluta á alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013. Þetta var stærsta tap stjórnarflokka í gervallri sögu Evrópu frá miðri síðustu öld og má fremur líkja við náttúruhamfarir en stjórnmál. Enda ganga háskólamenn með hauspoka síðan og spyrja sig hvers vegna þeir séu of huglausir að taka þátt í umræðunni. Svarið blasir við; háskólafólkið fékk tækifæri en klúðraði því á Richter-skala.

 


Veðurpólitík og veðursaga Íslands

Gríðarlegir hagsmunir, bæði mældir í peningum og orðspori vísindamanna, eru í húfi í umræðunni um loftslagsbreytingar - og hvort þær séu af völdum manna.

Loftslagsbreytingar eru verulegar löngu áður en maðurinn bjó yfir tækni til að breyta nokkru um veðurfar. Úr íslenskri sögu er til hugtakið ,,litla ísöld" sem nær yfir veðurbreytingar frá um 1100 og fram undir 19.öld. Trausti Jónsson veðurfræðingur tekur saman rannsóknir á þessum tímabili og segir

Aðalatriðin eru þó hin sömu, hlýtt er fram yfir aldamótin 1100, síðan tekur heldur kaldari tími við fram um 1450, en kuldakastið um 1350 er veigaminna hjá Moberg. Þar koma köldustu kaflarnir á 16. öld en 17. öldin er líka mjög köld. Nítjánda öldin virðist svipuð eða ívið hlýrri en sú 18. og báðar síðasttöldu aldirnar virðast greinilega hlýrri en hin 17.

Litla ísöldin skilur á milli gullaldar Íslandssögunnar og endurreisnarinnar sem hófst á 19.öld; litla ísöld var tími eymdar á Íslandi.

 


mbl.is Snjóbolti útilokar hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband