Samfylking og Vg vilja fórna landhelginni

Samfylking og Vg vilja fórna landhelginni fyrir aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin og Vinstri grænir falla frá fyrri fyrirvörum um aðild að Evrópusambandinu með því að leggja til á alþingi að þjóðaratkvæði fari fram um framhald ESB-ferlisins. Tillagan er þessi:

 „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
    â    Já.
    â    Nei.“

ESB-ferlið stöðvaðist á síðasta kjörtímabili þegar Evrópusambandið stóð fast á þeirri kröfu að fiskimiðin í kringum Ísland yrðu færð undir stjórn ESB.

Með tillögu sinni ganga Samfylking og Vg skrefinu lengra í þjónkun við ESB en flokkarnir gerðu á síðasta kjörtímabili. Og fannst þó mörgum nóg um.


mbl.is „Herra forseti, ég skil ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfeng frjálshyggja vond; allsgáð íhaldssemi góð

Ef fyrirkomulag í samfélaginu virkar þá á ekki að breyta því; það vita allir allsgáðir íhaldsmenn. Áfengisverslunin á Íslandi er með trausta umgjörð og reynslan sýnir að fyrirkomulagið virkar. Þess vegna á ekki að breyta.

Frjálshyggjumenn telja það komi frelsinu eitthvað við að áfengi verði selt í matvörubúðum. Samkvæmt þessu skilningi frjálshyggjunnar er allt fyrirkomulag til verndar samfélagslegum hagsmunum til óþurftar - til dæmis hámarkshraði umferðar í íbúðarbyggð.

Áfeng frjálshyggja af þessu tagi er vond dómgreind.

Látum heilbrigða skynsemi ráða ferðinni og höldum núverandi fyrirkomulagi áfengisverslunar.


mbl.is Læknar vilja ekki vín í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenning Samfylkingar ber dauðann í sér

Geðshræringar- og reiðistjórnmál voru innleidd af Samfylkingunni í byrjun aldar. Einkenni slíkra stjórnmála er hugarástand á kostnað málefna; upphrópun í stað rökræðu og yfirgangur fremur en málamiðlanir.

Í fjölmiðlamálinu 2004 stundaði Samfylkingin geðshræringar- og reiðistjórnmál. Flokkurinn tók saman við Baugsveldið að hnekkja tilraun ríkisvaldsins að setja fjölmiðlalög til að takamarka ofurvald Baugsmiðla í samfélagsumræðunni.

Í hruninu hrökk Samfylkingin aftur í tryllingsgírinn, svínbeygði m.a. Sjálfstæðisflokkinn að halda sérstakan landsfund um Evrópumál. Þegar það dugði ekki til efndi samfylkingarfólk til mótmæla og knúði fram afsögn ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, þar sem flokkurinn átti helmingsaðild.

Eftir hrun, í hreinu vinstristjórninni, fengu Vinstri grænir að kenna á geðshræringar- og reiðistjórnmálum Samfylkingar sem neitaði að mynda ríkisstjórn nema Vinstri grænir samþykktu, þvert á sína eigin stefnu, að senda aðildarumsókn til ESB.

Geðshræringar- og reiðistjórnmál Samfylkingar fengu sjálfstætt líf í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. og urðu til þess að sprengja samstöðuna; fylgi Samfylkingar hrapaði úr tæpum 30% árið 2009 í 12,9% fjórum árum síðar vegna innbyrðis deilna og ásakana um svik og svínarí í tengslum við stjórnarskrármálið, kvótamálið og skjaldborg heimilanna.

Samfylkingin lærði ekki pólitíska mannasiði eftir ósigurinn 2013. Forysta flokksins forhertist. Þannig kallaði varaformaður flokksins stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins ,,skeinipappír" í umræðum á alþingi.

Geðshræringin og reiðin étur Samfylkinguna upp að innan. Mótframboð gegn sitjandi formanni var ákveðið í geðvonskukasti þar sem engin málefni komu við sögu og séð var til þess að hvorki rökræða kæmist að né yfirvegun.

Eftir landsfund Samfylkingar er forysta flokksins í felum fyrir fjölmiðlum. Og það er absúrd staða fyrir stjórnmálaflokk.


mbl.is Umrótið gerir Samfylkingu erfitt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband