Beint lýðræði Samfylkingar veldur ófriði

Framboð Sigríðar Ingibjargar til formennsku í Samfylkingunni var beint lýðræði sem nokkuð er í tísku nú um stundir.

Ekki síst er samfylkingarfólk margmálugt um beina lýðræðið og kosti þess.

En núna þegar beina lýðræðið er virkjað þá er hver höndin upp á móti annarri í flokknum. Skyldi ætla að samfylkingarliðar kættust fremur en rifust þegar beint lýðræði er framkvæmt.


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og eins atkvæðis formennska Árna Páls

Samhengið á milli þess að Píratar eru stærsti flokkur landsins og að  Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingar út á eitt atkvæði er að stjórnmálin eru í kreppu.

Efnahagskerfið er löngu búið að jafna sig á hruninu en stjórnmálakerfið er enn í lægð. Meginástæðin er að tiltrú fólks á stjórnmálum beið hnekki og hefur ekki verið bætt. Lítil tiltrú almennings skapar pólitískum lukkuriddurum svigrúm til að selja okkur snákaolíu sem mun redda lýðræðinu.

Lýðræði er 3000 ára fyrirkomulag, ættað frá Aþenu. Engin þjóð og ekkert samfélag, sem reynt hefur lýðræði, hefur fundið þá útgáfu sem hentar öllum öðrum.

Eftir höggið sem íslenska stjórnmálakerfið varð fyrir með hruninu er við því að búast að það taki nokkur kjörtímabil að jafna sig. Við erum á öðru kjörtímabili eftir hrun.

 


mbl.is 38% ungs fólks myndi kjósa Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonda fólkið í Samfylkingunni

Í Alþýðubandalaginu var á sínum tíma metingur um hvor hópurinn væri verri í pólitískum undirmálum og svikum sá sem fylgdi Ólafi Ragnari Grímssyni að málum eða hinn sem merktur var Svavari Gestssyni. Við stofnun Samfylkingar fór Alþýðubandalag Ólafs Ragnars í Samfylkinguna en bandalag Svavars í Vg.

Flokksstarf Vinstri grænna er ein samfelld kærleikshátíð í samanburði við hjaðningavígin í Samfylkingunni.

Eftir atburði gærdagsins, þegar sitjandi formaður fær ekki helming atkvæðanna á fámennum landsfundi, eftir atlögu vonda fólksins, er hvorki formaður né flokkur til stórræðanna.

Sá hópur innan Samfylkingar, sem fyrstur áttar sig á að flokkurinn er kominn á endastöð, á mesta möguleikann á framhaldslífi.

Samfylkingin ýtti á sjálfseyðingarhnappinn í gær og aðgerðin verður ekki afturkölluð. Eina álitamálið er hvort flokkurinn leysist upp í óreiðu eða að skipulega verði gengið frá flokknum með því að sameina hann öðrum á vinstri væng stjórnmálanna.

Hængurinn er sá að enginn vill vonda fólkið í Samfylkingunni.


mbl.is Sigríður í raun sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband