Kærleikurinn í kuklinu

Trú, von og kærleikur er þríeinn boðskapur kristni og svarar ákalli fólks í okkar heimshluta, sem býr að þörf fyrir slíkt.

Trú, von og kukl, sem Kastljós fjallaði um í gær, skortir kærleika.

Kærleikur hverfur um leið og hann fær verðmiða.


Kukl, von og trú

Læknar vinna samkvæmt reglum og viðmiðum vísinda, sem hvorki eru fullkomin né geyma endanlegan sannleik. Persónulegt dæmi: þegar faðir minn glímdi við blöðruhálskrabbamein fyrir nokkrum árum fór hann á kvenhormónakúr. Læknirinn sem meðhöndlaði hann ráðlagði skömmu seinna að þessum kúr yrði hætt enda sýndu nýjar rannsóknir að kvenhormón virkuðu ekki á þessa tegund krabbameins.

Á hverjum tíma vinna læknar af bestu getu að því að lækna fólk. Heilbrigðisvísindin leggja þeim til þekkingu og búnað sem beitt er á sjúkdóma fólks.

Von og trú koma ekkert við sögu hjá læknum, það er ekki þeirra svið (nema, auðvitað, geðlækna). En von og trú er manninum eðlislæg og því nærtækari sem örvæntingin er meiri.

Kuklarar nýta sér þessa innréttingu mannsins og gera út á örvæntinguna. 


mbl.is Kastljós „þvældi veiku fólki um bæinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband