Samfylkingin er smartland stjórnmálanna

Samfylkingin efndi til formannskosninga sem enginn veit hvað snerust um, utan hvað að tveir einstaklingar voru í framboði. Samt er heilmikið rifst um kosninguna, en engin pólitísk málefni koma þar nærri - aðeins persónur og karp um form.

Vilhjálmur Birgirsson verkalýðsforkólfur spyr hvers vegna Samfylkingin ályktaði ekki um stuðning kjarabaráttu þeirra sem minnst bera úr býtum. Björn Bjarnason rekur hvernig ESB-mál Samfylkingar, já, málið eina, er orðið að tísti um þjóðaratkvæði. Jónas Kristjánsson segir Samfylkinguna félag millistéttarfólks með lífsstílsvanda.

Landsfundur Samfylkingar var hátíð hégómans.


mbl.is „Vængjaðir flokkar taka oft flugið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennivald, Google-háskólinn og lýðræði vinstrimanna

Í marshefti National Geographic er aðalefnið stríðið gegn vísindum. Höfundurinn, Joel Acehnbach, vísindablaðamaður Washington Post, ræðir og greinir þá hneigð í samtímanum að hafna viðurkenndum sannindum vísinda en halda á lofti bábiljum.

Achenbach segir af sem áður var að virtir háskólar, traustir fjölmiðlar og alfræðirit þjónuðu sem hliðarverðir umræðunnar og síuðu út mesta fávitaháttinn. Með offramleiðslu af svokölluðum menntamönnum, hnignun fjölmiðla, og netvæðingu alfræðirita eru hliðarverðir umræðunnar farnir.

Afleiðingin birtist í uppivöðslu heimskunnar. Í umræðuþætti Operu Winfrey um bólusetningar og hættuna af einhverfu af þeim, sem er engin skv. rannsóknum, segir einn af þeim sem halda bábiljunni fram með stolti: ég útskrifaðist úr Google-háskólanum.

Í Google-háskólanum kenna hlið við hlið, í sömu kennslustofu, menn sem fengið hafa menntun og þjálfun í sínum fræðum og fávísir apakettir sem ekkert kunna nema málskrúð.

Google-háskólinn sýkir umræðuna og smeygir sér stofnanir sem ættu að heita ónæmar. Í Háskóla Íslands er maður með prófessorsgráðu sem heitir Baldur Þórhallsson og kallar sig sérfræðing í málefnum Evrópusambandsins. Í fréttum á Stöð 2 segir hann að hægt sé að eiga viðræður við Evrópusambandið um aðild án þess að vilja inn í sambandið. Þetta er rangt í grundvallaratriðum.

Rökin sem prófessorin beitir eru að Norðmenn hafi gert þetta. Eftir að Norðmenn felldu aðild að ESB 1994 breytti sambandið aðferðinni sem notuð er til að taka inn ný ríki. Núna eru ríki aðlöguð inn í ESB. Aðlögun er útskýrð af ESB með þessum orðum:

Candidate countries* have to accept the acquis before they can join the EU and make EU law part of their own national legislation. Adoption and implementation of the acquis are the basis of the accession negotiations*.

(Umsóknarríki verða að samþykkja lög og reglur ESB áður en þau verða aðilar og gera lög ESB að sinni þjóðarlöggjöf. Aðlögun og innleiðing laga- og reglugerða ESB er grundvöllur aðlögunarviðræðna.)

Ríki verður að hafa einbeittan vilja til inngöngu til að aðlögunarferlið gangi upp. Ísland varð ekki aðili að ESB á síðasta kjörtímabili einmitt vegna þess að aðlögunarferlið stöðvaðist vegna skorts á áhuga af okkar hálfu. Prófessor við Háskóla Íslands sem gefur sig út fyrir að vera sérfróður um ESB og þekkir ekki inngönguferlið í sambandið er vitanlega engu betri en fávís kverúlant í Google-háskólanum sem heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu.

Baldur, sem á síðasta kjörtímabili var varaþingmaður Samfylkingar, teflir google-fáviskunni fram í nafni lýðræðis.

Vinstrimenn á Íslandi eru sérstaklega áhugasamir þetta kjörtímabil, þegar þeir eru í minnihluta á alþingi, um að auka lýðræðið með beinum kosningum um menn og málefni eftir því sem framast verður við komið.

Um helgina fékk alþjóð að kynnast beina lýðræði vinstrimanna í formannskosningum Samfylkingar. Frambjóðandinn, Sigríður Ingibjörg, sem nýtti sér kosti lýðræðis Samfylkingar mætir slíkri heift að hún íhugar að hætta þingmennsku í kjölfarið.

Lýðræðisvakning vinstrimanna á þessu kjörtímabili er byggð á kennisetningum Google-háskólans og veldur óvinafagnaði, eins og best sást í formannskjöri Samfylkingar.

 

 

 


mbl.is Sigríður Ingibjörg góður félagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasismaorðræðan veitir skálkaskjól; fjölmenning er ómenning

Múslímskir karlmenn nauðguðu og misnotuðu enskar hvítar stúlkur í Rotherham í áravís. Enginn þorði að uppræta glæpina af ótta við að vera sakaður um rasisma.

Í nafni fjölmenningar voru innflytjendur hvattir til aðlagast ekki vestrænum samfélögum. Afleiðingin er rædd i annarri frétt á mbl.is

Bent er á að marg­ir inn­flytj­end­ur lifi ein­angraðir í eig­in hverf­um, menn­ing­ar­leg­um af­kim­um þar sem margs kon­ar þröng­sýni og aft­ur­hald ráði ríkj­um. Vest­ræn gildi eins og jafn­rétti kynj­anna og tján­ing­ar­frelsi séu þar hunsuð.

Í Bretlandi og Frakklandi er vaxandi óánægja með yfirgang minnihlutasjónarmiða gagnvart gildum sem þessar þjóðir byggja á. Stjórnmálaflokkar sem einu sinni voru á jaðrinum, UKIP í Bretlandi og Front National í Frakklandi, eru talsmenn vestrænna gilda sem orðið hafa útundan i samkeppni stóru flokkanna að þóknast minnihlutasjónarmiðum.

 


mbl.is Breytt landslag í frönskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband