Birgitta, Árni Páll, upphlaupið og öflin tvö í stjórnmálum

Líkur eru á að hannaða reiðibylgjan vegna bréfs utanríkisráðherra um afturköllun ESB-umsóknar hnígi um helgina. Í fyrradag var ríkisstjórnin sökuð um fasisma, í gær var ákall um stuðning ESB við valdatöku vinstrimanna en í dag er röflað um orðalag.

Tvö meginöfl takast á í íslenskum stjórnmálum. Hægriöfl með heimilisfestu í stjórnarflokkunum sem vilja fullveldi og íslenskt forræði yfir auðlindum þjóðarinnar annars vegar og hins vegar bandalag vinstriflokk sem líta til Evrópusambandsins eftir leiðsögn í samfélagsmálum.

Hægriöflin eru vel sett með foringja. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru öflugir talsmenn fullveldissjónarmiða.

Birgitta Jónsdóttir og Árni Páll Árnason öttu kappi um hvort yrði aðaltalsmaðurinn í upphlaupsmálinu sem hófst á fimmtudag. Birgitta stal senunni með því að svelgjast á kvöldmatnum og storma niður á Austurvöll á meðan Árni Páll kappræddi við Bjarna Ben. í Kastljósi og kom út eins og frammíkallandi götustrákur með lýðræðishalla frá 16. júlí 2009.

 

 


Pólitískt forsetaembætti hentar ekki grínista

Framlag Jóns Gnarr til íslenskra stjórnmála er grín með uppreisnarívafi, nokkurs konar búsáhaldabrandarapólitík.

Jón virkaði skamma stund eftir hrun þegar öngþveitið var algjört og étið-skít-húmorinn þótti við hæfi. Þegar örvæntingin sjatnaði reyndist Jón ekki með neitt annað innihald en útúrsnúningatilsvör. Hann treysti sér ekki í hversdagspólitíkina um malbiksholur og skólamál enda þjónustuhlutverkið við borgarana Jóni framandi.

Í tíð Ólafs Ragnars er forsetaembættið orðið pólitískt. Og það hentar ekki grínistum.


mbl.is Jón Gnarr ekki í forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband