Birgitta á móti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012

Í bloggfærslu Addý Steinarrs kemur fram að Birgitta Jónsdóttir var á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina árið 2012.

Árið 2012 var Birgitta í því hlutverki að framlengja líf vinstristjórnar Jóhönnu Sig.

Núna skiptir höfuðmáli að þjóðaratkvæði verði haldið um ESB-umsóknina, segir Birgitta.

Má ekki biðja um aðeins meiri samkvæmni?


mbl.is Þingmál deyi ekki við lok þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Mér finnst að það ætti að leyfa 110 km/klst hraða á tvöfaldri Reykjanesbrautinni. Þetta tengist fréttinni svona álíka mikið og athugasemd þín Páll.

Gísli Sigurðsson, 25.3.2015 kl. 21:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gísli, þú fylgist greinilega illa með. Þessi tillaga Birgittu tengist beint ákvörðun um að draga sig út úr ESB viðræðum.

Birgitta sættir sig ekki við að þingsályktun fyrri stjórnar um umsókn hafi verið ógilt af núverandi stjórn.

Það er raunar of seint í rassinn gripið fyrir hana því tillaga hennar getur aldrei orðið afturvirk. 

Hún vill samhliða þröngva fram þjóðaratkvæðum um framhald viðræðna, sýnilega úr tengslum við allan raunveruleika og aðeins þjóðaratkvæðanna vegna.

Það er orsök og afleiðing í þessu öllu og þú vissir tenginguna ef þú hefðir fylgst með málinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 22:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birgitta þykist hafa uppgötvað brotalöm á lýræðinu, sem engin hefur komið auga á í 70 ár, en áttar sig sennilega ekki á að afraksturinn verður sá að keppst verður við að unga út þingmalum í lok kjörtímabil til erfða fyrir næstu stjórn og það líklega þvert á stefnu og vilja hennar. Þar er hún að búa til búrókratískt helvíti sem tefur frá brýnni malefnum og líklega verður slíkt notað til að ná sér niðri á komandi stjórnum.

Hún treystir sér sennilega ekki til að koma öllum pípudraumum sínum í framkvæmd á fjórum árum og vill þvinga aðrar stjórnir til að gera það fyrir sig.

Þetta mál er svo stjarnfræðilega vitlaust og vanhugsað frumhlaup að maður er nánast orðlaus.

stefnumál hennar virðast öll byggð á tilfinningasemi í stað raka og þá oftast tengt því sem henti á þinginu í gær. Nokkur kjörtímabil með svona fólki og þau verða búin að prjóna orwellískt skrifræði sem toppaði hið evrópska og jafnvel sovétsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 22:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það á allt að vera svo slæmt við "pólitík gömlu flokkanna", sumir tala jafnvel um Fjórflokkinn sem glæpagengi, en þegar dýpra er skoðað, reynist sjálfur foringi þessa Pírataflokks, sem sópar að sér fylgi fólks, sem þannig talar, hafa sjálf fallið í gryfju tvöfeldni og hræsni, makks við ráðandi flokka með kjötkatlana á sinni tíð og fullrar andstöðu við hinn sjálfsagða rétt þjóðarinnar til að stöðva stjírnarskrárandstæða og þjóðfjandsamlega innlimunarumsókn Össurargengisins.

Jón Valur Jensson, 26.3.2015 kl. 00:02

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... stjórnarskrárandstæða, sjá HÉR!

Jón Valur Jensson, 26.3.2015 kl. 00:50

6 Smámynd: Pétur Harðarson

Þið verðið að reyna aðskoða hlutina í samhengi strákar mínir. Þið eruð ekki að gera fjórflokknum neinn greiða með þessari einfeldni ykkar. Birgitta vildi ekki að þjóðraratkvæði um ESB yrði troðið inn í stjórnarskrármálið eins og Vigdís Hauks hafði stungið upp á. Hér er útskýring Birgittu á atkvæði sínu: 

„Forseti. Því miður hefur sá þingmaður sem hvað harðast hefur barist gegn því að fá stjórnarskrána í þjóðaratkvæði stolið athyglinni á þetta mikilsverða mál með kröfu um að við þingmenn fremjum lögbrot með því að tvinna saman í atkvæðaseðil um stjórnarskrána kröfu um þjóðaratkvæði um áframhald á ESB-aðildarviðræðum eður ei. Ég set mig ekki á móti því að kosið verði um það sérstaklega en mér finnst sorglegt að þingmaðurinn hafi ekki gengið frá þessari breytingartillögu á þann máta að hægt verði að taka afstöðu til hennar. Hættum að láta umræðuna um nýja stjórnarskrá fjalla um allt annað en hana.“

Þessi umræða hjá ykkur hérna fyrir ofan er nákvæmlega það sem fólk hefur fengið meira en nóg af og flykkist því til Pírata. Þakka ykkur fyrir það.

Pétur Harðarson, 26.3.2015 kl. 06:49

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Voðalega er fólk orðið hrætt við Birgittu og Píratana.

Enginn er fullkominn og það má sjálfsagt gagnrýna hana eins og annað fólk, en reynið þá að styðjast við staðreyndir. Eins og Pétur sýnir, hér að ofan, er þessi pistill Páls byggður á misskilningi. Vonum allavega að það sé misskilningur, en ekki misheppnuð tilraun til að sverta mannorð.

Villi Asgeirsson, 26.3.2015 kl. 10:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef bara enga trú á þessari Birgittu, Villi, og þekki hana sjálfur að því að virða ekki lýðræði í verki.

Jón Valur Jensson, 28.3.2015 kl. 00:53

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón Valur, það skiptir engu hvort þú hafir trú á henni eða ekki. Það er þitt val og þinn réttur. En þessi pistill fer rangt með staðreyndir. Það er það eina sem ég er að benda á. Birgitta er ekki, og var ekki, á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Skoðanir á mönnum og málefnum munu alltaf verða skiptar og ekkert nema gott um það að segja, en að fara rangt með staðreyndir er leiðinlegt og dæmir þann sem það gerir.

Villi Asgeirsson, 28.3.2015 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband