Stétt með stétt andspænis ófriði Samfylkingar

Sjálfstæðisflokkurinn varð móðurflokkur íslenskra stjórnmála undir slagorðin stétt með stétt. Sjálfstæðisflokkurinn er höfuðsmiður velferðarkerfisins á Íslandi og gerði þar betur en norrænir jafnaðarmannaflokkar sem leyfðu atvinnuleysi nærri tíu prósentum að grassera í áravís.

Vinstripólitík á Íslandi var lengi til muna róttækari en á Norðurlöndunum. Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag voru sterkari en Alþýðuflokkur.

Ástæðan fyrir því að Alþýðuflokkurinn var vanmáttugur hér á landi er að Sjálfstæðisflokkurinn sá um það hlutverk að byggja upp atvinnulíf byggt á jöfnuði.

Einar Kárason óskar sér sterkari Samfylkingar. Gengi ósk hans eftir yrði verra að búa á Íslandi þar sem þéttbýli væri att gegn dreifbýli; háskólafólki gegn ófaglærðum; ungum gegn öldnum; fullveldissinnum gegn ESB-sinnum.


Lágt atvinnuleysi hækkar launin

Innan við 3% atvinnuleysi þýðir að atvinnurekendur verða að yfirbjóða launataxta, oft hressilega, til að fá fólk i vinnu. Við þetta lágt atvinnuleysi er  óþarfi að hækka launataxta - laun hækka nánast sjálfkrafa.

Verkefni ríkisstjórnarinnar undir þessum kringumstæðum er að halda sjó og gera ekkert til að hvetja aðila vinnumarkaðarins til að semja um óraunhæfar kauphækkanir.

Um 5-7% taxtahækkun á almenna markaðnum er raunhæf, það þýðir með launaskriði 8-12% launahækkun.

Ef verkalýðshreyfingin ætlar sér meira er til muna farsælla að búa við verkföll í nokkra mánuði fremur en verðbólgusamninga.

Þokkalega góð verkfallsgusa dregur úr spennu á vinnumarkaði, sem er við það að ofhitna.

 

 

 

 


mbl.is Spáir 2,7% atvinnuleysi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband