ESB beitir Íslandi ofríki

Evrópusambandið læsti klónum í Ísland með umboðslausu og vanhugsuðu aðildarumsókn vinstristjórnar Jóhönnu Sig. sumarið 2009.

Evrópusambandið þykist hafa heimild til að halda Íslandi sem umsóknarríki þrátt fyrir skýr og ótvíræð skilaboð ríkisstjórnar Íslands um að landið sé hætt við ESB-ferlið.

Með því að halda Íslandi sem umsóknarríki þvert á yfirlýstan vilja íslenskra stjórnvalda sýnir Evrópusambandið fullvalda þjóð yfirgang.


mbl.is Ísland enn á lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin komin í hring: enginn samningur, samt þjóðaratkvæði

Samfylkingin og aðrir ESB-sinnar eru í sex ár búin að klifa á þeim rökum að alls ekki sé tímabært að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðuna til Evrópusambandsaðildar fyrr en samningur um aðild liggi fyrir.

ENGINN SAMNINGUR, EKKERT ÞJÓÐARATKVÆÐI var viðhorf Samfylkingar og Vinstri Grænna sem höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins 16. júlí 2009 um að þjóðin yrði spurð áður en lagt var upp í ESB-ferlið.

Allir þingmenn Samfylkingar höfnuðu tillögunni og sömuleiðis Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar.

Eru engin takmörk fyrir hræsni og tvöfeldni þingmanna vinstriflokkanna? 


mbl.is Vilja að þjóðin fái að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun, laun og þjóðmenning

Lítil fylgni menntunar og launa á Íslandi rímar við þjóðmenningu sem lætur ekki bókvitið í askana.

Einnig er þessi litla fylgni menntunar og peningaverðmæta auglýsing fyrir inngróna jafnaðarmennsku Íslendinga.

Jafnframt staðfesting á þeim sannindum að menntun gerir mann ekki meiri heldur mennskari.

Og mennska er ekki mæld í krónum og aurum.

Við erum lánsöm þjóð, við Íslendingar, enda búum við að mennsku launajafnrétti. 


mbl.is Minnstur ávinningur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-bréfið og ekki-umsóknin

Til að umsókn um aðild að Evrópusambandinu standi undir nafni verður hugur að fylgja máli. Þjóðir sem sækja um aðild fara áður í gegn um ítarlega umræðu og þingkosningar þar sem tryggur þingmeirihluti nær kjör á þeim forsendum að sótt skuli um aðild.

Hér á Íslandi var engin sannfæring fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Eini flokkurinn sem má kalla ESB-flokk, Samfylking, fékk mesta fylgi sitt í kosningunum 2009, tæp 30%. Það er vitanlega ekki nóg að þriðjungur þingheims hafi umboð frá kjósendum að leiða landið inn í ESB. Enda var það aðeins með svindli þingmanna Vinstri grænna að tillaga um umsókn fór í gegnum þingið.

ESB-umsóknin gat ekki staðið á eigin fótum enda fæddist hún krypplingur. Umsóknin átti lítið fylgi meðal þjóðarinnar og þótt ráðuneyti samfylkingarráðherra voru virkjuð í þágu umsóknar og fé borið á fólk, fyrirtæki og stofnanir varð ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 aldrei trúverðug.

Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra, aðalábyrgðarmaður ESB-umsóknarinnar, hafði sjálfur svo litla trú á framgangi ESB-ferlisins að hann gerði fríverslunarsamning við Kínverja. En allir fríverslunarsamningar falla úr gildi við inngöngu í ESB. Össur hefur sagt Kínverjum í trúnaði að ESB-umsóknin væri aðeins platpólitík til heimilisnota.

Ríkisstjórnarflokkarnir viðurkenndu að ESB-umsóknin væri dauðvona í janúar 2013 þegar ESB-ferlið var stöðvað með samkomulagi Samfylkingar og Vg. Í kosningum þá um vorið fékk Samfylkingin 12,9% fylgi og var enn eini ESB-flokkurinn.

Samfylkingin er hætt að tala fyrir ESB-aðild Íslands. Landsfundur flokksins er um helgina og þar er ekki gert ráð fyrir neinni umræðu um Evrópumál.

ESB-umsóknin var aldrei í alvöru, hún var ekki-umsókn til innanlandsbrúks.


mbl.is ESB-bréfið ekki rætt fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband