Birgitta á móti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012

Í bloggfærslu Addý Steinarrs kemur fram að Birgitta Jónsdóttir var á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina árið 2012.

Árið 2012 var Birgitta í því hlutverki að framlengja líf vinstristjórnar Jóhönnu Sig.

Núna skiptir höfuðmáli að þjóðaratkvæði verði haldið um ESB-umsóknina, segir Birgitta.

Má ekki biðja um aðeins meiri samkvæmni?


mbl.is Þingmál deyi ekki við lok þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði án fullveldis er platlýðræði

Grikkir töldu að nýafstaðnar þingkosningar fælu í sér að horfið yrði frá efnahagsstefnu sem bjó til 30 til 40 prósent atvinnuleysi, efnahagssamdrátt sjö eða átta ár í röð með tilheyrandi hörmungum fyrir grísku þjóðina.

En Grikkir eru ekki fullvalda þjóð í sama skilningi og t.d. Íslendingar. Þjóðargjaldmiðill Grikkja, evran, er utan valdsviðs grísku ríkisstjórnarinnar og þar með grísku þjóðarinnar.

Lýðræði án fullveldis leysir enga kreppu.


mbl.is Enn einar dyrnar lokast Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og ónýtu vinstriflokkarnir

Píratar ráða umræðunni í krafti skoðanakannana sem sýna þá fylgismesta framboðið. Pírater er á hinn bóginn ekki með neina heilstæða pólitík. Þeir eru fylgjandi netfrelsi og tala fyrir upplýsingatækni en segja mest lítið um menntamál, atvinnuþróun, heilbrigðiskerfið og sjávarútveginn.

Helstu tillögur Pírata eru þjóðaratkvæðagreiðslur. En þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki pólitík heldur afsökun fyrir skorti á pólitískri stefnu.

Forræði Pírata í umræðunni auglýsir ónýta málefnastöðu vinstriflokkanna. Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð bjóða ekki upp á neina pólitíska dagskrá. Á meðan svo er eiga Píratar svið stjórnarandstöðunnar.

Ríkisstjórnin má vel við una. 


mbl.is Bendlaði Pírata við glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærið grænkar stjórnmálin

Góðærið á Íslandi með fullri atvinnu og hagvexti skapar grænum stjórnmálum skjól til að vaxa. Vinstriflokkarnir hafna olíuvinnslu á Drekasvæðinu sem var tromp í þeirra málflutningi fyrir skemmstu.

Grænu tækifærisstjórnmálin henta ágætlega í stjórnarandstöðu þegar sýna þarf á sér hugsjónahliðina.

Afneitun Vinstri grænna á olíuvinnslu á Drekasvæðinu endist kannski fram yfir einar kosningar, svon líkt og afneitun þeirra á inngöngu í Evrópusambandið.


mbl.is VG vill líka hverfa frá olíuáformum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband