Stétt með stétt andspænis ófriði Samfylkingar

Sjálfstæðisflokkurinn varð móðurflokkur íslenskra stjórnmála undir slagorðin stétt með stétt. Sjálfstæðisflokkurinn er höfuðsmiður velferðarkerfisins á Íslandi og gerði þar betur en norrænir jafnaðarmannaflokkar sem leyfðu atvinnuleysi nærri tíu prósentum að grassera í áravís.

Vinstripólitík á Íslandi var lengi til muna róttækari en á Norðurlöndunum. Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag voru sterkari en Alþýðuflokkur.

Ástæðan fyrir því að Alþýðuflokkurinn var vanmáttugur hér á landi er að Sjálfstæðisflokkurinn sá um það hlutverk að byggja upp atvinnulíf byggt á jöfnuði.

Einar Kárason óskar sér sterkari Samfylkingar. Gengi ósk hans eftir yrði verra að búa á Íslandi þar sem þéttbýli væri att gegn dreifbýli; háskólafólki gegn ófaglærðum; ungum gegn öldnum; fullveldissinnum gegn ESB-sinnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nokkuð til í þessu hjá þér Páll. Það virðist sem óeirð, óánægja, jafnvel öfund sé helsta drifafl samfylkingarfólks. Meðalmennskan er upphafin, því með kröfunni um fagmennsku er passað upp á að enginn sem gæti hugsanlega skarað framúr fái nokkurn tímann viðurkenningu. Það er nefnilega svo auðvelt að manipulera hugtök eins og menntun og "fagmennska" svo þau henti meðalmenninu.

Afburðarfólki er svo ýtt til hliðar svo það varpi ekki skugga á lítilræðið.

Ragnhildur Kolka, 27.3.2015 kl. 14:33

2 Smámynd: Jack Daniel's

Þvílíkur fæðingarhálfviti sem þú ert maður.
Nú er hlegði hátt að þér um alla netheima fíflið þitt og þú átt það svo sannarlega skilið viðurnefnið sem skellt var á þig á fésinu, að þú værir ræpugleypir og skíthaus eftir því í skrifum þínum, svo heimskuleg eru þau.

Með geðveikislega goðum kveðjum úr siðmenningunni, Svergie og megið þið rotna i eigin lygaræpu ræflarnir ykkar.

Jack Daniel's, 27.3.2015 kl. 19:32

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JD
þú veist að þó þú notir þetta nafn þá áttu ekki að liggja í bleyti í Jack Daniels og drekka það svo ómælt að auki allan sólarhringinn, en af ómálefnalegum skrifum þínum í bland við ómældan dónaskap og sleggjudóma göturæsisins þá er ljóst að þú þarft líklega á aðstoð Þórarins yfirlæknis.

Kæri Páll.

Hárrétt og góð greining hjá þér að vanda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2015 kl. 19:53

4 Smámynd: Jack Daniel's

Predikari.
Þó þú titlir þig sem pretikara ert lítið annað en pokaprestur og vitið er svo sannarlega ekki í pokanum hjá þér og þaðan af síður í hausnum enda er allt sem frá þér kemur ættað beint úr rassgatinu á þér og þefjar því eftir því.

Lyktina má líka finna langar leiðir móti vindi af viðbjóðinum frá þér.  Og já, enn er orgað úr hlátri yfir heimskupistli Palla og pokaprestana sem leggjast á kné sér við fótstall hans, lepjandi úr honum ræpuna.

Jack Daniel's, 27.3.2015 kl. 21:40

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sjálfstæðisflokkurinn höfuðsmiður velferðarkerfisins á Íslandi!!! Halló! Af hvaða plánetu kemur þetta fyrirbæri?  Er þetta heilaþvottur ûr Hádegismóum?

Eiður Svanberg Guðnason, 27.3.2015 kl. 23:13

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Epur Svanberg.

Tökum dæmi :

Veist þú hver var hvatamaður og merkisberi þess að félagsmálastofnun var stofnuð í Rekjavík og í hvaða flokki sá var ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2015 kl. 02:10

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Afsakið innsláttarvilluna, þarna átti að standa Eiður :)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2015 kl. 02:12

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður pistill Páll og tímabær.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.3.2015 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband