Smit berst á milli fólks - punktur.

Ísland er eyja, þótt komið sé í tísku að tala um landamæri á Miðnesheiði. Ef ekkert smit er í landinu þá er aðeins einn möguleiki, - að smit komi með ferðamönnum, íslenskum eða erlendum.

Nú er í sjálfu sér ekkert stórmál hvers lenskur smitberinn sé, heldur hitt að hann er ferðamaður.

Þrátt fyrir tvöfalda skimum á ferðamönnum er alltaf hætt við að smit berist inn i landið.

En við getum gert okkur vonir um að yfirstandandi þriðja bylgja farsóttar hjaðni innan fárra daga. Einmitt af því við búum á eyju og stundum sóttvarnir.


mbl.is Ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög, siðir og pólitík

Deilur um hver skuli taka autt sæti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum sýna náið samband laga, lagatúlkunar og stjórnmála.

Lög eru í grunninn siðaboð, mæla fyrir um hvað má, hvað ekki og viðurlög við brotum. Ein elstu. Ein elstu þekktu lögin, kennd við Hamúrabí og eru meitluð í stein tæplega 2000 árum fyrir Krist, lögbjóða siði í viðskiptum, einkalífi og félagslegu samneyti. Lagatöflur Rómverja voru upphaflega siðaboð rómverska lýðveldisins en urðu alþjóðaréttur eftir því sem Rómarveldi óx. Á alþingi árið þúsund sagði Þorgeir Þorkelsson að við yrðum hafa einn sið og ein lög.

Æðsti dómstóll fer með endanlegt vald í túlkun á gildandi siðum í umdæmi dómstólsins. Í Bandaríkjunum eru tveir hópar, líkt og í Róm á mörkum lýðveldis og keisaratíma, sem berjast hatrammri baráttu um hvert skuli vera ríkjandi siðalögmál: frjálslyndir og íhaldsmenn.

Í Trump sameinast tvö rómversk stórmenni, Júlíus Sesar og Ciceró, sem hvor var í sínum hópnum. Vondu fréttirnar fyrir Trump eru að Sesar og Ciceró féllu báðir fyrir morðingjahendi.

 

 


mbl.is Trump tilnefni Barrett í sæti Ginsburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri hlátur, minna hatur

Kristnir hlæja að Jesú, segir múslíminn Hamed Abdel-Samad, og rifjar upp brandara þar sem María mey segir pylsu minna sig á heilagan anda.

Múslímar, almennt og yfirleitt, geta ekki hlegið að Allah og spámanninum. Spéhræðslan er einkenni vanþroskaðrar trúarmenningar sem byggir á kreddum en ekki mennsku.

Í Ilíonskviðu Hómers er djókað hægri vinstri með guðina á Ólympíufjalli. Ef eitthvað er að marka Snorra var spaugað meðal þeirra heiðnu.

Íslam er graði og spéhræddi eilífðarunglingurinn í heimi trúarbragða. Spámaðurinn, hafi hann verið til, stal og stældi eingyðistrú gyðinga og bjó til þetta endemis ómennska rugl sem bannar hlátur en elur á hatri. 


mbl.is Fordæmir teikningar Charlie Hebdo af spámanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar afþakkaðir í Austur-Evrópu

Múslímar flýja í milljónavís heimalönd sín vegna lélegra lífsgæða. Evrópa er fyrirheitna landið, þar er rekin velferðarþjónusta sem freistar veglausra barna spámannsins.

Vestur-Evrópa tók við milljónum múslíma áratugina eftir seinna stríð. Sem fyrrum heimsveldi tók Bretar og Frakkar við nýlendubúum og Þjóðverjar sóttu sér vinnuafl til Tyrklands.

Tveir meginóskir fjöldainnflutnings múslíma komu hægt en örugglega í ljós. Í fyrsta lagi aðlagast þeir ekki. Í öðru lagi er trúarmenning þeirra ómenning á vesturlöndum. Trúfrelsi er múslímum framandi hugtak, kvenfyrirlitning er þeim töm og barnabrúðkaup, fermingarstúlka gefin sjötugum frænda sínum, er hefð. Framhjáhaldi skal refsað með því að grýta þann ótrúa til bana og dauðarefsing er við samkynhneigð. Ekki beinlínis menningarauki þarna á ferðinni.

Járntjaldið í kalda stríðinu kom í veg fyrir stórfellda flutninga múslíma til Austur-Evrópu. Þessi ríki voru heldur ekki gömul nýlenduveldi og búa sem slík að einsleitari menningu en vestrið.

Austur-Evrópa hefur engan áhuga að fórna menningu sinni eins og Vestur-Evrópuríki. Múslímar eru afþakkaðir.


mbl.is Hafna tillögum Evrópusambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar kætast

Stúlkur í stuttum pilsum síður.

Kufl yfir líkamann og blæju fyrir andlitinu.

Spámaðurinn segir.


mbl.is Kýld í andlitið fyrir að vera í pilsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir: fjölræði, ekki lýðræði

Ef sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum kysu beint í stjórnir þeirra færi fyrir sjóðunum eins og verkalýðshreyfingunni, Kverúlantar, Ragnar Þór-arar og Sólveigar Önnur, söfnuðu liði á samfélagsmiðlum og tækju sjóðina yfir. Afleiðingarnar yrðu skelfilegar.

Í stað meints lýðræðis ætti að láta fjölræði ráða ferðinni. 

Í fjölræði réði hver og einn launþegi ráðstöfun lífeyrisgreiðslna. 

Fjármálastofnanir, bankar, tryggingafélög og starfandi lífeyrissjóðir myndu undirgangast regluverk um lífeyrissparnað og bjóða fram tryggingar. Launþegar myndu velja á milli sjóða.

Fjölræðið valdeflir launþega og sniðgengur kverúlanta.


mbl.is „Þarf að endurskoða þetta frá grunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokkurinn eða Píratar

Kórónukreppan tryggir Sjálfstæðisflokknum trausta kosningu í vor. Fjórðungur og allt upp í þriðjungur þjóðarinnar hefur hvorki smekk fyrir né efni á efnahagsrugli vinstriflokkanna.

Aftur er spurning hvort það verði Miðflokkur eða Píratar sem koma næstir. Píratar rótast í fylgi sem lætur sig efnahagsmál litlu varða en klæjar í fingurna að gera hávaða út af þeirri tegund sjálfsmyndarstjórnmála er hæst rís hverju sinni. Miðflokkurinn er á öðrum miðum menningarstjórnmála. Vel kunnur bróðir sitjandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins kallar þennan kjósendahóp ,,þjóðvinafélagið". Laglegt nafn og lýsandi.

Þegar nær dregur kosningum vega efnahagsmálin þyngra en síðustu þrennum kosningum, sem haldnar voru í góðæri. En það verða tvö til fjögur önnur kosningamál, óvíst enn hver þau verða, sem skilja á milli feigs og ófeigs, Pírata og Miðflokksins.


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fara til útlanda - þau eru hættuleg

Forsætisráðherra Skotlands hvetur landsmenn til að ferðast ekki til útlanda í haustfríinu. 

Ástæðan er Kínaveiran sem herjar á alþjóð. Skilaboðin er þau að fari landsmenn til útlanda sé hætta á að þeir koma sýktir heim og valdi nýgengi smita í heimalandinu.

Útlönd eru orðin að hættusvæði.

Þau útlönd sem skera sig úr og eru ,,örugg" geta gert sér vonir um að ferðamenn heimsæki landið.

En, hmm, útlöndin þurfa sjálf að verja sig smiti með því að taka helst ekki við ferðamönnum.

Upp á skosku: Damn if you do, damn if you do not.


mbl.is Hafa afskrifað 8% af útlánum til ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við lærðum af hruninu, - flest

,,Árið 2019 var hlut­ur fast­eigna af heild­ar­eign­um fjöl­skyldu um 75,9%, öku­tækja 4,3%, bankainni­stæðna 11,1% og verðbréfa 7,5% og voru litl­ar breyt­ing­ar frá fyrra ári," segir í fréttinni og jafnframt að eignir hafi vaxið umfram skuldir.

Dreifing eigna er eðlileg, nema hvað að bankainnistæður eru full miklar m.v. að nú eru mínusvextir.

En almennt lærði þjóðin af hruninu, að í fjármálum er betra að hafa borð fyrir báru.


mbl.is 10% fjölskyldna á Íslandi eiga 44%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar eru vandamálið, ekki flóttamenn

Múslímar aðlagast seint og illa vestrænni menningu. Trúarmenning þeirra fóstrar hryðjuverkamenn, af annarri og þriðju kynslóð flóttamanna, sem slátra meðbræðrum sínum og systrum þegar sá er gállinn á þeim.

Austur-Evrópumenn flæddu inn í Vestur-Evrópu eftir fall járntjaldsins. Milljónir Pólverja, Letta, Litháa, Eista, Búlgara og Rúmena fluttu vestur í leit að betra lífi. Ekkert vandamál.

Múslímar, á hinn bóginn, flytja til Evrópu til að setjast upp á velferðarkerfið. Þeir taka með sér ómenningu barnaníðs, kvenfyrirlitningar og ofbeldishugsunar í trúmálum. Í nafni fjölmenningar heimta þeir að sharía-lög gildi í samfélögum þeirra á vesturlöndum. Múslímar í hrönnum neita einfaldlega að fylgja vestrænum siðum og háttum. Þeir krefjast vestrænna lífsgæða en halda dauðahaldi í ættbálkamenningu úr miðöldum.

Ef ekki væri fyrir múslíma væri enginn flóttamannavandi. Þjóðir Evrópu gerast aldurhnignar og þurfa nýtt blóð. En þær taka vara á ómenningunni sem fylgir múslímum. Skiljanlega.

 


mbl.is Varar ESB við að neyða ríki til að fá flóttafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband