Ekki fara til útlanda - þau eru hættuleg

Forsætisráðherra Skotlands hvetur landsmenn til að ferðast ekki til útlanda í haustfríinu. 

Ástæðan er Kínaveiran sem herjar á alþjóð. Skilaboðin er þau að fari landsmenn til útlanda sé hætta á að þeir koma sýktir heim og valdi nýgengi smita í heimalandinu.

Útlönd eru orðin að hættusvæði.

Þau útlönd sem skera sig úr og eru ,,örugg" geta gert sér vonir um að ferðamenn heimsæki landið.

En, hmm, útlöndin þurfa sjálf að verja sig smiti með því að taka helst ekki við ferðamönnum.

Upp á skosku: Damn if you do, damn if you do not.


mbl.is Hafa afskrifað 8% af útlánum til ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, þetta er nú áhugavert. Öll útlönd eru sumsé hættuleg fyrir þá sem búa þar ekki. Þangað erum við nú komin.

Og er það ekki skemmtilegt að þegar ferðir útlendinga eru bannaðar til að koma í veg fyrir ofurálag á heilbrigðiskerfið, fer heilbrigðiskerfið að virka verr vegna þess að útlendingarnir sem hefðu þurft að koma til að það virkaði komast ekki til landsins? Enn eitt dæmið um þröngsýnina og skammtímahugsunina sem ræður öllu núna.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2020 kl. 18:59

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ Þorsteinn fattaru ekki Skota-brandara?

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2020 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband