Franska útgáfa Kínaveirunnar og ferðamenn

Tveir franskir ferðamenn virðast, sjálfsagt óviljandi, stóraukið nýgengi smita í yfirstandandi farsótt.

Ekkert athugavert er kenna smit við Frakkland, ekki frekar en að kenna kórónuveiruna við Kína en það er upprunaland veirunnar.

Kórónuveiran berst með ferðamönnum, hvort heldur íslenskum eða erlendum. Það er mergurinn málsins. Öflugar smitvarnir á landamærum er forsenda árangurs í baráttunni innanlands við veiruna.


mbl.is Ummæli Þórólfs um Frakkaveiru óheppileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran þjappar saman pólitíkinni

Ólíkt hruninu 2008, sem splundraði pólitíkinni hér á landi, þá þjappar farsóttin 2020 saman pólitíska litrófinu.

Hrunið framkallaði niðurbrot þar sem hver höndin var uppi á móti annarri. Á meðan hrunið var manngerðar hamfarir er veiran utanaðkomandi ógn.

Það verður minna svigrúm fyrir pólitíska sérvisku, meiri áhersla á það sem sameinar.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott.


mbl.is Allir flokkar í samstarf á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strax er ekki í boði í kórónukreppunni

Enginn veit hve kreppan kennd við farsóttina varir lengi. Hitt er vitað að kreppan er alþjóðleg. Við þessar aðstæður er ekki hægt að móta efnahagsstefnu til framtíðar.

Aðeins er að hægt að grípa til skammtímaráðstafana er taka af mesta höggið og huga að innviðum. Stjórnvöld vinna í þeim anda og gera það nokkuð vel.

Bjartsýnar spár gera ráð fyrir að um áramótin sé veiran gengin um garð. En kannski ekki fyrr en næsta vor. með hækkandi sól og bóluefni.

Farsóttin er æfing að lifa við óvissu. Samfellt góðæri síðustu ára hefur gert fólk ryðgað í þeim fræðum.


mbl.is Veiran dekkir horfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband