Lífeyrissjóðir: fjölræði, ekki lýðræði

Ef sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum kysu beint í stjórnir þeirra færi fyrir sjóðunum eins og verkalýðshreyfingunni, Kverúlantar, Ragnar Þór-arar og Sólveigar Önnur, söfnuðu liði á samfélagsmiðlum og tækju sjóðina yfir. Afleiðingarnar yrðu skelfilegar.

Í stað meints lýðræðis ætti að láta fjölræði ráða ferðinni. 

Í fjölræði réði hver og einn launþegi ráðstöfun lífeyrisgreiðslna. 

Fjármálastofnanir, bankar, tryggingafélög og starfandi lífeyrissjóðir myndu undirgangast regluverk um lífeyrissparnað og bjóða fram tryggingar. Launþegar myndu velja á milli sjóða.

Fjölræðið valdeflir launþega og sniðgengur kverúlanta.


mbl.is „Þarf að endurskoða þetta frá grunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki best að hafa bæði? Sjóðfélagar kjósi stjórnir, en launþegar hafi um leið rétt til að færa lífeyri sinn milli sjóða. Við erum nú þegar að sjá hvað gerist þegar safnað er liði til að ná undirtökum í verkalýðsfélögum. Það myndi ekki breytast, en ég held að það sé mun skárra að eigendur sjóðanna kjósi sjálfir. Það ætti þá jafnframt að gera rafræna kosningu að skilyrði til að tryggja þátttöku sem flestra.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2020 kl. 13:42

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjóðfélagar gætu rétt eins gætt síns lífeyrissparnaðar sjálfir eins og að kjósa stjórnarmenn sjóðanna úr eigin hópi eða utanaðkomandi "áhugamenn" um peningavöldin.  
Unga fólkið virðist amk með á nótunum þegar það er að velja sér séreignarsjóði.

Kolbrún Hilmars, 24.9.2020 kl. 14:01

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll, þú hittir naglann ...

Einar Sveinn Hálfdánarson, 24.9.2020 kl. 21:20

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Kolbrún er með þetta. Hvers vegna á ekki hver og einn að sjá um sitt sparifé???

Þessi eingaupptaka lífeyrissjóðanna er réttlætt í nafni þjóðarmikilvægis.

Kristinn Bjarnason, 25.9.2020 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband