Neðanmálsgrein hættir í Vinstri grænum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir sig úr þingflokki Vinstri grænna, ,,endanlega" að eigin sögn.

Rósa Björk var aldrei fyllilega hluti af Vinstri grænum. Hún er ákafur ESB-sinni og átti meiri samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænum.

Það er svo aftur talandi dæmi um vinnubrögð samfylkingarsinna að þeir sæta færis að koma höggi á aðra vinstriflokka þegar verst stendur á fyrir málstaðinn.

Saga vinstrimanna, frá stofnun Kommúnistaflokksins fyrir 90 árum, er saga sundrungar.

Rósa B. er neðanmálsgrein í sögunni endalausu um innbyrðis ósætti vinstrimanna.

 


mbl.is Rósa Björk kveður Vinstri-græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áslaug, Katrín og tilfinningafjárkúgun vinstrimanna

Vinstrimenn gerðu sér reiðibylgju á samfélagsmiðlum vegna brottvísunar gerviflóttamanna hér á landi. Í kjölfar reiðinnar reyna sumir fyrir sér með tilfinningafjárkúgun er beindist fyrst að Áslaugu dómsmálaráðherra og síðar að Katrínu forsætis.

,,Ég mun aldrei kjósa þig," er viðkvæðið gagnvart Katrínu en Áslaugu er brugðið um kaldlyndi.

Tilfinningafjárkúgunin er útrás fólks sem allt í senn er óábyrgt, stundar sjálfsefjun og þykist vita betur en aðrir hvað sé rétt og hvað rangt í stjórnmálum. Reiðibylgjan, sem reynt er að framkalla á samfélagsmiðlum, sækir kjörfylgi sitt í þennan hóp. 

Merkilegast er að allur þorri þessa fólks er vinstrimenn.

 


RÚV: siðanefnd til að réttlæta siðleysi

Fréttir, sem byggðar eru á skáldskap eru siðlaust slúður. Falsfréttir, þar sem gögn eru fölsuð, eru einnig siðlausar. Samsæri fréttamanna og valdastofnana um að klekkja á fyrirtækjum og einstaklingum er handan allra siðareglna.

Siðareglur RÚV eru eins og mannréttindaákvæði í stjórnarskrám alræðisríkja. Fallegur bókstafur án merkingar.

RÚV skipar siðanefnd til að réttlæta siðferði Gróu á Efstaleiti.


mbl.is Ný siðanefnd Ríkisútvarpsins skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband