Ferðaþjónustufyrirsögn á mbl.is

Í viðtengdri frétt segir:

Sam­kvæmt könn­un­inni telja 57,8% svar­enda að rík­is­stjórn­in sé að gera hæfi­lega mikið, en lægst hafði hlut­fallið áður mælst um síðustu mánaðamót, þá 58%.

Munurinn er sem sagt 0,2 prósent. Áfram er traustur meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að stjórnvöld standa vaktina í farsóttinni. Fyrirsögnin, á hinn bóginn, segir sögu sem ekki er innistæða fyrir í fréttinni sjálfri.

Þeir eru duglegir almannatenglarnir hjá ferðaþjónustunni.

 


mbl.is Aldrei meiri óánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland: hörmungar eða stórslysi afstýrt?

Ísland er í efnahagskreppu, samkvæmt hagtölum. En Ísland er miklu betur statt efnahagslega og félagslega en allur þorri Evrópuríkja.

Hvort er glasið hálffullt eða hálftómt?

Farsóttin sem leggur efnahagskerfi í rúst og veldur pólitískum óstöðugleika er óútreiknanleg. Enginn veit hvort ástand farsóttar varir í tvo mánuði til viðbótar eða tvö ár.

Sumir skríða undan steini og segja stjórnvöld ekki hafa ,,framtíðarsýn" í farsóttarmálum. Halló Hafnarfjörður, enginn veit, hvorki í Moskvu, Reykjavík, Brussel, París eða Berlín hvaða stefnu kórónuveiran tekur. Langtímaaðgerðir eru skot út í loftið.

Bjartsýni er til muna huggulegra viðhorf en botnlaus svartsýni. Glasið er hálffullt.

 


mbl.is Tölur sem aldrei hafa sést áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landið er opið, sóttkví er ekki mannréttindabrot

Þeir sem koma til landsins, hvort heldur Íslendingar eða útlendingar, fara í 5 daga sóttkví og eru skimaðir tvisvar. Þetta þýðir ekki að landið sé lokað og ekki heldur að um mannréttindabrot sé að ræða.

Þúsundir Íslendinga fóru í sóttkví í vor og heyrðist hvorki hósti né stuna um stjórnarskrárvarin réttindin. Í stjórnarskránni eru engin ákvæði um að einstaklingur eigi rétt til að smita aðra. Enn síður eru ákvæði í stjórnarskrá er heimila ferðamönnum að koma með smitsjúkdóma inn í landið. 

Ferðalög til og frá landinu standa öllum til boða. En sóttvarnir kveða á um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví. Meðalhóf og jafnræði ríkir þar sem eitt gengur yfir alla.

Þegar reynsla er komin á núverandi fyrirkomulag, t.d. um miðjan september, er hægt að endurmeta stöðuna. Tillaga er um að heimkomusmitgát komi í stað sóttkvíar. Kannski er það raunhæf lausn, að því gefnu að heimkomusmitgát feli í sér að viðkomandi sé ekki í fjölmenni.

Gildandi reglur um sóttvarnir virðast gefa góða raun, mælt í nýgengi smita. Það er ábyrgðarhluti að grafa undan þeim árangri.  


mbl.is Engin óeining en efasemdir innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og sóttvarnir í rauntíma

Sóttvarnir í stórum þjóðríkjum s.s. Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi eru flóknar og tímafrekar. Sóttvarnir hér á landi eru nær rauntíma.

Á meðan stórþjóðirnar draga upp áætlanir marga mánuði fram í tímann með tilheyrandi óvissu eru aðstæður á Íslandi þannig að áætlanir geta miðast við fáeinar vikur. Bæði er það fámennið og landafræðin, Ísland er eyja, sem auðvelda aðgerðir.

Spurningin sem yfirvöld í öllum ríkjum glíma við er sú sama. Hvert er jafnvægið á milli sóttvarna og heilbrigðs samfélags? Of litlar sóttvarnir geta leitt til veikinda og dauðsfalla en of miklar til margvíslegra félagslegra vandamála s.s. atvinnuleysis, félagslegrar einangrunar, fátæktar og fleiri einkenna óheilbrigðs samfélags.

Svarið við spurningunni breytist eftir því sem faraldurinn sem kenndur er við kórónuveiruna þróast. Ekkert eitt rétt svar er til, heldur háð aðstæðum og nýgengi smita hverju sinni.

Í umræðunni um sóttvarnir á Íslandi fer lítið fyrir þeirri staðreynd að við getum brugðist við þróun farsóttarinnar hraðar og með skilvirkari hætti en flest önnur ríki. Tökum þessa staðreynd með í reikninginn og verum bjartsýn á að fyrr heldur en seinna létti farsóttinni.

 

 

 


mbl.is Skýrslu sem bendir til 85.000 dauðsfalla lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um venjulegt líf á tímum farsóttar

Ungmenni í framhaldsskólum landsins búa við skerta kennslu og takmarkanir á félagslegu samneyti. Íþrótta- og menningarlíf landsmanna nær ekki hálfum afköstum. Eldri borgarar landsins njóta ekki heimsókna ástvina nema i takmörkuðu mæli. Ferðaþjónustan er nær lömuð.

Í byrjun ágúst leit út fyrir að skólar myndu ekki opna í haust vegna farsóttar. Lokað yrði á allar heimsóknir á hjúkrunarheimili, feður yrðu ekki viðstaddir fæðingu barna sinna og ekkert yrði um neinar samkomur að ræða í landinu.

Stjórnvöld gripu til ráðstafana sem miðuðu að skertu venjulegu lífi fyrir flesta. Atvinnugreinin sem varð fyrir mestum búsifjum vegna hertra sóttvarna er ferðaþjónustan. Einfaldlega vegna þess að smit breiðist út með ferðamönnum.

Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard teflir fram trúverðugum og sannfærandi tölum um að kórónuveiran sé mögulega ofmetinn skaðvaldur. En hann viðurkennir jafnframt að um farsótt sé að ræða sem beri að taka alvarlega.

Tillaga Jóns Ívars er í raun ekki ýkja róttæk. Hún er að breyta sóttkví í heimkomusmitgát.

Skynsamlegra hefði verið að lágmarka skaðann á báða bóga með því að setja alla í tvöfalda skimun en jafnframt að halda áfram með heimkomusmitgát á milli sýna.

Málamiðlun liggur í loftinu. Að því gefnu að um miðjan september, eftir tvær vikur, sé búið að koma böndum á nýgengi smita væri hægt að gefa út að frá 1. október kæmi heimkomusmitgát í stað sóttkvíar auk atriða eins hækkun skimunargjalda, sem Jón Ívar nefnir.

Heimkomusmitgát fæli einnig í sér að sá sem kæmi til landsins frá útlöndum færi ekki inn á fjölmennari vinnustaði, t.d. skóla eða nýtti sér þjónustu er krefðist nálægðar s.s. líkamsræktarstöðva, sundstaða og álíka.

Gangi slík málamiðlun fram gæti ferðaþjónustan séð fram á skertan starfsgrundvöll, rétt eins og landsmenn búa við skert hversdagslíf. 


mbl.is Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rothögg Þorsteins á RÚV

Í lok myndbands Samherja (3:08) er borið saman hvað Helgi Seljan sagði í alræmdum Kastljósþætti og hvað stóð svart á hvítu í skjalinu sem var eina heimild Helga.

Lokaefnisgreinin í skjalinu er stutt og skýr

Helgi Seljan tók út eina setningu í efnisgreininni og segir hana sýna að dótturfélag Samherja í Þýskalandi greiði ,,undirverð". En efnisgreinin segir að dótturfélagið greiði ,,langt yfir" þeim verðum sem karfinn var seldur á innanlandsmarkaði.

Þannig verður hvítt svart hjá Helga Seljan.


mbl.is Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smári pírati: heilbrigð skynsemi er galin

Smári pírati segir ,,galið" að seðlabankastjóri skuli benda á Sundabraut sem fjárfestingu. Samherjar Smára í Reykjavíkurborg eru í herferð gegn fjölskyldubílnum og því má ekki byggja vegi.

Smári, sem laug til sín stærðfræðigráðu, gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir að vera ekki ,,sér­fræðing­ur í vega­gerð."

Smári vill fleiri hjólastíga. Á hjólhesti má reyna að stíga í vitið.


mbl.is „Galin“ ummæli seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum efni á efnahagskreppu

Kórónukreppan er ekki heimatilbúin heldur alþjóðleg. Við höfum sterka innviði og ríkissjóður er vel undir það búinn að takast á við kreppuna.

Efnahagskreppa eru vondar fréttir. Góða fréttin er að við höfum efni á kreppunni.

Grátum ekki kreppuna, heldur söfnum liði, svo að stílfærð séu orð íslenskrar miðaldakonu sem glataði eiginmanni en gafst ekki upp.


mbl.is Baráttunni er hvergi nærri lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgos, loftslag og Keflvíkingar

Eldgos á Reykjanesi og loftslagsbreytingar á jörðinni lúta sömu lögmálum. Það verður gos og loftslag mun ýmist hlýna eða kólna.

Spurningin er aðeins hvenær. Jörðin er eitthvað um 5 milljarða ára og lögmál náttúrunnar álíka gömul.

Þeir vita þetta Keflvíkingarnir.


mbl.is Ekki spurning um hvort heldur hvenær gos verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan jafnar byrðinni

Lægra gengi krónunnar kemur ferðaþjónustunni vel. Afraksturinn af hverjum og einum erlendum ferðamanni verður meiri enda greiða þeir fyrir sitt með gjaldeyri.

Krónan tekur mið af umsvifum íslensks efnahagsbúskapar. Ef við byggjum við áþján erlends lögeyris myndi hann hvorki hækka né lækka sama hvernig áraði á Íslandi.

Krónan er sannur jafnaðarmaður.

(Skrifað f.h. krónuvinafélagsins).


mbl.is Gengislækkun krónu eykur verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband